Segir sinn mann hafa hagað sér eins og kjána: „Hann á ekkert að vera rífa kjaft hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. febrúar 2022 23:07 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ekki ánægður með framkomu sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn „Fyrri hálfleikurinn var skelfilegur, við komum ótrúlega flatir og orkulitlir út í leikinn. Þeir fengu að gera það sem þeir vildu á meðan við virkuðum mjög vanstilltir,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, eftir tap gegn Stjörnunni í Subway-deild karla í kvöld. „Ég hefði skilið þessa byrjun ef Isaiah Manderson [nýi bandaríski leikmaður KR] hefði byrjað inn á en þeir sem byrjuðu inn á eiga að þekkja hvorn annan og geta spilað saman. Svo var þessi vitleysa þegar Isaiah lætur reka sig út af í fyrri hálfleik eins og kjáni. Brynjar fær tæknivillu og var búinn að meiðast. Þetta var bara ömurlegur fyrri hálfleikur. Það er eitt þegar skotin detta ekki og lið spila frábærlega, þá er það bara þannig, en við eigum að geta stýrt orkustiginu og því sem við leggjum fram. Við vorum ekki að gera okkar besta.“ Helgi var ósáttur með hegðun sinna leikmanna undir lok fyrri hálfleiks. KR-ingar vildu fá eitthvað meira en ekki neitt á lokasekúndum hálfleiksins þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti og Tómas Þórður Hilmarsson reyndi að trufla skottilraun hans. „Já, ég tala við dómarann. Ég hef verið leikmaður og skil alveg að menn verði pirraðir en það gengur ekki að allir æsi sig og ég tala nú ekki um nýi leikmaðurinn sem er nýkominn til landsins. Hann á ekkert að vera rífa kjaft hérna. Mér fannst fullmikið að henda honum út af fyrir kjaftbrúk en allt í góðu með það.“ Helgi talaði um að Stjarnan hefði skorað nítján stig eftir sóknarfráköst en KR einungis fimm. Hann hefði viljað sjá sína menn stíga andstæðinga sína betur út. „Ég er ánægður með seinni hálfleikinn, flott barátta og við hefðum alveg getað gert þetta að leik. Það var svolítið erfitt að vera með tuttugu stig á bakinu í hálfleik.“ „Markmiðið úr þessu er að ná í sigra, byrja á því að koma okkur í úrslitakeppnina. Við erum búnir að lenda í endalausum seinkunum og frestunum á leikjum og núna hrúgast þetta allt inn í mars, fáum sjö leiki sem er skemmtilegt að hluta til. Við þurfum að reyna klífa upp töfluna.“ KR er með fjóra útlendinga en Helgi segir að áætlunin hafi verið að vera með þrjá leikmenn. Í glugganum hafi komið upp „smá basl“ sem breytti þeim áformum og því sé KR með fjóra erlenda leikmenn á sínum snærum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. KR Stjarnan Subway-deild karla Tengdar fréttir Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. 17. febrúar 2022 22:59 Leik lokið: Stjarnan - KR 90-79 | Mikilvæg stig í baráttunni um úrslitakeppnissæti Stjarnan vann mikilvægan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 90-79, en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. 17. febrúar 2022 21:55 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
„Ég hefði skilið þessa byrjun ef Isaiah Manderson [nýi bandaríski leikmaður KR] hefði byrjað inn á en þeir sem byrjuðu inn á eiga að þekkja hvorn annan og geta spilað saman. Svo var þessi vitleysa þegar Isaiah lætur reka sig út af í fyrri hálfleik eins og kjáni. Brynjar fær tæknivillu og var búinn að meiðast. Þetta var bara ömurlegur fyrri hálfleikur. Það er eitt þegar skotin detta ekki og lið spila frábærlega, þá er það bara þannig, en við eigum að geta stýrt orkustiginu og því sem við leggjum fram. Við vorum ekki að gera okkar besta.“ Helgi var ósáttur með hegðun sinna leikmanna undir lok fyrri hálfleiks. KR-ingar vildu fá eitthvað meira en ekki neitt á lokasekúndum hálfleiksins þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti og Tómas Þórður Hilmarsson reyndi að trufla skottilraun hans. „Já, ég tala við dómarann. Ég hef verið leikmaður og skil alveg að menn verði pirraðir en það gengur ekki að allir æsi sig og ég tala nú ekki um nýi leikmaðurinn sem er nýkominn til landsins. Hann á ekkert að vera rífa kjaft hérna. Mér fannst fullmikið að henda honum út af fyrir kjaftbrúk en allt í góðu með það.“ Helgi talaði um að Stjarnan hefði skorað nítján stig eftir sóknarfráköst en KR einungis fimm. Hann hefði viljað sjá sína menn stíga andstæðinga sína betur út. „Ég er ánægður með seinni hálfleikinn, flott barátta og við hefðum alveg getað gert þetta að leik. Það var svolítið erfitt að vera með tuttugu stig á bakinu í hálfleik.“ „Markmiðið úr þessu er að ná í sigra, byrja á því að koma okkur í úrslitakeppnina. Við erum búnir að lenda í endalausum seinkunum og frestunum á leikjum og núna hrúgast þetta allt inn í mars, fáum sjö leiki sem er skemmtilegt að hluta til. Við þurfum að reyna klífa upp töfluna.“ KR er með fjóra útlendinga en Helgi segir að áætlunin hafi verið að vera með þrjá leikmenn. Í glugganum hafi komið upp „smá basl“ sem breytti þeim áformum og því sé KR með fjóra erlenda leikmenn á sínum snærum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
KR Stjarnan Subway-deild karla Tengdar fréttir Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. 17. febrúar 2022 22:59 Leik lokið: Stjarnan - KR 90-79 | Mikilvæg stig í baráttunni um úrslitakeppnissæti Stjarnan vann mikilvægan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 90-79, en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. 17. febrúar 2022 21:55 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. 17. febrúar 2022 22:59
Leik lokið: Stjarnan - KR 90-79 | Mikilvæg stig í baráttunni um úrslitakeppnissæti Stjarnan vann mikilvægan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 90-79, en bæði lið eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. 17. febrúar 2022 21:55
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn