Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 20. febrúar 2022 19:35 Viktor Khrenin er varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands. Stöð 2 Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. Rússar og Hvítrússar hafa haldið sameiginlegar heræfingar á undanförnum vikum sem átti að ljúka í dag. Varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands tilkynnti það hins vegar áðan að þeim yrði haldið áfram í ljósi spennunnar í austurhluta Úkraínu. „Þessar aðgerðir eiga fyrst og fremst að koma í veg fyrir stríð. Forseti okkar sagði það ekki bara einu sinni á fundunum. Við viljum ekki stríð. En þeir hlusta ekki á okkur eða þeir vilja ekki hlusta á okkur,“ segir Viktor Khrenin, varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands. Um þrjátíu þúsund rússneskir hermenn eru staddir í Hvíta-Rússlandi en allt í allt eru Rússar taldir vera með allt að 190 þúsund hermenn við landamæri Úkraínu. Vestrænir ráðamenn segja hermennina hafa færst nær landamærunum á síðustu dögum. Þeir séu í startholunum fyrir innrás. Andrúmsloftið í Donbass, yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem eru hliðhollir Rússum, er vægast sagt rafmagnað. Donbass er á landamærum Rússlands og Úkraínu.Stöð 2 Erlendir fréttamiðlar greina nú frá því að Úkraínumenn sem hafa verið búsettir í nágrannalöndunum séu margir á leið til Úkraínu til að berjast fyrir heimaland sitt ef stríð brýst út. „Rússar bjuggust við að ofsahræðsla gripi um sig, allir myndu flytja til Evrópu, kaupa hveiti, pasta og mat. En við keyptum vopn, vélbyssur og skotfæri,“ segir Volodymyr Halyk, úkraínskur uppgjafahermaður. Reyna að semja um vopnahlé Vladimir Pútín og Emmanuel Macron samþykktu í dag að reyna að semja um vopnahlé í Donbas. Þá ætla þeir að halda ráðstefnu um framtíð Úkraínu sem allra fyrst. Forsetarnir tveir ræddu saman í síma í 105 mínútur í dag að sögn forsætisráðuneytis Frakklands. Svo virðist sem Rússar gætu verið tilbúnir að draga herlið sitt til baka og hætta við innrás í Úkraínu. Yfirvöld Kreml hafa staðfest yfirlýsingu Frakka þess efnis. Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Rússar og Hvítrússar hafa haldið sameiginlegar heræfingar á undanförnum vikum sem átti að ljúka í dag. Varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands tilkynnti það hins vegar áðan að þeim yrði haldið áfram í ljósi spennunnar í austurhluta Úkraínu. „Þessar aðgerðir eiga fyrst og fremst að koma í veg fyrir stríð. Forseti okkar sagði það ekki bara einu sinni á fundunum. Við viljum ekki stríð. En þeir hlusta ekki á okkur eða þeir vilja ekki hlusta á okkur,“ segir Viktor Khrenin, varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands. Um þrjátíu þúsund rússneskir hermenn eru staddir í Hvíta-Rússlandi en allt í allt eru Rússar taldir vera með allt að 190 þúsund hermenn við landamæri Úkraínu. Vestrænir ráðamenn segja hermennina hafa færst nær landamærunum á síðustu dögum. Þeir séu í startholunum fyrir innrás. Andrúmsloftið í Donbass, yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem eru hliðhollir Rússum, er vægast sagt rafmagnað. Donbass er á landamærum Rússlands og Úkraínu.Stöð 2 Erlendir fréttamiðlar greina nú frá því að Úkraínumenn sem hafa verið búsettir í nágrannalöndunum séu margir á leið til Úkraínu til að berjast fyrir heimaland sitt ef stríð brýst út. „Rússar bjuggust við að ofsahræðsla gripi um sig, allir myndu flytja til Evrópu, kaupa hveiti, pasta og mat. En við keyptum vopn, vélbyssur og skotfæri,“ segir Volodymyr Halyk, úkraínskur uppgjafahermaður. Reyna að semja um vopnahlé Vladimir Pútín og Emmanuel Macron samþykktu í dag að reyna að semja um vopnahlé í Donbas. Þá ætla þeir að halda ráðstefnu um framtíð Úkraínu sem allra fyrst. Forsetarnir tveir ræddu saman í síma í 105 mínútur í dag að sögn forsætisráðuneytis Frakklands. Svo virðist sem Rússar gætu verið tilbúnir að draga herlið sitt til baka og hætta við innrás í Úkraínu. Yfirvöld Kreml hafa staðfest yfirlýsingu Frakka þess efnis.
Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira