„Taívan er ekki Úkraína“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2022 11:48 Hua Chunying, talskona utanríkisráðuneytis Kína. AP/Liu Zheng Ráðamenn í Kína segja ekki hægt að bera saman aðstæður Úkraínu og Taívans. Hið síðarnefnda ríki hafi ávallt verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Í Taívan hafa yfirvöld áhyggjur af því að Kínverjar nýti sér deilurnar í Evrópu til mögulegra hernaðaraðgerða. Tsai Ing-wen, forseti Taívans, hefur lýst yfir samúð með Úkraínumönnum, þar sem stærri nágranni ógnar fullveldi ríkisins, en segir þó að aðstæður ríkjanna séu ekki sambærilegar. Forsetinn sagði þó á nýlegum fundi þjóðaröryggisráðs síns að öryggissveitir yrðu að auka viðbúnað sinn og eftirlit með mögulegum hernaðaraðgerðum frá Kína. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum sínum af Taívan í síðustu viku og hvaða skilaboð alþjóðasamfélagið myndi senda ef það stæði ekki þétt við fullveldi Úkraínu. Talskona utanríkisráðuneytis Kína blés í morgun á allar líkingar milli Taívans og Úkraínu. „Taívan er ekki Úkraína,“ sagði Hua Chunying, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Taívan hefur alltaf verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Það er óumdeilanleg og sagnfræðileg staðreynd.“ Í stuttu máli sagt þá segja Kínverjar að Taívan tilheyri Kína. Árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Taívan verði hluti af Kína, það sé óhjákvæmilegt og Kínverjar hafa beitt eyríkið auknum þrýstingi að undanförnu. Taívan Kína Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Kínverskir njósnarar hafa orðið sér út um útsendara í innsta hring lífvarða forseta Taívans og meðal forsvarsmanna herafla eyríkisins. Gagnnjósnarar Taívans eiga í erfiðri baráttu gegn umfangsmikilli njósnaherferð Kínverja sem ætlað er að veita upplýsingar um varnir eyjunnar og grafa undan leiðtogum hennar. 21. desember 2021 22:15 Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. 9. desember 2021 10:39 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Tsai Ing-wen, forseti Taívans, hefur lýst yfir samúð með Úkraínumönnum, þar sem stærri nágranni ógnar fullveldi ríkisins, en segir þó að aðstæður ríkjanna séu ekki sambærilegar. Forsetinn sagði þó á nýlegum fundi þjóðaröryggisráðs síns að öryggissveitir yrðu að auka viðbúnað sinn og eftirlit með mögulegum hernaðaraðgerðum frá Kína. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum sínum af Taívan í síðustu viku og hvaða skilaboð alþjóðasamfélagið myndi senda ef það stæði ekki þétt við fullveldi Úkraínu. Talskona utanríkisráðuneytis Kína blés í morgun á allar líkingar milli Taívans og Úkraínu. „Taívan er ekki Úkraína,“ sagði Hua Chunying, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. „Taívan hefur alltaf verið óaðskiljanlegur hluti Kína. Það er óumdeilanleg og sagnfræðileg staðreynd.“ Í stuttu máli sagt þá segja Kínverjar að Taívan tilheyri Kína. Árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Taívan verði hluti af Kína, það sé óhjákvæmilegt og Kínverjar hafa beitt eyríkið auknum þrýstingi að undanförnu.
Taívan Kína Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32 Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14 Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Kínverskir njósnarar hafa orðið sér út um útsendara í innsta hring lífvarða forseta Taívans og meðal forsvarsmanna herafla eyríkisins. Gagnnjósnarar Taívans eiga í erfiðri baráttu gegn umfangsmikilli njósnaherferð Kínverja sem ætlað er að veita upplýsingar um varnir eyjunnar og grafa undan leiðtogum hennar. 21. desember 2021 22:15 Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. 9. desember 2021 10:39 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. 26. janúar 2022 10:32
Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. 7. janúar 2022 09:14
Útsendarar Kína í innsta hring herafla Taívans og meðal lífvarða forsetans Kínverskir njósnarar hafa orðið sér út um útsendara í innsta hring lífvarða forseta Taívans og meðal forsvarsmanna herafla eyríkisins. Gagnnjósnarar Taívans eiga í erfiðri baráttu gegn umfangsmikilli njósnaherferð Kínverja sem ætlað er að veita upplýsingar um varnir eyjunnar og grafa undan leiðtogum hennar. 21. desember 2021 22:15
Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Ráðamenn í Kína hafa sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga annars á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Samband ríkjanna hefur versnað mjög eftir að Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Vilnius undir nafni Taívans. 9. desember 2021 10:39