Haukur Helgi: Við erum með hörkulið núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 11:00 Haukur Helgi Pálsson er kominn af stað á ný og verður með íslenska landsliðinu í þessu verkefni. Stöð2 Sport Haukur Helgi Pálsson leikur vonandi sinn fyrsta landsleik í 1099 daga þegar Ísland spilar við Ítali á Ásvöllum. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta endurheimtir lykilmann þegar Ítalir koma í heimasókn á Ásvelli annað kvöld. Haukur Helgi Pálsson er búinn að ná sér af meiðslunum sem héldu honum frá keppni í meira en hálft ár. Haukur Helgi er nú kominn á fullt með Njarðvíkingum og mun spila sinn fyrsta landsleik síðan í febrúar 2019 eða í meira en þrjú ár. Guðjón Guðmundsson hitti Hauk Helga á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður annað kvöld. Klippa: Gaupi ræddi við Hauk Helga „Það er alltaf gaman að vera í landsliðinu, geta gefið kost á sér og fá að hitta strákana og svona. Ég er því mjög hress,“ sagði Haukur Helgi Pálsson við Gaupa. Íslenska liðið er nálægt því að stilla upp sínu sterkasta liði í fyrsta skiptið í langan tíma. „Já algjörlega. Ég er bara hjartanlega sammála þér þar. Við erum allir vel stemmdir hérna líka og lítum ágætlega út á æfingum. Við förum inn í þetta og ætlum að taka það sem gefst. Ég myndi segja að við erum með hörkulið núna,“ sagði Haukur Helgi. Mótherjarnir eru Ítalir og verkefnið er því af stærri gerðinni. „Þótt að þessar aðalsleggjur þeirra séu ekki með þá eru þeir með það mikið af úrvali og flottum leikmönnum sem geta spilað. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Haukur en hvað þurfa íslensku strákarnir að varast á móti liði eins og Ítalíu? „Við verðum kannski í smá basli með stærðina eins og við höfum alltaf verið. Við vinnum það upp á krafti og samheldni. Ég held að það verði bara baráttan,“ sagði Haukur en hver er staðan á Hauki sjálfum. Er hann kominn í það stand sem hann vill vera? „Nei ég get ekki sagt það en ég er allur að koma til. Ég verð betri og betri með hverri viku og ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa,“ sagði Haukur. „Ég held að hausinn sé kominn en skrokkurinn vill ekki alltaf fylgja hausnum akkúrat núna en mér líður ágætlega,“ sagði Haukur. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta endurheimtir lykilmann þegar Ítalir koma í heimasókn á Ásvelli annað kvöld. Haukur Helgi Pálsson er búinn að ná sér af meiðslunum sem héldu honum frá keppni í meira en hálft ár. Haukur Helgi er nú kominn á fullt með Njarðvíkingum og mun spila sinn fyrsta landsleik síðan í febrúar 2019 eða í meira en þrjú ár. Guðjón Guðmundsson hitti Hauk Helga á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður annað kvöld. Klippa: Gaupi ræddi við Hauk Helga „Það er alltaf gaman að vera í landsliðinu, geta gefið kost á sér og fá að hitta strákana og svona. Ég er því mjög hress,“ sagði Haukur Helgi Pálsson við Gaupa. Íslenska liðið er nálægt því að stilla upp sínu sterkasta liði í fyrsta skiptið í langan tíma. „Já algjörlega. Ég er bara hjartanlega sammála þér þar. Við erum allir vel stemmdir hérna líka og lítum ágætlega út á æfingum. Við förum inn í þetta og ætlum að taka það sem gefst. Ég myndi segja að við erum með hörkulið núna,“ sagði Haukur Helgi. Mótherjarnir eru Ítalir og verkefnið er því af stærri gerðinni. „Þótt að þessar aðalsleggjur þeirra séu ekki með þá eru þeir með það mikið af úrvali og flottum leikmönnum sem geta spilað. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Haukur en hvað þurfa íslensku strákarnir að varast á móti liði eins og Ítalíu? „Við verðum kannski í smá basli með stærðina eins og við höfum alltaf verið. Við vinnum það upp á krafti og samheldni. Ég held að það verði bara baráttan,“ sagði Haukur en hver er staðan á Hauki sjálfum. Er hann kominn í það stand sem hann vill vera? „Nei ég get ekki sagt það en ég er allur að koma til. Ég verð betri og betri með hverri viku og ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa,“ sagði Haukur. „Ég held að hausinn sé kominn en skrokkurinn vill ekki alltaf fylgja hausnum akkúrat núna en mér líður ágætlega,“ sagði Haukur.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira