Bíða eftir afdrifaríku svari Pútíns á meðan spennan magnast við landamæri Úkraínu Eiður Þór Árnason skrifar 21. febrúar 2022 16:39 Úkraínskir landamæraverðir við eftirlitsstöð mitt á milli yfirráðasvæðis úkraínska stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum. AP/Evgeniy Maloletka Vladimir Pútin, forseti Rússlands, íhugar nú hvort hann muni svara ákalli um að viðurkenna sjálfstæði tveggja héraða í austanverðri Úkraínu. Þessu lýsti hann yfir á fundi með öryggisráði sínu í dag. Talið er að slík viðurkenning gæti aukið spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu til muna og opna fyrir frekari flutning rússnesks herliðs til Úkraínu. Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk, sem studdir eru af Rússum, báðu Rússlandsforseta um að viðurkenna sjálfstæði svæðanna í yfirlýsingu sem var send út í rússneska ríkissjónvarpinu í dag. Að sögn Pútíns verður ákvörðun tekin um slíkt síðar í dag. Að sögn New York Times telja bandarískir ráðamenn að Rússar séu nú með 190 þúsund manna herlið í og við Úkraínu, þar á meðal í Luhansk og Donetsk. Segja allt til reiðu The Guardian fullyrðir að ráðamenn á Vesturlöndum telji líklegt að Pútín sé reiðubúinn til að ráðast inn í Úkraínu þar sem fleiri hermenn færist nú nær landamærum landsins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Miðilinn hefur jafnframt eftir ráðamönnum að þeir telji ekki loku fyrir það skotið að eiga diplómatískar viðræður við Rússa en að áframhaldandi hersöfnun bendi ekki til að það dragi úr spennu á svæðinu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu í dag að Rússlandsforseti stefni enn á að hefja innrás inn í Úkraínu. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur gefið út að hann hyggist hitta Jean-Yves Le Drian, franskan starfsbróðir sinn, á fimmtudag. Talið er að fundur þeirra geti lagt grundvöll að fundi Rússlandsforseta með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. 21. febrúar 2022 14:03 Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. 21. febrúar 2022 11:57 Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Talið er að slík viðurkenning gæti aukið spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu til muna og opna fyrir frekari flutning rússnesks herliðs til Úkraínu. Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk, sem studdir eru af Rússum, báðu Rússlandsforseta um að viðurkenna sjálfstæði svæðanna í yfirlýsingu sem var send út í rússneska ríkissjónvarpinu í dag. Að sögn Pútíns verður ákvörðun tekin um slíkt síðar í dag. Að sögn New York Times telja bandarískir ráðamenn að Rússar séu nú með 190 þúsund manna herlið í og við Úkraínu, þar á meðal í Luhansk og Donetsk. Segja allt til reiðu The Guardian fullyrðir að ráðamenn á Vesturlöndum telji líklegt að Pútín sé reiðubúinn til að ráðast inn í Úkraínu þar sem fleiri hermenn færist nú nær landamærum landsins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Miðilinn hefur jafnframt eftir ráðamönnum að þeir telji ekki loku fyrir það skotið að eiga diplómatískar viðræður við Rússa en að áframhaldandi hersöfnun bendi ekki til að það dragi úr spennu á svæðinu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu í dag að Rússlandsforseti stefni enn á að hefja innrás inn í Úkraínu. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur gefið út að hann hyggist hitta Jean-Yves Le Drian, franskan starfsbróðir sinn, á fimmtudag. Talið er að fundur þeirra geti lagt grundvöll að fundi Rússlandsforseta með Emmanuel Macron, forseta Frakklands.
Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. 21. febrúar 2022 14:03 Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. 21. febrúar 2022 11:57 Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. 21. febrúar 2022 14:03
Engin niðurnegld áform um leiðtogafund að sögn Rússa Rússnesk yfirvöld segja að sem stendur séu engin niðurnegld áform um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kollegi hans frá Bandaríkjunum, Joe Biden, hittist á leiðtogafundi til að ræða spennuna á landamærum Rússlands og Úkraínu. 21. febrúar 2022 11:57
Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57
Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35