Innlent

Rúta fauk útaf Reykjanesbraut

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikið rok var á Reykjanesi þegar rútan fór útaf.
Mikið rok var á Reykjanesi þegar rútan fór útaf. Aðsend

Rúta endaði utan vegar við Reykjanesbraut í morgun. Engan sakaði en mikið rok og skafrenningur var á svæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum festust margir bílar á Reykjanesbrautinni í nótt, eftir að henni hafði verið lokað fyrr um kvöldið.

Hundruð ferðalanga sátu til að mynda fastir í Bláa lóninu í gærkvöldi.

Sjá einnig: Hundruð stranda­glópa í Bláa lóninu

Rútan verður dregin aftur upp á veg þegar aðstæður leyfa.

Margir bílar festust á Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt lögreglu.Aðsend

Tengdar fréttir

Götur ófærar í Eyjum

Götur eru ófærar í Vestmannaeyjum eftir veðurham næturinnar. Björgunarfélag Vestmannaeyja stóð í ströngu í gær að losa fasta bíla úr snjónum.

Hundruð stranda­glópa í Bláa lóninu

Um 330 ferðamenn eru strandaglópar í Bláa lóninu vegna lokuna á Grindavíkurvegi. Leiðsögumaður á svæðinu hefur helst áhyggjur af þeim ferðamönnum sem eiga bókað flug eldsnemma í fyrramálið.

Fólk haldi sig heima vegna ó­færðar

Veður hefur gert fólki lífið leitt í dag og björgunasveitir hafa sinnt um þrjátíu verkefnum á höfuðborgarsvæðinu og svipuðum fjölda á Suðurnesjum og Suðurlandi. Lögreglan segir einfaldlega best að halda sig heima í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×