Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 70-78 | Sterkur útisigur Njarðvíkur Dagur Lárusson skrifar 20. febrúar 2022 20:45 Njarðvíkurkonur fagna að Ásvöllum. Vísir/Bára Njarðvík hafði betur gegn Haukum í Subway-deild kvenna í kvöld er liðin mættust en lokatölur voru 70-78. Fyrir leikinn var Njarðvík með 22 stig í efsta sæti deildarinnar á meðan Haukar voru í fjórða sætinu með 18 stig. Það voru stelpurnar í Haukum sem byrjuðu leikinn betur og komist meðal annars í átta stiga forystu þegar um fjórar mínútur voru liðnar en þá var staðan 10-2. Forysta Hauka varð þó aldrei stærri heldur en það. Er líða fór á fyrsta leikhluta fór Njarðvík að taka yfirhöndina og komst loks yfir 17-18 og leikhlutanum lauk síðan með stöðunni 19-20. Í öðrum leikhluta skiptust liðin á að vera með forystuna en það var síðan Njarðvík sem fór með forskotið í hálfleikinn eftir sterkar lokamínútur og var staðan 37-42. Í þriðja leikhluta var mikil stemning í liði Njarðvíkur og virtist nánast hvert einasta skot fara niður hjá þeim á meðan svo lítið sem ekkert virtist ganga upp hjá Haukum og átti til dæmis þeirra sterkasti leikmaður, Keira Robinson, erfitt uppdráttar þrátt fyrir að vera stigahæst. Staðan var orðin 49-59 þegar þriðja leikhluta var lokið og Njarðvík komið með tíu stiga forskot í fyrsta sinn í leiknum. Njarðvík var svo komið í þrettán stiga forskot þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum en þá kom smá kraftur í heimaliðið. Keira Robinson og Bríet Sif settu hverja körfu niður á fætur annarri og forskot Njarðvíkur var allt í einu komið niður í tvö stig. Nær komst heimaliðið þó ekki og að lokum vann Njarðvík með átta stiga forskoti. Eftir leikinn er Njarðvík komið með 24 stig í efsta sæti deildarinnar. Af hverju vann Njarðvík? Rúnar, þjálfari Njarðvíkur, talaði um það fyrir leik að í svona stórum leikjum væru það litlu atriðin sem skiptu mestu máli og litlu atriðin gengu betur upp hjá Njarðvík í dag rétt eins og Rúnar sagði eftir leik. Hverjar stóðu upp úr? Vilborg Jónsdóttir var algjörlega frábær í liði Njarðvíkur og stýrði algjörlega leiknum á meðan Aliyah átti enn einn stórleikinn. Hvað fór illa? Eflaust ósanngjarnt að setja út á hana þar sem hún var stigahæsti leikmaður Hauka en Keira Robinson var heldur óheppin með mörg af sínum sniðskotum í kvöld, það var í ófá skipti þar sem boltinn datt röngum megin við og það skipti sköpum. Hvað gerist næst? Næsti leikur beggja liða er á miðvikudaginn, Njarðvík tekur á móti Keflavík á meðan Haukar far í Kópavoginn og spila við Breiðablik. Rúnar Ingi Erlingsson: Litlu atriðin skipta alltaf mestu máli ,,Það gengur aldrei allt upp, en ég talaði við þig fyrir leik að við ætluðum að hlaupa upp að þeim á þriggja stiga línunni og það gekk heldur betur upp,” byrjaði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að segja eftir leik ,,Keira bjó til vandræði fyrir okkur í fjórða leikhluta og þess vegna var það smá áskorun fyrir okkur að bregðast við því og við gerðum það virkilega vel,” hélt Rúnar áfram. Rúnar Ingi talaði sérstaklega um það fyrir leik að það væri litlu atriðin sem skiptu mestu máli í svona stórum leikjum og vildi hann meina að það hafi sannað sig í þessum leik. ,,Ég trúi því einfaldlega að litlu atriðin skiptu alltaf mestu máli, ef þetta er ekki ekki leikir sem eru að enda með meira en tuttugu stiga mun þá eru að alltaf litlu