Búið að losa flesta bílana sem festust á heiðinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2022 22:44 Fjöldi bíla sat fastur á Þrengslavegi og á Hellisheiði. Vísir/Vilhelm Vel hefur gengið að moka snjó frá þeim bílum sem festust í Þrengslunum og á Hellisheiði í gær. Björgunarsveitir unnu að því í dag og í kvöld að losa fjölda bifreiða sem setið hafa fastar. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Vegna veðurofsans sem reið yfir landið í gær sat fjöldi fólks fastur í bílum sínum á Þrengslaveginum og á Hellisheiði. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í grunnskólanum á Þorlákshöfn og í Hellisheiðarvirkjun, þangað sem fólk var flutt eftir að hafa fest bíla sína. Í dag hafa síðan skapast skilyrði til þess að grafa snjó undan og frá bílunum, sem gerði eigendum þeirra kleift að sækja þá. „Þetta voru rúmlega 70 bílar í Þrengslunum og á Hellisheiði sem björgunarsveitir unnu að því að moka frá og ferja ökumenn frá Reykjavík og að bílunum, og aðstoða við að komast í burtu. Þetta er búið að vera bara eðalbras í allan dag,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að um hundrað björgunarsveitarmenn hafi unnið að þessu í dag. „Það var mjög mikið af bílum og það þurfti að vinna þetta skipulega til að koma þeim í burtu, þar sem þeir voru allir hvor fyrir öðrum, sem tafði að hægt væri að moka veginn til að opna hann,“ segir Davíð. Búið sé að koma flestum bílunum í burtu, en einhverjir bílar hafi bilað. Þá þurfi að sækja með dráttarbíl. Hann segir samstarf björgunarsveita og Vegagerðarinnar hafa gengið vel. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar verða vegirnir um Þrengslin og Hellisheiði ekki opnaðir fyrr en á morgun. Davíð segir þá að nokkuð rólegt hafi verið hjá björgunarsveitum í kvöld, ef miðað er við sólarhringinn á undan. „Þetta kláraðist nú að miklu leyti eftir hádegi í dag, einhver verkefni enn á Norðurlandi seinni partinn, en ekki mörg útköll í kvöld. Það er bara verið að klára að vinda ofan af þessum verkefnum sem bárust okkur í gær í þessu veðri.“ Ölfus Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Samgöngur Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. Vegna veðurofsans sem reið yfir landið í gær sat fjöldi fólks fastur í bílum sínum á Þrengslaveginum og á Hellisheiði. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar í grunnskólanum á Þorlákshöfn og í Hellisheiðarvirkjun, þangað sem fólk var flutt eftir að hafa fest bíla sína. Í dag hafa síðan skapast skilyrði til þess að grafa snjó undan og frá bílunum, sem gerði eigendum þeirra kleift að sækja þá. „Þetta voru rúmlega 70 bílar í Þrengslunum og á Hellisheiði sem björgunarsveitir unnu að því að moka frá og ferja ökumenn frá Reykjavík og að bílunum, og aðstoða við að komast í burtu. Þetta er búið að vera bara eðalbras í allan dag,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að um hundrað björgunarsveitarmenn hafi unnið að þessu í dag. „Það var mjög mikið af bílum og það þurfti að vinna þetta skipulega til að koma þeim í burtu, þar sem þeir voru allir hvor fyrir öðrum, sem tafði að hægt væri að moka veginn til að opna hann,“ segir Davíð. Búið sé að koma flestum bílunum í burtu, en einhverjir bílar hafi bilað. Þá þurfi að sækja með dráttarbíl. Hann segir samstarf björgunarsveita og Vegagerðarinnar hafa gengið vel. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar verða vegirnir um Þrengslin og Hellisheiði ekki opnaðir fyrr en á morgun. Davíð segir þá að nokkuð rólegt hafi verið hjá björgunarsveitum í kvöld, ef miðað er við sólarhringinn á undan. „Þetta kláraðist nú að miklu leyti eftir hádegi í dag, einhver verkefni enn á Norðurlandi seinni partinn, en ekki mörg útköll í kvöld. Það er bara verið að klára að vinda ofan af þessum verkefnum sem bárust okkur í gær í þessu veðri.“
Ölfus Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Samgöngur Veður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent