Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. febrúar 2022 12:53 Snjórinn hefur fokið upp að ýmsum húsum og bílum í Eyjum og safnast þar saman. Indíana Guðný Kristinsdóttir Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. Allar götur í Vestmannaeyjum voru ófærar í morgun eftir veðurham næturinnar. Ákveðið var að hætta að ryðja göturnar í gær vegna snjófoks. „Þannig það var bara vitleysa að vera úti, það var bara stórhættulegt, sérstaklega á svona stórum snjóruðningstækjum að vera að skafa og sjá ekki neitt. Og þá geta menn þess vegna bara farið utan í bíla og slíkt þannig að við ákváðum að þeir hættu að ryðja,“ segir Þórir Rúnar Geirsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Veðrið versnaði verulega á öllu Suðvesturhorni landsins seinni partinn í gær. Til dæmis festust um 330 ferðamenn í Bláa lóninu seint í gær vegna lokunar á Grindavíkurvegi og í morgun fauk rúta út af Reykjanesbrautinni. Allt lokaði fyrr í gær Í Eyjum hefur færð á vegum verið helsta vandamálið. „Fyrirtæki og skemmtistaðir lokuðu snemma í gærkvöldi og björgunarfélag sá um að aka starfsfólki þessara fyrirtækja aftur heim til sín. Og björgunarfélag er einnig búið að sinna því að keyra fólk í og úr vinnu eins og á ýmsar stofnanir í Eyjum, spítalann og elliheimili og slíkt,“ segir Þórir Rúnar. Hann segist sjálfur ekki muna eftir svo miklum snjó í Eyjum á síðustu árum. „Ég er svo nýlega fluttur aftur heim en mér eldri menn segja að síðast hafi verið svona mikill snjór árið 2008. Annars festir snjó yfirleitt ekki í Eyjum en þetta er alveg ágætt af snjókomu.“ Ofsaveður í kortunum En óveðrinu er hvergi nærri lokið þó veðurviðvaranir á landinu falli úr gildi í dag. Seint á morgun er nefnilega gert ráð fyrir stormi eða ofsaveðri á öllu landinu og gerir Veðurstofan ráð fyrir því að gefin verði út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið. Þórir er eins og flestir orðinn ansi þreyttur á veðrinu. „Ég er nú nokkuð þreyttur sko. Ég er farinn að hanga á netinu að leita mér að ferð á Tenerife. En við sjáum hvað gerist. Það er stutt í sumarið,“ segir Þórir. Veður Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Allar götur í Vestmannaeyjum voru ófærar í morgun eftir veðurham næturinnar. Ákveðið var að hætta að ryðja göturnar í gær vegna snjófoks. „Þannig það var bara vitleysa að vera úti, það var bara stórhættulegt, sérstaklega á svona stórum snjóruðningstækjum að vera að skafa og sjá ekki neitt. Og þá geta menn þess vegna bara farið utan í bíla og slíkt þannig að við ákváðum að þeir hættu að ryðja,“ segir Þórir Rúnar Geirsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Veðrið versnaði verulega á öllu Suðvesturhorni landsins seinni partinn í gær. Til dæmis festust um 330 ferðamenn í Bláa lóninu seint í gær vegna lokunar á Grindavíkurvegi og í morgun fauk rúta út af Reykjanesbrautinni. Allt lokaði fyrr í gær Í Eyjum hefur færð á vegum verið helsta vandamálið. „Fyrirtæki og skemmtistaðir lokuðu snemma í gærkvöldi og björgunarfélag sá um að aka starfsfólki þessara fyrirtækja aftur heim til sín. Og björgunarfélag er einnig búið að sinna því að keyra fólk í og úr vinnu eins og á ýmsar stofnanir í Eyjum, spítalann og elliheimili og slíkt,“ segir Þórir Rúnar. Hann segist sjálfur ekki muna eftir svo miklum snjó í Eyjum á síðustu árum. „Ég er svo nýlega fluttur aftur heim en mér eldri menn segja að síðast hafi verið svona mikill snjór árið 2008. Annars festir snjó yfirleitt ekki í Eyjum en þetta er alveg ágætt af snjókomu.“ Ofsaveður í kortunum En óveðrinu er hvergi nærri lokið þó veðurviðvaranir á landinu falli úr gildi í dag. Seint á morgun er nefnilega gert ráð fyrir stormi eða ofsaveðri á öllu landinu og gerir Veðurstofan ráð fyrir því að gefin verði út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið. Þórir er eins og flestir orðinn ansi þreyttur á veðrinu. „Ég er nú nokkuð þreyttur sko. Ég er farinn að hanga á netinu að leita mér að ferð á Tenerife. En við sjáum hvað gerist. Það er stutt í sumarið,“ segir Þórir.
Veður Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira