Finnst þau hafa verið svo gott sem nafngreind eftir tilkynningu Kennarasambandsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 10:06 Magnea Rún Magnúsdóttir og Kristján Már Þorsteinsson. Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri hans, gagnrýna Kennarasambandið fyrir að hafa svo gott sem nafngreint dóttur þeirra í tilkynningu um málið. Þau hafi neyðst til að segja sögu dóttur sinnar vegna óvæginnar umræðu. Málið vakti talsverða athygli í vikunni en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi kennaranum átta milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar frá skólanum. Kennaranum var sagt upp eftir að hann rak nemanda löðrung en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem nemandinn hefði sjálfur slegið kennarann á undan. Kennarasamband Íslands fjallaði um niðurstöðu dómsins á vef sínum áður en hann var birtur, þar sem Dalvíkurskóli er nafngreindur og málavöxtum lýst ítarlega. Foreldrar nemandans telja þetta ámælisverða framsetningu og telja kennarann jafnframt hafa gerst sekan um trúnaðarbrest með því að ræða atvikið við aðra nemendur og nafngreina dóttur þeirra. „Dalvíkurbyggð kemur ekki fram eða Dalvíkurskóli kemur ekki fram í dómnum sjálfum,“ segir Magnea Rún Magnúsdóttir móðir stúlkunnar. „En einhverra hluta vegna fann Kennarasambandið sig knúið að tiltaka að þetta væri Dalvíkurbyggð og þar með var búið að benda á dóttur okkar því við búum hér í litlu 2000 manna samfélagi og þar með gátu allir lesið á milli línanna,“ segir Kristján Már Þorsteinsson, faðir stúlkunnar. Blöskraði umræðan um dótturina Þess vegna hafi þau fundið sig knúin, með samþykki dóttur sinnar, að birta pistil um sína hlið málsins. Þau lýsa því til að mynda í pistlinum að dóttir þeirra hafi í aðdraganda atviksins gengið í gegnum mikið þunglyndi og sjálfsskaðahugsanir. Það hafi tekið gríðarlega á þau og dóttur þeirra að lesa í athugasemdakerfum að hún væri forhertur vandræðagemlingur og óalandi nemandi - og sumir beinlínis hvatt til þeirrar hegðunar sem kennarinn sýndi af sér. „Þetta er það nýtilkomið að við tökum ekki einu sinni dag fyrir dag heldur klukkutíma fyrir klukkutíma,“ segir Kristján. Þá hafi þau fundið fyrir miklum stuðningi eftir að þau stigu fram. „Og bara alls konar reynslusögur af fólki sem hefur lent í kennurum og allavega, án þess að ég sé að niðra þessa stétt á nokkurn hátt,“ segir Kristján. „Þeirra starf er mjög óeigingjarnt og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en það þarf eitthvað að breytast í þessu klukkuverki,“ segir Magnea. Dalvíkurbyggð Dómsmál Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 „Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Málið vakti talsverða athygli í vikunni en Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi kennaranum átta milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar frá skólanum. Kennaranum var sagt upp eftir að hann rak nemanda löðrung en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti kinnhestinn í heildarsamhengi, þar sem nemandinn hefði sjálfur slegið kennarann á undan. Kennarasamband Íslands fjallaði um niðurstöðu dómsins á vef sínum áður en hann var birtur, þar sem Dalvíkurskóli er nafngreindur og málavöxtum lýst ítarlega. Foreldrar nemandans telja þetta ámælisverða framsetningu og telja kennarann jafnframt hafa gerst sekan um trúnaðarbrest með því að ræða atvikið við aðra nemendur og nafngreina dóttur þeirra. „Dalvíkurbyggð kemur ekki fram eða Dalvíkurskóli kemur ekki fram í dómnum sjálfum,“ segir Magnea Rún Magnúsdóttir móðir stúlkunnar. „En einhverra hluta vegna fann Kennarasambandið sig knúið að tiltaka að þetta væri Dalvíkurbyggð og þar með var búið að benda á dóttur okkar því við búum hér í litlu 2000 manna samfélagi og þar með gátu allir lesið á milli línanna,“ segir Kristján Már Þorsteinsson, faðir stúlkunnar. Blöskraði umræðan um dótturina Þess vegna hafi þau fundið sig knúin, með samþykki dóttur sinnar, að birta pistil um sína hlið málsins. Þau lýsa því til að mynda í pistlinum að dóttir þeirra hafi í aðdraganda atviksins gengið í gegnum mikið þunglyndi og sjálfsskaðahugsanir. Það hafi tekið gríðarlega á þau og dóttur þeirra að lesa í athugasemdakerfum að hún væri forhertur vandræðagemlingur og óalandi nemandi - og sumir beinlínis hvatt til þeirrar hegðunar sem kennarinn sýndi af sér. „Þetta er það nýtilkomið að við tökum ekki einu sinni dag fyrir dag heldur klukkutíma fyrir klukkutíma,“ segir Kristján. Þá hafi þau fundið fyrir miklum stuðningi eftir að þau stigu fram. „Og bara alls konar reynslusögur af fólki sem hefur lent í kennurum og allavega, án þess að ég sé að niðra þessa stétt á nokkurn hátt,“ segir Kristján. „Þeirra starf er mjög óeigingjarnt og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en það þarf eitthvað að breytast í þessu klukkuverki,“ segir Magnea.
Dalvíkurbyggð Dómsmál Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12 „Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43 Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Stíga fram fyrir dóttur sína sem kennarinn löðrungaði Foreldrar fjórtán ára stúlku í Dalvíkurskóla, sem lenti í átökum við kennara skólans sem lyktaði með brottrekstri kennarans, gera alvarlegar athugasemdir við umræðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Mikilvægt sé að hlið dóttur þeirra, sem glímt hafi við alvarleg andleg veikindi og vanlíðan, komi fram. 20. febrúar 2022 14:12
„Kennari bæði sviptur ærunni og lífsviðurværi“ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara segir að áminning í starfi hefði verið meira viðeigandi en brottrekstur í máli kennarans á Dalvík. 18. febrúar 2022 14:43
Kennari rekinn eftir stimpingar við nemanda og fær bætur Grunnskólakennara við Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa lent í stimpingum við nemanda skólans. 17. febrúar 2022 22:10