Pútín viðurkennir sjálfstæði Luhansk og Donetsk Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2022 19:02 Vladimir Pútín. Mikhail Svetlov/Getty Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun um viðurkenningu Rússlands á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk í austurhluta Úkraínu. Hann sagði í ávarpi í kvöld að Úkraína ætti sér enga sögu um að vera raunveruleg þjóð. „Ég tel nauðsynlegt að taka ákvörðun, sem hefur verið frestað of lengi, um að viðurkenna tafarlaust sjálfstæði og fullveldi alþýðulýðveldisins Donetsk og alþýðulýðveldisins Luhansk.,“ sagði Vladimir Pútín í lok langs ávarps síns til rússnesku þjóðarinnar rétt í þessu. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir yfirlýsinguna ekki þýða að stríð sé að bresta á. „Ég myndi segja að þessi yfirlýsing þýði það að þessi héröð í Úkraínu séu endanlega komin undir járnhæl ráðamanna í Kreml,“ segir hann í samtali við Vísi. Luhansk og Donetsk hafi verið undir eigin stjórn frá 2014 og notið dyggs stuðnings Rússlands, bæði hernaðarlega og efnahagslega. „Þetta er í raun og veru bara staðfesting á þessum raunveruleika sem hefur verið til staðar síðustu átta ár, að þessi héröð séu undir raunverulegri stjórn Rússa og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu,“ segir Baldur. Það alvarlegasta við ákvörðun Pútíns sé að enn á ný sé Rússland að hrifsa til sín landsvæði Úkraínu en það gerðu þeir síðast á Krímskaga. „Sá öryggissáttmáli sem Rússland samþykkti með aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins eftir lok Kalda stríðsins er ekki lengur virtur af hálfu Rússlands,“ segir Baldur. Þá segir hann að yfirlýsing Pútíns þýði alls ekki að héröðin verði raunveruleg sjálfstæð ríki. „Þau munu í raun ekki vera fúnkerandi sem sjálfstæð ríki. Þau munu ekki fá viðurkenningu þorra ríkja heims, þau munu ekki fá aðild að Sameinuðu þjóðunum. Þannig þetta verða bara lepphéröð rússneskra stjórnvalda,“ segir Baldur að lokum. Leiðtogar óánægðir með Pútín Í tilkynningu frá yfirvöldum í Kreml segir að Vladimir Pútín hafi tjáð leiðtogum Frakklands og Þýskalands að hann myndi viðurkenna sjálfstæði Luhansk og Donetsk, að því er segir í frétt The Guardian. Þá segir að Olaf Scholtz Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafi lýst yfir vonbrigðum sínum með þróunina en að þeir séu tilbúnir til að halda viðræðum áfram. Scholtz sagði fyrr í dag að viðurkenning sjálfstæðis héraðanna tveggja væri gróft brot á Minsk-samkomulaginu frá 2015 sem ætlað var að stilla friðinn milli Rússlands og Úkraínu. Boris Johnson, forsætisráðherra Englands, segir að viðurkenning sjálfstæðis héraðanna sé klárt brot á alþjóðalögum. „Það er brot gegn sjálfstæði Úkraínu og Minsk-samingnum og ég held að það boði ekki gott,“ segir hann. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tekur undir með Johnson og segir viðurkenninguna skýrt brot á alþjóðalögum, landhelgi Úkraínu og Minsk-samningnum. „Evrópusambandið og bandamenn þess munu bregðast við af samheldni, hörku og ákveðni í samstöðu með Úkraínu,“ segir hún. Lenín hafi skapað Úkraínu Pútín ávarpaði þjóð sína í kvöld en í ávarpinu fór hann helst farið yfir samskipti Úkraínu og Rússlands í gegn um tíðina. Hann segir Vladimir Lenín hafa verið höfund og skapara Úkraínu og það hafa verið mistök þegar Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovíetríkjanna. 