Mikilvægt að átta sig á snjóflóðahættu Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 17. febrúar 2022 21:42 Guðbrandur Örn Arnarson verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörgu segir að aðstæður geti verið varasamar. Vísir/Egill Hætta er talin á snjóflóðum úr fjöllum eða við þéttbýli víða á landinu vegna fannfergis síðustu daga. Landsbjörg segir hættuna töluverða í Esjunni og biður göngufólk að fara varlega. „Nú er Veðurstofan búin að gefa út viðvörun á sínum vef þar sem á suðvesturhorninu er talsverð snjóflóðahætta í raun og veru. Það skapast náttúrulega bara af þeim umhleypingum sem hafa verið hér undanfarið þar sem að það eru veik lög undir talsvert miklu magni af snjó,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörgu. Hann bætir við að snjór geti auðveldlega safnast saman og skriðið af stað án mikils fyrirvara. Það sem snjó sé að finna og land halli upp á við sé eðli málsins samkvæmt alltaf möguleiki á snjóflóðum. Veðurstofan auk vefsíðunnar Safetravel.is vöruðu við snjóflóðahættu fyrr í dag og þá sérstaklega á suðvesturhorni landsins. Á vef Veðurstofunnar segir að veikleikar hafi verið í snjónum í landshlutanum í síðustu viku og gera þurfi ráð fyrir að þeir séu enn til staðar. Guðbrandur Örn segir mikilvægt að göngufólk fylgist sérstaklega vel með. Fólk sé líklega öruggara á hefðbundnum gönguleiðum en það þurfi þó ekki endilega að vera. „Það er í rauninni líka mikilvægt að vita hvað snjóflóðahætta þýðir í raun og veru. Og verða sér út um þann búnað sem þarf til þess að verja sig ef maður ætlar að fara svona utan þessara hefðbundnu gönguleiða. Við erum með tvö nýleg dæmi þar sem að fólk hefur farist í snjóflóðum í Esjunni og svo eru eldri dæmi um það að fólk hafi farist hérna uppi í Þverfellshorni og hefur lent í snjóflóði og látist,“ segir Guðbrandur Örn. Veður Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu 17. febrúar 2022 16:36 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Sjá meira
„Nú er Veðurstofan búin að gefa út viðvörun á sínum vef þar sem á suðvesturhorninu er talsverð snjóflóðahætta í raun og veru. Það skapast náttúrulega bara af þeim umhleypingum sem hafa verið hér undanfarið þar sem að það eru veik lög undir talsvert miklu magni af snjó,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson verkefnastjóri aðgerðamála hjá Landsbjörgu. Hann bætir við að snjór geti auðveldlega safnast saman og skriðið af stað án mikils fyrirvara. Það sem snjó sé að finna og land halli upp á við sé eðli málsins samkvæmt alltaf möguleiki á snjóflóðum. Veðurstofan auk vefsíðunnar Safetravel.is vöruðu við snjóflóðahættu fyrr í dag og þá sérstaklega á suðvesturhorni landsins. Á vef Veðurstofunnar segir að veikleikar hafi verið í snjónum í landshlutanum í síðustu viku og gera þurfi ráð fyrir að þeir séu enn til staðar. Guðbrandur Örn segir mikilvægt að göngufólk fylgist sérstaklega vel með. Fólk sé líklega öruggara á hefðbundnum gönguleiðum en það þurfi þó ekki endilega að vera. „Það er í rauninni líka mikilvægt að vita hvað snjóflóðahætta þýðir í raun og veru. Og verða sér út um þann búnað sem þarf til þess að verja sig ef maður ætlar að fara svona utan þessara hefðbundnu gönguleiða. Við erum með tvö nýleg dæmi þar sem að fólk hefur farist í snjóflóðum í Esjunni og svo eru eldri dæmi um það að fólk hafi farist hérna uppi í Þverfellshorni og hefur lent í snjóflóði og látist,“ segir Guðbrandur Örn.
Veður Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu 17. febrúar 2022 16:36 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Sjá meira
Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu 17. febrúar 2022 16:36