Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 07:43 Joe Biden Bandaríkjaforseti segir fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta ekki lengur á borðinu. Drew Angerer/Getty Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Þá hefur Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna afboðað fund með Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sem fara átti fram á morgun, fimmtudag. Hann segir í yfirlýsingu að fundurinn sé nú tilgangslaus, eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Yfirvöld í Suður-Kóreu íhuga nú að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum vegna stöðunnar í Úkraínu. Þau hafa þó útilokað að veita Úkraínumönnum hernaðaraðstoð. Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði á mánudag innrás í Úkraínu. Hann segir þó verkefni rússneskra hersveita þar að gæta friðar.Getty/Sergei Guneyev Vestræn ríki gripu í gær til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða, Donetsk og Luhansk, í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Man ekki eftir einum degi þar sem Rússar lifðu ekki við refsiaðgerðir Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, segir í yfirlýsingu sem birtist á Facebook-síðu sendiráðsins að refsiaðgerðirnar muni koma niður á alþjóðlegum fjármála- og orkumarkaði en sérstaklega á almenningi. „Refsiaðgerðir munu ekki leysa neitt er varðar Rússland. Það er erfitt að ímynda sér að nokkur maður í Washington telji að Rússland muni endurmeta utanríkisstefnu sína vegna einhverra refsiaðgerða,“ segir Antonov í yfirlýsingunni. „Ég man ekki eftir einum einasta degi þar sem ríkið mitt var án nokkurra refsiaðgerða fá Vesturveldunum. Við höfum lært að lifa undir þeim kringumstæðum. Og þá ekki bara að lifa af heldur líka að þróa ríki okkar. Það er ekki nokkur vafi um að refsiaðgerðirnar, sem beint er að okkur, munu koma niður á alþjóðlegum fjármála- og orkumarkaði. Bandaríkin eru ekki undanskilin því, þar sem almenningur mun finna fyrir áhrifum hækkandi verðlags.“ Beina spjótum sínum að rússneskum bönkum og auðmönnum Þjóðverjar riðu á vaðið í gær þegar Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti að Nord Stream 2 gasleiðslan yrði ekki opnuð að svo stöddu. Leiðsluna á að nota til að flytja jarðgas í miklu magni til Þýskalands og annarra Evrópuríkja, sem kaupa mikið gas af Rússlandi. Boris Johnson forsætisráðherra Breltands tilkynnti þá í gær að Bretar ætli að beita fimm rússneska banka og þrjá rússneska auðmenn refsiaðgerðum. Bankarnir eru Rossiayaz-banki, IS-banki, General-banki, Promsvyaz-banki og Svartahafsbankinn. Mennirnir þrír eru Gennady Timchenko, Igor Rotenberg og Boris Rotenberg. Eigur þeirra allra í Bretlandi hafa verið frystar og mönnunum meinað að ferðast þangað. Johnson tilkynnti að þetta væri aðeins fyrsta skrefið í refsiaðgerðum Breta vegna innrásar Rússlands í Úkraínu og að refsiaðgerðirnar yrðu verri ef Rússar geri frekari innrás. Bandaríkin, Evrópusambandið, Bretland, Ástralía, Kanada og Japan munu vera samstíga í refsiaðgerðum gegn Rússum þar sem rússneskir bankar og auðmenn verða fyrstir til að finna fyrir aðgerðunum. Þá beinast aðgerðirnar gegn aðgangi Rússa að fjármálamörkuðum, gegn öllum þingmönnum og ráðamönnum í Rússlandi. Átök í Úkraínu Bandaríkin Rússland Suður-Kórea Joe Biden Tengdar fréttir Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43 Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Þá hefur Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna afboðað fund með Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sem fara átti fram á morgun, fimmtudag. Hann segir í yfirlýsingu að fundurinn sé nú tilgangslaus, eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Yfirvöld í Suður-Kóreu íhuga nú að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum vegna stöðunnar í Úkraínu. Þau hafa þó útilokað að veita Úkraínumönnum hernaðaraðstoð. Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði á mánudag innrás í Úkraínu. Hann segir þó verkefni rússneskra hersveita þar að gæta friðar.Getty/Sergei Guneyev Vestræn ríki gripu í gær til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða, Donetsk og Luhansk, í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Man ekki eftir einum degi þar sem Rússar lifðu ekki við refsiaðgerðir Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, segir í yfirlýsingu sem birtist á Facebook-síðu sendiráðsins að refsiaðgerðirnar muni koma niður á alþjóðlegum fjármála- og orkumarkaði en sérstaklega á almenningi. „Refsiaðgerðir munu ekki leysa neitt er varðar Rússland. Það er erfitt að ímynda sér að nokkur maður í Washington telji að Rússland muni endurmeta utanríkisstefnu sína vegna einhverra refsiaðgerða,“ segir Antonov í yfirlýsingunni. „Ég man ekki eftir einum einasta degi þar sem ríkið mitt var án nokkurra refsiaðgerða fá Vesturveldunum. Við höfum lært að lifa undir þeim kringumstæðum. Og þá ekki bara að lifa af heldur líka að þróa ríki okkar. Það er ekki nokkur vafi um að refsiaðgerðirnar, sem beint er að okkur, munu koma niður á alþjóðlegum fjármála- og orkumarkaði. Bandaríkin eru ekki undanskilin því, þar sem almenningur mun finna fyrir áhrifum hækkandi verðlags.“ Beina spjótum sínum að rússneskum bönkum og auðmönnum Þjóðverjar riðu á vaðið í gær þegar Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti að Nord Stream 2 gasleiðslan yrði ekki opnuð að svo stöddu. Leiðsluna á að nota til að flytja jarðgas í miklu magni til Þýskalands og annarra Evrópuríkja, sem kaupa mikið gas af Rússlandi. Boris Johnson forsætisráðherra Breltands tilkynnti þá í gær að Bretar ætli að beita fimm rússneska banka og þrjá rússneska auðmenn refsiaðgerðum. Bankarnir eru Rossiayaz-banki, IS-banki, General-banki, Promsvyaz-banki og Svartahafsbankinn. Mennirnir þrír eru Gennady Timchenko, Igor Rotenberg og Boris Rotenberg. Eigur þeirra allra í Bretlandi hafa verið frystar og mönnunum meinað að ferðast þangað. Johnson tilkynnti að þetta væri aðeins fyrsta skrefið í refsiaðgerðum Breta vegna innrásar Rússlands í Úkraínu og að refsiaðgerðirnar yrðu verri ef Rússar geri frekari innrás. Bandaríkin, Evrópusambandið, Bretland, Ástralía, Kanada og Japan munu vera samstíga í refsiaðgerðum gegn Rússum þar sem rússneskir bankar og auðmenn verða fyrstir til að finna fyrir aðgerðunum. Þá beinast aðgerðirnar gegn aðgangi Rússa að fjármálamörkuðum, gegn öllum þingmönnum og ráðamönnum í Rússlandi.
Átök í Úkraínu Bandaríkin Rússland Suður-Kórea Joe Biden Tengdar fréttir Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43 Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43
Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20
Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02