26. desember síðasta árs markaði þrjátíu ára afmæli falls Sovíetríkjanna. Þá segir Rússlandsforseti að engin hefð sé fyrir sjálfstæði Úkraínu. „Úkraínuríki er byggt á því að afneita öllu sem tengist okkur, söguvitund milljóna manna,“ segir hann. Þá segir hann eitt markmiða sinna vera að koma í veg fyrir að Úkraína fái inngöngu í Atlantshafsbandalagið og að Bandaríkin og NATÓ hafi gert Úkraínu að stríðsvelli. Pútín undirritaði rétt í þessu tilskipun um viðurkenningu sjálfstæðis héraðanna ásamt samkomulagi við leiðtoga héraðanna tveggja um vináttu og samstarf þeirra við Rússland. TV then immediately cuts to Putin in the Kremlin signing decrees doing just that, with the separatist leaders in tow.He's also signing agreements about "friendship and mutual aid" with both republics. pic.twitter.com/JkYQDUtQ0I— max seddon (@maxseddon) February 21, 2022 Spennan aukist jafnt og þétt Varnarmálaráðherra Bretlands segir að forseti Rússlands ætli sér að ráðast inn í Úkraínu. Rússlandsher heldur áfram að safnast að landamærum Úkraínu. Utanríkisráðherra segir að verði af leiðtogafundi milli forseta Bandaríkjanna og Rússlands gæti enn verið von fyrir diplómatíska lausn. Spennan milli Úkraínu og Rússlands hélt áfram að aukast í dag þrátt fyrir fregnir af því í morgun að Bandaríkjaforseti hafi í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. Forsendan væri hins vegar að Rússar réðust ekki inn í landið. Rússlensk stjórnvöld sögðu svo síðar í dag að ekki væri búið að ákveða neitt um fundinn. Hins vegar hittast utanríkisráðherra Rússlands og Frakklands til að ræða stöðuna síðar í vikunni. Utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, sem stödd er í Lundúnum til að ræða stöðuna segir jákvætt ef leiðtogarnir ná að hittast en ástandið sé hins vegar þegar orðið grafalvarlegt. Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
„Ég tel nauðsynlegt að taka ákvörðun, sem hefur verið frestað of lengi, um að viðurkenna tafarlaust sjálfstæði og fullveldi alþýðulýðveldisins Donetsk og alþýðulýðveldisins Luhansk.,“ sagði Vladimir Pútín í lok langs ávarps síns til rússnesku þjóðarinnar rétt í þessu. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir yfirlýsinguna ekki þýða að stríð sé að bresta á. „Ég myndi segja að þessi yfirlýsing þýði það að þessi héröð í Úkraínu séu endanlega komin undir járnhæl ráðamanna í Kreml,“ segir hann í samtali við Vísi. Luhansk og Donetsk hafi verið undir eigin stjórn frá 2014 og notið dyggs stuðnings Rússlands, bæði hernaðarlega og efnahagslega. „Þetta er í raun og veru bara staðfesting á þessum raunveruleika sem hefur verið til staðar síðustu átta ár, að þessi héröð séu undir raunverulegri stjórn Rússa og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu,“ segir Baldur. Það alvarlegasta við ákvörðun Pútíns sé að enn á ný sé Rússland að hrifsa til sín landsvæði Úkraínu en það gerðu þeir síðast á Krímskaga. „Sá öryggissáttmáli sem Rússland samþykkti með aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins eftir lok Kalda stríðsins er ekki lengur virtur af hálfu Rússlands,“ segir Baldur. Þá segir hann að yfirlýsing Pútíns þýði alls ekki að héröðin verði raunveruleg sjálfstæð ríki. „Þau munu í raun ekki vera fúnkerandi sem sjálfstæð ríki. Þau munu ekki fá viðurkenningu þorra ríkja heims, þau munu ekki fá aðild að Sameinuðu þjóðunum. Þannig