Örn Geirsson býður fram krafta sína í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2022 15:44 Örn Geirsson hefur búið í Hafnarfirði alla tíð. Örn Geirsson, verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum, gefur kost á sér í 4. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Ég er stoltur gegnheill Hafnfirðingur sem sækist nú eftir því að verða þátttakandi í samhentum hópi bæjarstjórnarfólks fyrir Sjálfstæðisflokkinn á næsta kjörtímabili. Bærinn hefur hreinlega lifnað við með öllu því frábæra fólki sem að bæjarmálum hefur komið,“ segir Örn. „Áhugi minn á velferð bæjarbúa og Hafnarfjarðarbæjar til margra ára fær mig til að vilja taka þátt og efla enn frekar það frábæra starf sem unnið hefur verið á síðustu árum.“ Með framboði sínu vilji hann leggja sig fram fyrir Hafnarfjörð sem vaxi og dafni sem aldrei fyrr. „Vera í liði sem sér til þess að fjárhagur og stjórnun sé traust. Leggja mitt af mörkum í skipulagsmálum og samgöngum í bæjarfélaginu og til og frá því.“ Örn segir miðbæ Hafnarfjarðar og mannlífið blómstra sem aldrei fyrr. „Ég vil vinna að styrkingu atvinnu- og mannlífs almennt í bænum, sókn í þeim málum hefur verið til fyrirmyndar, og hef mikinn metnað fyrir áframhaldandi eflingu menningar og mannlífs í bænum okkar. Þjóðin eldist og Hafnfirðingar í takt við það. Húsnæðismál eldra fólks hafa verið bætt verulega á síðustu tveimur kjörtímabilum, Sólvangur stækkað og eldra húsnæði endurbætt, sem er gott. Þeim framkvæmdum þarf að fylgja öflug þjónusta fyrir eldra fólk.“ Örn er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði hvar hann hefur búið alla tíð. „Ég er giftur Steinunni Hreinsdóttur og saman eigum við hjón sjö börn og ellefu barnabörn. Ég er lærður prentsmiður og undanfarin 17 ár hef ég starfað sem verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum 365 ehf. og nú Torgs ehf. Ég starfaði í meistaraflokksráði FH handknattleiksdeildar 1988 – 1992 og hef fylgt börnum mínum í gegnum unglingastarf þar,“ segir Örn. „Ég trúi því að reynsla mín í mannlegum samskiptum sem mér hefur hlotnast í leik og starfi og þau fjölbreyttu verkefni sem líf mitt hefur boðið mér upp á komi sér vel fyrir Hafnarfjörð. Með vilja og vandvirkni að markmiði vil ég leggja mitt af mörkum til að efla og styrkja það framsækna samfélag sem við höfum búið okkur hér í Hafnarfirði enn betur.“ Prófkjörið í Hafnarfirði fer fram dagana 3., 4. og 5. mars. Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
„Ég er stoltur gegnheill Hafnfirðingur sem sækist nú eftir því að verða þátttakandi í samhentum hópi bæjarstjórnarfólks fyrir Sjálfstæðisflokkinn á næsta kjörtímabili. Bærinn hefur hreinlega lifnað við með öllu því frábæra fólki sem að bæjarmálum hefur komið,“ segir Örn. „Áhugi minn á velferð bæjarbúa og Hafnarfjarðarbæjar til margra ára fær mig til að vilja taka þátt og efla enn frekar það frábæra starf sem unnið hefur verið á síðustu árum.“ Með framboði sínu vilji hann leggja sig fram fyrir Hafnarfjörð sem vaxi og dafni sem aldrei fyrr. „Vera í liði sem sér til þess að fjárhagur og stjórnun sé traust. Leggja mitt af mörkum í skipulagsmálum og samgöngum í bæjarfélaginu og til og frá því.“ Örn segir miðbæ Hafnarfjarðar og mannlífið blómstra sem aldrei fyrr. „Ég vil vinna að styrkingu atvinnu- og mannlífs almennt í bænum, sókn í þeim málum hefur verið til fyrirmyndar, og hef mikinn metnað fyrir áframhaldandi eflingu menningar og mannlífs í bænum okkar. Þjóðin eldist og Hafnfirðingar í takt við það. Húsnæðismál eldra fólks hafa verið bætt verulega á síðustu tveimur kjörtímabilum, Sólvangur stækkað og eldra húsnæði endurbætt, sem er gott. Þeim framkvæmdum þarf að fylgja öflug þjónusta fyrir eldra fólk.“ Örn er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði hvar hann hefur búið alla tíð. „Ég er giftur Steinunni Hreinsdóttur og saman eigum við hjón sjö börn og ellefu barnabörn. Ég er lærður prentsmiður og undanfarin 17 ár hef ég starfað sem verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum 365 ehf. og nú Torgs ehf. Ég starfaði í meistaraflokksráði FH handknattleiksdeildar 1988 – 1992 og hef fylgt börnum mínum í gegnum unglingastarf þar,“ segir Örn. „Ég trúi því að reynsla mín í mannlegum samskiptum sem mér hefur hlotnast í leik og starfi og þau fjölbreyttu verkefni sem líf mitt hefur boðið mér upp á komi sér vel fyrir Hafnarfjörð. Með vilja og vandvirkni að markmiði vil ég leggja mitt af mörkum til að efla og styrkja það framsækna samfélag sem við höfum búið okkur hér í Hafnarfirði enn betur.“ Prófkjörið í Hafnarfirði fer fram dagana 3., 4. og 5. mars.
Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira