Laugvetningar og Stella í orlofi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. febrúar 2022 20:05 Gísella Hannesdóttir (t.h.), nemandi við skólann skrifaði handritið og hún leikstýrir verkinu, ásamt Arnheiði Dilja Benediktsdóttur, sem er líka nemandi við skólann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stella í orlofi er nú mætt í félagsheimilið Aratungu í Bláskógabyggð en þar er leikhópur Menntaskólans að Laugarvatni að sýna leikrit eftir samnefndir kvikmynd frá 1986. Mikið gengur á á sviðinu, enda mikið líf í kringum Stellu í leið sinni í sumarbústað með sænskum alka, sem er á leiðinni í meðferð hjá SÁÁ. Leikhópur menntaskólans hefur verið að æfa leikritið á fullum krafti síðustu vikur og í gærkvöldi var komið að frumsýningu í Aratungu fyrir fullu húsi. Stemmingin var mjög góð enda söguþráðurinn mjög líflegur og skemmtilegur. Gísella Hannesdóttir, nemandi við skólann skrifaði handritið og hún leikstýrir verkinu, ásamt Arnheiði Dilja Benediktsdóttur, sem er líka nemandi við skólann. Það eru 23 leikarar í leikritinu og alls 40 sem koma að sýningunni. Freyja Benónýsdóttir leikur Stellu og Þrándur Ingvarsson leikur Salomon Gustavsson svo einhverjir séu nefndir. „Við erum svo ánægðar, þetta gekk ótrúlega vel. Þetta var svo gaman og svo mikil gleði núna,“ segir Arnheiður Diljá og Gísella bætir við; „Þetta er mynd sem allir þekkja og það hefur verið svo skemmtilegt að gera þetta að leikriti.“ Laxar koma m.a. við sögu í leikritinu en nemendur sýndu flott tilþrif þegar þeir léku sér með þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð með ótrúlega flottan hóp með ykkur? „Algjörlega, geggjaðan hóp. Okkur þykir svo vænt um þessa krakka. Við erum búin að vera svo mikið saman og við erum öll svo góðir vinir, það er svo skemmtilegt. Það er líka ótrúlega tilfinning að fá loksins að gera eitthvað svona, sem við erum búin að hlakka til frá því að við byrjuðum í skólanum. Það þurfti að aflýsa leikritinu síðustu tvö ár þannig að við erum rosalega ánægðar að það sé hægt að sýna það núna,“ segja þær stöllur. Frumsýningin í Aratungu tókst frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Menntaskólinn að Laugarvatni, hvernig skóli er það? „Þetta er besti skóli í heimi, ég segi það með fullri vissu,“ segir Arnheiður og Gísella tekur undir það. „Já, þetta er yndislegur skóli, okkur þykir svo vænt um hann, við erum bara öll eins og ein stór fjölskylda.“ Allt ætlaði að tryllast í salnum í lok sýningarinnar í gærkvöldi og voru aðalleikararnir og leikstjórarnir leystir út með blómum. Tvær sýningar verð á morgun, laugardag í Aratungu, eða klukkan 14:00 og 20:00. Hægt er að nálgast miða á sýningarnar hér Lionsklúbburinn Kiddi mætir að sjálfsögðu á sviðið í Aratungu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Menning Framhaldsskólar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Leikhópur menntaskólans hefur verið að æfa leikritið á fullum krafti síðustu vikur og í gærkvöldi var komið að frumsýningu í Aratungu fyrir fullu húsi. Stemmingin var mjög góð enda söguþráðurinn mjög líflegur og skemmtilegur. Gísella Hannesdóttir, nemandi við skólann skrifaði handritið og hún leikstýrir verkinu, ásamt Arnheiði Dilja Benediktsdóttur, sem er líka nemandi við skólann. Það eru 23 leikarar í leikritinu og alls 40 sem koma að sýningunni. Freyja Benónýsdóttir leikur Stellu og Þrándur Ingvarsson leikur Salomon Gustavsson svo einhverjir séu nefndir. „Við erum svo ánægðar, þetta gekk ótrúlega vel. Þetta var svo gaman og svo mikil gleði núna,“ segir Arnheiður Diljá og Gísella bætir við; „Þetta er mynd sem allir þekkja og það hefur verið svo skemmtilegt að gera þetta að leikriti.“ Laxar koma m.a. við sögu í leikritinu en nemendur sýndu flott tilþrif þegar þeir léku sér með þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þið eruð með ótrúlega flottan hóp með ykkur? „Algjörlega, geggjaðan hóp. Okkur þykir svo vænt um þessa krakka. Við erum búin að vera svo mikið saman og við erum öll svo góðir vinir, það er svo skemmtilegt. Það er líka ótrúlega tilfinning að fá loksins að gera eitthvað svona, sem við erum búin að hlakka til frá því að við byrjuðum í skólanum. Það þurfti að aflýsa leikritinu síðustu tvö ár þannig að við erum rosalega ánægðar að það sé hægt að sýna það núna,“ segja þær stöllur. Frumsýningin í Aratungu tókst frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Menntaskólinn að Laugarvatni, hvernig skóli er það? „Þetta er besti skóli í heimi, ég segi það með fullri vissu,“ segir Arnheiður og Gísella tekur undir það. „Já, þetta er yndislegur skóli, okkur þykir svo vænt um hann, við erum bara öll eins og ein stór fjölskylda.“ Allt ætlaði að tryllast í salnum í lok sýningarinnar í gærkvöldi og voru aðalleikararnir og leikstjórarnir leystir út með blómum. Tvær sýningar verð á morgun, laugardag í Aratungu, eða klukkan 14:00 og 20:00. Hægt er að nálgast miða á sýningarnar hér Lionsklúbburinn Kiddi mætir að sjálfsögðu á sviðið í Aratungu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Menning Framhaldsskólar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira