Miskunnarlaus klámherferð herjar á Íslendinga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. febrúar 2022 23:01 Erlendar klámsíður virðast nú vera í miðri auglýsingaherferð sem angrar marga Íslendinga. Óumbeðin og óviðeigandi skilaboð hrúgast nú inn á Facebook. Við sýnum ykkur hér í myndbandi sem fylgir fréttinni hvernig hægt er að losna við þetta hvimleiða vandamál á einfaldan máta. Flestir kannast við að fá óumbeðin og algerlega óþolandi skilaboð frá Facebook-notendum sem þykjast vera erlendar konur sem segjast elska kynlíf. Núna er ástandið hins vegar sérstaklega slæmt og síðustu vikuna hafa skilaboðin verið að hrannast inn á Facebook hjá mörgum. Skilaboð sem þessi skjóta nokkuð reglulega upp kollinum á Facebook oftast ein á nokkurra vikna eða jafnvel mánaða fresti. Undanfarið hefur þetta plagað allmarga og má nánast tala um faraldur í þessu sambandi. Skilaboðin eru hjá mörgum orðin þónokkur á dag. „Ég veit ekki af hverju þetta er að gerast en ég veit að þeir sem eru að gera þetta eru í einhvers konar herferð að gera þetta akkúrat núna. Og það virðist vera allavega fullt af Íslendingum sem eru partur af þessari herferð hjá þessum aðilum sem standa á bak við þetta,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis.Vísir/Baldur „Þeir eru að herja mikið á okkur þessa dagana og vonandi fer þetta nú að minnka eitthvað,“ segir Theodór. Skondnar þýðingarvillur Skilaboðin eru augljóslega ekki frá alvörufólki og öll greinilega þýdd yfir á erlendu tungumáli með hjálp þýðingarforrita. Þau geta því komið dálítið skemmtilega út. Hér er eitt dæmi: Þýðing hennar Fino Alinu virðist hafa farið dálítið úrskeiðis, líklega í gegn um Google Translate. Kisur hinna enskumælandi má skilja á dálítið annan hátt en okkar íslensku kisur.vísir „Ég elska að stunda kynlíf hér ókeypis til að sjá fallegu kisuna mína Fáðu hana núna“ Og annað: „Hæ ég er kynþokkafull kona sem elskar að vera nakin. En ég get ekki birt myndbandið á síðunni sem opnast. Ef þú vilt sjá mig nakinn. Smelltu hér á myndbandið mitt.“ Skilaboðin eru alls konar. En öll vísa þau manni á erlendar klámsíður.VÍSIR Alltaf einhverjir sem falla fyrir skilaboðunum „Þó að við kannski hlæjum að þessu; þetta er svo fáránlegt... þetta er bara pirrandi. En auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru ginnkeyptir fyrir svona svikaskilaboðum,“ segir Theodór. Að hans sögn virðast klámsíðurnar greiða þeim sem senda skilaboðin fyrir það hversu marga þeir fá til að opna síðurnar sem skilaboðin vísa á eða þá sem skrá sig á þær eftir að hafa fundið þær í gegn um skilaboð sem þessi. En hver er leiðin til að losna undan þessu óþolandi áreiti? Hún er í raun sáraeinföld og við förum yfir hana í lok fréttarinnar sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hana er hægt að sjá hér að neðan: Klám Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Netöryggi Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Flestir kannast við að fá óumbeðin og algerlega óþolandi skilaboð frá Facebook-notendum sem þykjast vera erlendar konur sem segjast elska kynlíf. Núna er ástandið hins vegar sérstaklega slæmt og síðustu vikuna hafa skilaboðin verið að hrannast inn á Facebook hjá mörgum. Skilaboð sem þessi skjóta nokkuð reglulega upp kollinum á Facebook oftast ein á nokkurra vikna eða jafnvel mánaða fresti. Undanfarið hefur þetta plagað allmarga og má nánast tala um faraldur í þessu sambandi. Skilaboðin eru hjá mörgum orðin þónokkur á dag. „Ég veit ekki af hverju þetta er að gerast en ég veit að þeir sem eru að gera þetta eru í einhvers konar herferð að gera þetta akkúrat núna. Og það virðist vera allavega fullt af Íslendingum sem eru partur af þessari herferð hjá þessum aðilum sem standa á bak við þetta,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis. Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis.Vísir/Baldur „Þeir eru að herja mikið á okkur þessa dagana og vonandi fer þetta nú að minnka eitthvað,“ segir Theodór. Skondnar þýðingarvillur Skilaboðin eru augljóslega ekki frá alvörufólki og öll greinilega þýdd yfir á erlendu tungumáli með hjálp þýðingarforrita. Þau geta því komið dálítið skemmtilega út. Hér er eitt dæmi: Þýðing hennar Fino Alinu virðist hafa farið dálítið úrskeiðis, líklega í gegn um Google Translate. Kisur hinna enskumælandi má skilja á dálítið annan hátt en okkar íslensku kisur.vísir „Ég elska að stunda kynlíf hér ókeypis til að sjá fallegu kisuna mína Fáðu hana núna“ Og annað: „Hæ ég er kynþokkafull kona sem elskar að vera nakin. En ég get ekki birt myndbandið á síðunni sem opnast. Ef þú vilt sjá mig nakinn. Smelltu hér á myndbandið mitt.“ Skilaboðin eru alls konar. En öll vísa þau manni á erlendar klámsíður.VÍSIR Alltaf einhverjir sem falla fyrir skilaboðunum „Þó að við kannski hlæjum að þessu; þetta er svo fáránlegt... þetta er bara pirrandi. En auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru ginnkeyptir fyrir svona svikaskilaboðum,“ segir Theodór. Að hans sögn virðast klámsíðurnar greiða þeim sem senda skilaboðin fyrir það hversu marga þeir fá til að opna síðurnar sem skilaboðin vísa á eða þá sem skrá sig á þær eftir að hafa fundið þær í gegn um skilaboð sem þessi. En hver er leiðin til að losna undan þessu óþolandi áreiti? Hún er í raun sáraeinföld og við förum yfir hana í lok fréttarinnar sem sýnd var í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hana er hægt að sjá hér að neðan:
Klám Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Netöryggi Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent