Mark Cuban: Doncic óstöðvandi eftir að hafa fengið aðeins að heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 07:31 Luka Doncic hefur verið frábær með Dallas Mavericks síðustu vikur og liðið hefur líka brunað upp töfluna. AP/Matthew Hinton Eigandi Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta er að sjálfsögðu ánægður með að vera með Slóvenann frábæra Luka Doncic í sínu liði en segir að það hafi orðið breyting á stjörnu liðsins um mitt tímabil. Doncic kom ekki í nærri því nógu góðu formi inn í tímabilið og fékk talsverða gagnrýni á líkamlegt atgervi sitt framan af vetri. „Ég held gagnrýnin hafi komið honum niður á jörðina. Hann var ekki hrifinn af því að vera gagnrýndur fyrir að vera of þungur og fann í framhaldinu agann sem verður að fylgja með,“ sagði Mark Cuban í þættinum 1310 The Ticket í Dallas. Mark Cuban attributes Luka Doncic's recent surge to All-Star starter snub, comments about weight gainhttps://t.co/AffUcOSvhF— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) February 22, 2022 „Allir íþróttamenn ganga í gegnum það að hlutirnir líta út fyrir að vera aðeins of auðveldir fyrir þá. Þú ert vanur því að vera bestur og átt auðvelt með að tryggja þér hrós. Svo þegar hlutirnir ganga ekki alveg eins og þú ætlaðir þá fær það þig til að endurskoða hlutina,“ sagði Cuban. Doncic viðurkennir að hafa slakað aðeins of mikið á eftir Ólympíuleikana með slóvenska landsliðinu og áður en hann mætti í æfingabúðirnar með Dallas. Hann mætti alltof þungur til leiks og það sást. Hann hefur síðan skafið af sér meira en sjö kíló. Það má líka sjá breytinguna á tölum Luka Doncic. Í fyrsta 21 leik tímabilsins þá var Doncic með 25,6 stig, 8,0 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali sem eru alls ekki slæmar tölur en Dallas liðið tapaði með 5,5 stigum að meðaltali þegar hann var inn á vellinum. Mark Cuban s comment that more disciplined Luka Doncic has been humbled is hardly news to Doncic https://t.co/GhS22hyPvm— Brad Townsend (@townbrad) February 22, 2022 Doncic hefur hins vegar skipt um gír síðan. Í síðustu 23 leikjum er hann með 29,3 stig, 10,3 fráköst og 9,4 stoðsendingar að meðaltali í leik og Dallas liðið er að vinna með 13 stigum að meðaltali þegar hann er inn á gólfinu. Doncic hækkaði þessar tölur enn frekar eftir að hann fékk ekkert atkvæði í kosningu blaðamanna á leikmönnum í Stjörnuleikinn. Í tíu leikjum síðan þá er hann með 35,4 stig, 10,3 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Hann veit hvað hann þarf að gera og áttaði sig loksins á því að til að verða bestur, og hann vill verða bestur, þá eru nokkur atriði sem hann þarf að vera með á hreinu. Síðan hann áttaði sig á því þá hefur hann verið óstöðvandi,“ sagði Mark Cuban. NBA Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Doncic kom ekki í nærri því nógu góðu formi inn í tímabilið og fékk talsverða gagnrýni á líkamlegt atgervi sitt framan af vetri. „Ég held gagnrýnin hafi komið honum niður á jörðina. Hann var ekki hrifinn af því að vera gagnrýndur fyrir að vera of þungur og fann í framhaldinu agann sem verður að fylgja með,“ sagði Mark Cuban í þættinum 1310 The Ticket í Dallas. Mark Cuban attributes Luka Doncic's recent surge to All-Star starter snub, comments about weight gainhttps://t.co/AffUcOSvhF— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) February 22, 2022 „Allir íþróttamenn ganga í gegnum það að hlutirnir líta út fyrir að vera aðeins of auðveldir fyrir þá. Þú ert vanur því að vera bestur og átt auðvelt með að tryggja þér hrós. Svo þegar hlutirnir ganga ekki alveg eins og þú ætlaðir þá fær það þig til að endurskoða hlutina,“ sagði Cuban. Doncic viðurkennir að hafa slakað aðeins of mikið á eftir Ólympíuleikana með slóvenska landsliðinu og áður en hann mætti í æfingabúðirnar með Dallas. Hann mætti alltof þungur til leiks og það sást. Hann hefur síðan skafið af sér meira en sjö kíló. Það má líka sjá breytinguna á tölum Luka Doncic. Í fyrsta 21 leik tímabilsins þá var Doncic með 25,6 stig, 8,0 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali sem eru alls ekki slæmar tölur en Dallas liðið tapaði með 5,5 stigum að meðaltali þegar hann var inn á vellinum. Mark Cuban s comment that more disciplined Luka Doncic has been humbled is hardly news to Doncic https://t.co/GhS22hyPvm— Brad Townsend (@townbrad) February 22, 2022 Doncic hefur hins vegar skipt um gír síðan. Í síðustu 23 leikjum er hann með 29,3 stig, 10,3 fráköst og 9,4 stoðsendingar að meðaltali í leik og Dallas liðið er að vinna með 13 stigum að meðaltali þegar hann er inn á gólfinu. Doncic hækkaði þessar tölur enn frekar eftir að hann fékk ekkert atkvæði í kosningu blaðamanna á leikmönnum í Stjörnuleikinn. Í tíu leikjum síðan þá er hann með 35,4 stig, 10,3 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Hann veit hvað hann þarf að gera og áttaði sig loksins á því að til að verða bestur, og hann vill verða bestur, þá eru nokkur atriði sem hann þarf að vera með á hreinu. Síðan hann áttaði sig á því þá hefur hann verið óstöðvandi,“ sagði Mark Cuban.
NBA Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira