Blöskrar að fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi á samfélagsmiðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 21:23 Alma Björk Ástþórsdóttir. Vísir/Einar Baráttukonu fyrir réttindum barna í skólakerfinu blöskrar umræða um mál fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla sem lenti í átökum við kennara. Fólk leyfi sér að réttlæta ofbeldi gegn börnum á samfélagsmiðlum en líti fram hjá hinu raunverulega vandamáli: kerfi sem bregðist börnum í vanda. Foreldrar stúlkunnar röktu sína hlið málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Kennara við Dalvíkurskóla var sagt upp störfum í fyrra eftir að hafa löðrungað dóttur þeirra en var í síðustu viku dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem stúlkan hefði slegið kennarann á undan. Foreldrarnir gagnrýndu sérstaklega óvægna umræðu sem dóttir þeirra hefði þurft að þola á samfélagsmiðlum - og undir þetta tekur Alma Björk Ástþórsdóttir, stofnandi hópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu. „Þarna er bara verið að leggja lítið barn í einelti, hún er þrettán ára þegar þetta gerist skilst mér og fjórtán ára í dag. Mynduð þið segja þetta fyrir framan fjórtán ára gamla stelpu í dag, sem er þegar í mikilli vanlíðan?“ Alltaf eitthvað undirliggjandi Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá nokkur af ummælunum sem fallið hafa við fréttir af málinu á samfélagsmiðlum. Þar er fólki tíðrætt um meint virðingarleysi af hálfu unglinga í garð til dæmis kennara og því jafnvel fagnað að kennarinn hafi slegið á móti. „Manni blöskrar að fólk geti með einhverjum hætti réttlætt ofbeldi gegn barni, því að það að slá er ekkert annað en ofbeldi“ Hún segir að svo virðist sem fólk eigi oft auðveldara með að sætta sig við ofbeldi gegn börnum í þessu samhengi en ef fullorðnir ættu í hlut. Þá gleymist oft að taka það með í reikninginn að börn sem láta illa í skóla hafi fallið milli skips og bryggju í því sem hún kallar gallað kerfi. „Við verðum líka að muna það að þegar barn sýnir óæskilega hegðun, þá er alltaf einhver undirliggjandi þáttur.“ Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Foreldrar stúlkunnar röktu sína hlið málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Kennara við Dalvíkurskóla var sagt upp störfum í fyrra eftir að hafa löðrungað dóttur þeirra en var í síðustu viku dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem stúlkan hefði slegið kennarann á undan. Foreldrarnir gagnrýndu sérstaklega óvægna umræðu sem dóttir þeirra hefði þurft að þola á samfélagsmiðlum - og undir þetta tekur Alma Björk Ástþórsdóttir, stofnandi hópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna í skólakerfinu. „Þarna er bara verið að leggja lítið barn í einelti, hún er þrettán ára þegar þetta gerist skilst mér og fjórtán ára í dag. Mynduð þið segja þetta fyrir framan fjórtán ára gamla stelpu í dag, sem er þegar í mikilli vanlíðan?“ Alltaf eitthvað undirliggjandi Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá nokkur af ummælunum sem fallið hafa við fréttir af málinu á samfélagsmiðlum. Þar er fólki tíðrætt um meint virðingarleysi af hálfu unglinga í garð til dæmis kennara og því jafnvel fagnað að kennarinn hafi slegið á móti. „Manni blöskrar að fólk geti með einhverjum hætti réttlætt ofbeldi gegn barni, því að það að slá er ekkert annað en ofbeldi“ Hún segir að svo virðist sem fólk eigi oft auðveldara með að sætta sig við ofbeldi gegn börnum í þessu samhengi en ef fullorðnir ættu í hlut. Þá gleymist oft að taka það með í reikninginn að börn sem láta illa í skóla hafi fallið milli skips og bryggju í því sem hún kallar gallað kerfi. „Við verðum líka að muna það að þegar barn sýnir óæskilega hegðun, þá er alltaf einhver undirliggjandi þáttur.“
Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira