Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. febrúar 2022 06:57 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Getty/Peter Klaunzer Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. Það eru Frakkar sem stinga upp á leiðtogafundinum en Hvíta húsið hefur þegar sagt að fundurinn geti aðeins farið fram ráðist Rússar ekki inn í Úkraínu. Hugmyndin með fundi leiðtogana er að reyna að leysa deiluna sem nú er uppi en spennan á svæðinu hefur ekki verið eins mikil síðan á dögum kalda stríðsins. Tillaga Frakka var lögð fram eftir að Emmanuel Macron forseti hafði rætt við Pútín í síma á tveimur fundum í rúma þrjá klukkutíma samtals. Þá hefur Macron einnig rætt hugmyndina við Biden forseta og til stendur að ræða nánari útlistun fundarins þegar utanríkisráðherrarnir Antony Blinken og Sergei Lavrov hittast á fimmtudag. hernaðurEnn eru uppi miklar áhyggjur um að Rússar ráðist inn í Úkraínu en nú eru meira en 150 þúsund rússneskir hermenn staðsettir við landamærin að Úkraínu ef marka má áætlun Bandaríkjamanna. Pútín hefur samþykkt að diplómatísk lausn gangi fyrir. Rússar hafa lýst því yfir við Frakka að þeir muni gera allt sem þeir geti til að tryggja að hægt verði að halda leiðtogafund á næstu dögum. Stjórnvöld í Rússlandi hafa kennt Úkraínumönnum um aukna spennu milli ríkjanna og aukinn viðbúnað. Úkraínumenn hafa hafnað ábyrgð og sagt yfirvöld í Moskvu leggja sig fram um að auka viðbúnað á landamærunum í þeirri von að Úkraínumenn svari í sömu mynt. Rússnesk stjórnvöld segja í yfirlýsingu að engar áætlanir séu um leiðtogafund Pútins og Bidens að svo stöddu. The Kremlin says that there are "no concrete plans yet" for a meeting between Russian President Vladimir Putin and U.S. President Joe BidenFor more on this and other news visit https://t.co/8OWd2TvLrt— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) February 21, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35 Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi á næstu dögum og hefði hörmulegar afleiðingar, að mati leiðtoga sem sótt hafa öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Íslenskur sérfræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað Pútín ætli sér. 19. febrúar 2022 20:50 Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands. 19. febrúar 2022 10:32 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Það eru Frakkar sem stinga upp á leiðtogafundinum en Hvíta húsið hefur þegar sagt að fundurinn geti aðeins farið fram ráðist Rússar ekki inn í Úkraínu. Hugmyndin með fundi leiðtogana er að reyna að leysa deiluna sem nú er uppi en spennan á svæðinu hefur ekki verið eins mikil síðan á dögum kalda stríðsins. Tillaga Frakka var lögð fram eftir að Emmanuel Macron forseti hafði rætt við Pútín í síma á tveimur fundum í rúma þrjá klukkutíma samtals. Þá hefur Macron einnig rætt hugmyndina við Biden forseta og til stendur að ræða nánari útlistun fundarins þegar utanríkisráðherrarnir Antony Blinken og Sergei Lavrov hittast á fimmtudag. hernaðurEnn eru uppi miklar áhyggjur um að Rússar ráðist inn í Úkraínu en nú eru meira en 150 þúsund rússneskir hermenn staðsettir við landamærin að Úkraínu ef marka má áætlun Bandaríkjamanna. Pútín hefur samþykkt að diplómatísk lausn gangi fyrir. Rússar hafa lýst því yfir við Frakka að þeir muni gera allt sem þeir geti til að tryggja að hægt verði að halda leiðtogafund á næstu dögum. Stjórnvöld í Rússlandi hafa kennt Úkraínumönnum um aukna spennu milli ríkjanna og aukinn viðbúnað. Úkraínumenn hafa hafnað ábyrgð og sagt yfirvöld í Moskvu leggja sig fram um að auka viðbúnað á landamærunum í þeirri von að Úkraínumenn svari í sömu mynt. Rússnesk stjórnvöld segja í yfirlýsingu að engar áætlanir séu um leiðtogafund Pútins og Bidens að svo stöddu. The Kremlin says that there are "no concrete plans yet" for a meeting between Russian President Vladimir Putin and U.S. President Joe BidenFor more on this and other news visit https://t.co/8OWd2TvLrt— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) February 21, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35 Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi á næstu dögum og hefði hörmulegar afleiðingar, að mati leiðtoga sem sótt hafa öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Íslenskur sérfræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað Pútín ætli sér. 19. febrúar 2022 20:50 Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands. 19. febrúar 2022 10:32 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35
Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi á næstu dögum og hefði hörmulegar afleiðingar, að mati leiðtoga sem sótt hafa öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Íslenskur sérfræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað Pútín ætli sér. 19. febrúar 2022 20:50
Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands. 19. febrúar 2022 10:32