atriðin sem eru að skipta mestu máli eins og í kvöld. Við vorum að standa okkur vel í að taka fráköst, Vilborg sem er ekki sú hæsta í loftinu var að taka nokkur fráköst og Lára Ösp var að vinna einvígi við eina bestu körfuboltakonu sem við höfum nokkurn tímann átt,” sagði Rúnar og var þá að tala um Helenu Sverrisdóttur. Stemningin í liði Njarðvíkur var nánast áþreifanleg í kvöld og segir Rúnar að það sé eitthvað sem hann vill sjá hjá sínu liði á hverjum einasta degi. ,,Ég nefni þetta á hverjum einasta degi, þetta er svo mikilvægt. Við verðum að hafa alvöru anda í þessu og stemningu og við sýndum það klárlega í kvöld. Ég er svo stoltur af hugarfari míns liðs,” endaði Rúnar Ingi á að segja. Bjarni Magnússon: Gátum ekki gert það sem við vildum gera ,,Að sumu leyti voru það litlu atriðin í dag sem skiptu mestu máli,” byrjaði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. ,,Fráköstin eru auðvitað ekki lítil atriði en þær voru að standa sig betur í þeim heldur en við. En heilt yfir þá börðust þær meira heldur en við, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, og voru að koma í veg fyrir það að við gætum gert það sem við vildum gera,” hélt Bjarni áfram. Bjarna fannst seinni hálfleikurinn vera aðeins betri. ,,Við löguðum þetta aðeins í seinni hálfleiknum, við fundum ákveðnar lausnir og náðum að einfaldla leikinn okkar en við náðum bara ekki að klára færin okkar og þær nýttu sér það.” ,,Við hittumst á morgun og förum vel yfir þennan leik og síðan er það leikur gegn Breiðablik á miðvikudaginn og þar er það einfaldlega bara gamla klisjan að við þurfum að koma grimmar í þann leik, það eru öll lið sterk í þessari deild og það eru engir leikir gefins,” endaði Bjarni á að segja. Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík
Njarðvík hafði betur gegn Haukum í Subway-deild kvenna í kvöld er liðin mættust en lokatölur voru 70-78. Fyrir leikinn var Njarðvík með 22 stig í efsta sæti deildarinnar á meðan Haukar voru í fjórða sætinu með 18 stig. Það voru stelpurnar í Haukum sem byrjuðu leikinn betur og komist meðal annars í átta stiga forystu þegar um fjórar mínútur voru liðnar en þá var staðan 10-2. Forysta Hauka varð þó aldrei stærri heldur en það. Er líða fór á fyrsta leikhluta fór Njarðvík að taka yfirhöndina og komst loks yfir 17-18 og leikhlutanum lauk síðan með stöðunni 19-20. Í öðrum leikhluta skiptust liðin á að vera með forystuna en það var síðan Njarðvík sem fór með forskotið í hálfleikinn eftir sterkar lokamínútur og var staðan 37-42. Í þriðja leikhluta var mikil stemning í liði Njarðvíkur og virtist nánast hvert einasta skot fara niður hjá þeim á meðan svo lítið sem ekkert virtist ganga upp hjá Haukum og átti til dæmis þeirra sterkasti leikmaður, Keira Robinson, erfitt uppdráttar þrátt fyrir að vera stigahæst. Staðan var orðin 49-59 þegar þriðja leikhluta var lokið og Njarðvík komið með tíu stiga forskot í fyrsta sinn í leiknum. Njarðvík var svo komið í þrettán stiga forskot þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum en þá kom smá kraftur í heimaliðið. Keira Robinson og Bríet Sif settu hverja körfu niður á fætur annarri og forskot Njarðvíkur var allt í einu komið niður í tvö stig. Nær komst heimaliðið þó ekki og að lokum vann Njarðvík með átta stiga forskoti. Eftir leikinn er Njarðvík komið með 24 stig í efsta sæti deildarinnar. Af hverju vann