þetta verða bara lepphéröð rússneskra stjórnvalda,“ segir Baldur að lokum. Leiðtogar óánægðir með Pútín Í tilkynningu frá yfirvöldum í Kreml segir að Vladimir Pútín hafi tjáð leiðtogum Frakklands og Þýskalands að hann myndi viðurkenna sjálfstæði Luhansk og Donetsk, að því er segir í frétt The Guardian. Þá segir að Olaf Scholtz Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafi lýst yfir vonbrigðum sínum með þróunina en að þeir séu tilbúnir til að halda viðræðum áfram. Scholtz sagði fyrr í dag að viðurkenning sjálfstæðis héraðanna tveggja væri gróft brot á Minsk-samkomulaginu frá 2015 sem ætlað var að stilla friðinn milli Rússlands og Úkraínu. Boris Johnson, forsætisráðherra Englands, segir að viðurkenning sjálfstæðis héraðanna sé klárt brot á alþjóðalögum. „Það er brot gegn sjálfstæði Úkraínu og Minsk-samingnum og ég held að það boði ekki gott,“ segir hann. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tekur undir með Johnson og segir viðurkenninguna skýrt brot á alþjóðalögum, landhelgi Úkraínu og Minsk-samningnum. „Evrópusambandið og bandamenn þess munu bregðast við af samheldni, hörku og ákveðni í samstöðu með Úkraínu,“ segir hún. Lenín hafi skapað Úkraínu Pútín ávarpaði þjóð sína í kvöld en í ávarpinu fór hann helst farið yfir samskipti Úkraínu og Rússlands í gegn um tíðina. Hann segir Vladimir Lenín hafa verið höfund og skapara Úkraínu og það hafa verið mistök þegar Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovíetríkjanna. 26. desember síðasta árs markaði þrjátíu ára afmæli falls Sovíetríkjanna. Þá segir Rússlandsforseti að engin hefð sé fyrir sjálfstæði Úkraínu. „Úkraínuríki er byggt á því að afneita öllu sem tengist okkur, söguvitund milljóna manna,“ segir hann. Þá segir hann eitt markmiða sinna vera að koma í veg fyrir að Úkraína fái inngöngu í Atlantshafsbandalagið og að Bandaríkin og NATÓ hafi gert Úkraínu að stríðsvelli. Pútín undirritaði rétt í þessu tilskipun um viðurkenningu sjálfstæðis héraðanna ásamt samkomulagi við leiðtoga héraðanna tveggja um vináttu og samstarf þeirra við Rússland. TV then immediately cuts to Putin in the Kremlin signing decrees doing just that, with the separatist leaders in tow.He's also signing agreements about "friendship and mutual aid" with both republics. pic.twitter.com/JkYQDUtQ0I— max seddon (@maxseddon) February 21, 2022 Spennan aukist jafnt og þétt Varnarmálaráðherra Bretlands segir að forseti Rússlands ætli sér að ráðast inn í Úkraínu. Rússlandsher heldur áfram að safnast að landamærum Úkraínu. Utanríkisráðherra segir að verði af leiðtogafundi milli forseta Bandaríkjanna og Rússlands gæti enn verið von fyrir diplómatíska lausn. Spennan milli Úkraínu og Rússlands hélt áfram að aukast í dag þrátt fyrir fregnir af því í morgun að Bandaríkjaforseti hafi í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. Forsendan væri hins vegar að Rússar réðust ekki inn í landið. Rússlensk stjórnvöld sögðu svo síðar í dag að ekki væri búið að ákveða neitt um fundinn. Hins vegar hittast utanríkisráðherra Rússlands og Frakklands til að ræða stöðuna síðar í vikunni. Utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, sem stödd er í Lundúnum til að ræða stöðuna segir jákvætt ef leiðtogarnir ná að hittast en ástandið sé hins vegar þegar orðið grafalvarlegt.
Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira