Haukur Helgi: Við erum með hörkulið núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 11:00 Haukur Helgi Pálsson er kominn af stað á ný og verður með íslenska landsliðinu í þessu verkefni. Stöð2 Sport Haukur Helgi Pálsson leikur vonandi sinn fyrsta landsleik í 1099 daga þegar Ísland spilar við Ítali á Ásvöllum. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta endurheimtir lykilmann þegar Ítalir koma í heimasókn á Ásvelli annað kvöld. Haukur Helgi Pálsson er búinn að ná sér af meiðslunum sem héldu honum frá keppni í meira en hálft ár. Haukur Helgi er nú kominn á fullt með Njarðvíkingum og mun spila sinn fyrsta landsleik síðan í febrúar 2019 eða í meira en þrjú ár. Guðjón Guðmundsson hitti Hauk Helga á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður annað kvöld. Klippa: Gaupi ræddi við Hauk Helga „Það er alltaf gaman að vera í landsliðinu, geta gefið kost á sér og fá að hitta strákana og svona. Ég er því mjög hress,“ sagði Haukur Helgi Pálsson við Gaupa. Íslenska liðið er nálægt því að stilla upp sínu sterkasta liði í fyrsta skiptið í langan tíma. „Já algjörlega. Ég er bara hjartanlega sammála þér þar. Við erum allir vel stemmdir hérna líka og lítum ágætlega út á æfingum. Við förum inn í þetta og ætlum að taka það sem gefst. Ég myndi segja að við erum með hörkulið núna,“ sagði Haukur Helgi. Mótherjarnir eru Ítalir og verkefnið er því af stærri gerðinni. „Þótt að þessar aðalsleggjur þeirra séu ekki með þá eru þeir með það mikið af úrvali og flottum leikmönnum sem geta spilað. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Haukur en hvað þurfa íslensku strákarnir að varast á móti liði eins og Ítalíu? „Við verðum kannski í smá basli með stærðina eins og við höfum alltaf verið. Við vinnum það upp á krafti og samheldni. Ég held að það verði bara baráttan,“ sagði Haukur en hver er staðan á Hauki sjálfum. Er hann kominn í það stand sem hann vill vera? „Nei ég get ekki sagt það en ég er allur að koma til. Ég verð betri og betri með hverri viku og ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa,“ sagði Haukur. „Ég held að hausinn sé kominn en skrokkurinn vill ekki alltaf fylgja hausnum akkúrat núna en mér líður ágætlega,“ sagði Haukur. HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Fleiri fréttir Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta endurheimtir lykilmann þegar Ítalir koma í heimasókn á Ásvelli annað kvöld. Haukur Helgi Pálsson er búinn að ná sér af meiðslunum sem héldu honum frá keppni í meira en hálft ár. Haukur Helgi er nú kominn á fullt með Njarðvíkingum og mun spila sinn fyrsta landsleik síðan í febrúar 2019 eða í meira en þrjú ár. Guðjón Guðmundsson hitti Hauk Helga á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður annað kvöld. Klippa: Gaupi ræddi við Hauk Helga „Það er alltaf gaman að vera í landsliðinu, geta gefið kost á sér og fá að hitta strákana og svona. Ég er því mjög hress,“ sagði Haukur Helgi Pálsson við Gaupa. Íslenska liðið er nálægt því að stilla upp sínu sterkasta liði í fyrsta skiptið í langan tíma. „Já algjörlega. Ég er bara hjartanlega sammála þér þar. Við erum allir vel stemmdir hérna líka og lítum ágætlega út á æfingum. Við förum inn í þetta og ætlum að taka það sem gefst. Ég myndi segja að við erum með hörkulið núna,“ sagði Haukur Helgi. Mótherjarnir eru Ítalir og verkefnið er því af stærri gerðinni. „Þótt að þessar aðalsleggjur þeirra séu ekki með þá eru þeir með það mikið af úrvali og flottum leikmönnum sem geta spilað. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Haukur en hvað þurfa íslensku strákarnir að varast á móti liði eins og Ítalíu? „Við verðum kannski í smá basli með stærðina eins og við höfum alltaf verið. Við vinnum það upp á krafti og samheldni. Ég held að það verði bara baráttan,“ sagði Haukur en hver er staðan á Hauki sjálfum. Er hann kominn í það stand sem hann vill vera? „Nei ég get ekki sagt það en ég er allur að koma til. Ég verð betri og betri með hverri viku og ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa,“ sagði Haukur. „Ég held að hausinn sé kominn en skrokkurinn vill ekki alltaf fylgja hausnum akkúrat núna en mér líður ágætlega,“ sagði Haukur.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Fleiri fréttir Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni Sjá meira