Njarðvík? Rúnar, þjálfari Njarðvíkur, talaði um það fyrir leik að í svona stórum leikjum væru það litlu atriðin sem skiptu mestu máli og litlu atriðin gengu betur upp hjá Njarðvík í dag rétt eins og Rúnar sagði eftir leik. Hverjar stóðu upp úr? Vilborg Jónsdóttir var algjörlega frábær í liði Njarðvíkur og stýrði algjörlega leiknum á meðan Aliyah átti enn einn stórleikinn. Hvað fór illa? Eflaust ósanngjarnt að setja út á hana þar sem hún var stigahæsti leikmaður Hauka en Keira Robinson var heldur óheppin með mörg af sínum sniðskotum í kvöld, það var í ófá skipti þar sem boltinn datt röngum megin við og það skipti sköpum. Hvað gerist næst? Næsti leikur beggja liða er á miðvikudaginn, Njarðvík tekur á móti Keflavík á meðan Haukar far í Kópavoginn og spila við Breiðablik. Rúnar Ingi Erlingsson: Litlu atriðin skipta alltaf mestu máli ,,Það gengur aldrei allt upp, en ég talaði við þig fyrir leik að við ætluðum að hlaupa upp að þeim á þriggja stiga línunni og það gekk heldur betur upp,” byrjaði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að segja eftir leik ,,Keira bjó til vandræði fyrir okkur í fjórða leikhluta og þess vegna var það smá áskorun fyrir okkur að bregðast við því og við gerðum það virkilega vel,” hélt Rúnar áfram. Rúnar Ingi talaði sérstaklega um það fyrir leik að það væri litlu atriðin sem skiptu mestu máli í svona stórum leikjum og vildi hann meina að það hafi sannað sig í þessum leik. ,,Ég trúi því einfaldlega að litlu atriðin skiptu alltaf mestu máli, ef þetta er ekki ekki leikir sem eru að enda með meira en tuttugu stiga mun þá eru að alltaf litlu atriðin sem eru að skipta mestu máli eins og í kvöld. Við vorum að standa okkur vel í að taka fráköst, Vilborg sem er ekki sú hæsta í loftinu var að taka nokkur fráköst og Lára Ösp var að vinna einvígi við eina bestu körfuboltakonu sem við höfum nokkurn tímann átt,” sagði Rúnar og var þá að tala um Helenu Sverrisdóttur. Stemningin í liði Njarðvíkur var nánast áþreifanleg í kvöld og segir Rúnar að það sé eitthvað sem hann vill sjá hjá sínu liði á hverjum einasta degi. ,,Ég nefni þetta á hverjum einasta degi, þetta er svo mikilvægt. Við verðum að hafa alvöru anda í þessu og stemningu og við sýndum það klárlega í kvöld. Ég er svo stoltur af hugarfari míns liðs,” endaði Rúnar Ingi á að segja. Bjarni Magnússon: Gátum ekki gert það sem við vildum gera ,,Að sumu leyti voru það litlu atriðin í dag sem skiptu mestu máli,” byrjaði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. ,,Fráköstin eru auðvitað ekki lítil atriði en þær voru að standa sig betur í þeim heldur en við. En heilt yfir þá börðust þær meira heldur en við, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, og voru að koma í veg fyrir það að við gætum gert það sem við vildum gera,” hélt Bjarni áfram. Bjarna fannst seinni hálfleikurinn vera aðeins betri. ,,Við löguðum þetta aðeins í seinni hálfleiknum, við fundum ákveðnar lausnir og náðum að einfaldla leikinn okkar en við náðum bara ekki að klára færin okkar og þær nýttu sér það.” ,,Við hittumst á morgun og förum vel yfir þennan leik og síðan er það leikur gegn Breiðablik á miðvikudaginn og þar er það einfaldlega bara gamla klisjan að við þurfum að koma grimmar í þann leik, það eru öll lið sterk í þessari deild og það eru engir leikir gefins,” endaði Bjarni á að segja.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum