Finnur Freyr: Frábært að fara á erfiðan útivöll og ná í sigur Sverrir Mar Smárason skrifar 17. febrúar 2022 20:46 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsmanna, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Vilhelm Valsmenn unnu góðan 83-80 sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í Breiðholtinu í kvöld. Finnur Freyr, þjálfari Vals, var mjög ánægður með sigur sinna manna eftir leik. „Bara gríðarlega ánægðir og sáttir. Frábært að fara á erfiðan útivöll og ná í sigur. Sérstaklega frammistöðu okkar í 4. leikhluta í síðustu tveimur leikjum þá var ég mjög ánægður með það hvernig við stigum upp í dag,“ sagði Finnur Freyr. Leikur kvöldsins var mjög kaflaskiptur og liðin skiptust á því að eiga góða kafla. Valsmenn voru 9 stigum yfir í hálfleik en lentu svo undir í 3. leikhluta. „Við komum bara flatir og veikir út varnarlega í seinni hálfleik og það er ekki fyrr en Pálmi, Bensi og Hjálmar koma inn af bekknum og setja smá auka orku í varnarleikinn þá náum við að klukka þá betur. Svo á sama tíma þá skjótum við boltanum hræðilega fyrir utan þriggja stiga línuna miðað við í síðustu leikjum. Pablo og Kári voru að fá fín færi allan leikinn, plús það að það voru aðeins og mikið af sniðskotum að klikka. En við finnum það bara eins og í hinum þremur leikjunum að þegar vörnin er góð, þeir skora 19 stig í 4. leikhlutanum og þar af tveir neyðar þristar frá Simpson og vítaskot frá Igor, fyrir utan það var varnarleikurinn góður. Ef vörnin er þarna þá tekur það pressu af sókninni,“ sagði Finnur. Valsmenn hafa spilað lítið hraðmót undanfarnar vikur eftir að hafa lent í covid hléi í kringum jólin. Þeir fá nú smá hvíld þar sem landsleikjahlé verður á deildinni fram í byrjun mars. „Þetta er búið að vera mjög erfitt svona „mini-mót“ sem við fórum í. Lendum illa í Covid og allir leikmenn liðsins fá Covid. Við vorum ósáttir hvað við vorum látnir spila fljótt eftir það því við gátum ekkert æft í tvær vikur. Að fara úr tveggja vikna æfingapásu í þetta hraðmót var erfitt en mér fannst við leysa það á köflum vel en frammistaðan eftir því. Við þurfum að nýta þetta hlé vel, safna saman vopnum og reyna að ákveða hvernig við ætlum að gera þetta út mótið. Við erum bara spenntir og glaðir að fá smá helgarfrí núna og fara svo bara að gera það sem öll lið þurfa að gera og það er að æfa,“ sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, að lokum. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 80-83 | Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum Valur vann nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti ÍR-inga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-83. 17. febrúar 2022 20:04 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira
„Bara gríðarlega ánægðir og sáttir. Frábært að fara á erfiðan útivöll og ná í sigur. Sérstaklega frammistöðu okkar í 4. leikhluta í síðustu tveimur leikjum þá var ég mjög ánægður með það hvernig við stigum upp í dag,“ sagði Finnur Freyr. Leikur kvöldsins var mjög kaflaskiptur og liðin skiptust á því að eiga góða kafla. Valsmenn voru 9 stigum yfir í hálfleik en lentu svo undir í 3. leikhluta. „Við komum bara flatir og veikir út varnarlega í seinni hálfleik og það er ekki fyrr en Pálmi, Bensi og Hjálmar koma inn af bekknum og setja smá auka orku í varnarleikinn þá náum við að klukka þá betur. Svo á sama tíma þá skjótum við boltanum hræðilega fyrir utan þriggja stiga línuna miðað við í síðustu leikjum. Pablo og Kári voru að fá fín færi allan leikinn, plús það að það voru aðeins og mikið af sniðskotum að klikka. En við finnum það bara eins og í hinum þremur leikjunum að þegar vörnin er góð, þeir skora 19 stig í 4. leikhlutanum og þar af tveir neyðar þristar frá Simpson og vítaskot frá Igor, fyrir utan það var varnarleikurinn góður. Ef vörnin er þarna þá tekur það pressu af sókninni,“ sagði Finnur. Valsmenn hafa spilað lítið hraðmót undanfarnar vikur eftir að hafa lent í covid hléi í kringum jólin. Þeir fá nú smá hvíld þar sem landsleikjahlé verður á deildinni fram í byrjun mars. „Þetta er búið að vera mjög erfitt svona „mini-mót“ sem við fórum í. Lendum illa í Covid og allir leikmenn liðsins fá Covid. Við vorum ósáttir hvað við vorum látnir spila fljótt eftir það því við gátum ekkert æft í tvær vikur. Að fara úr tveggja vikna æfingapásu í þetta hraðmót var erfitt en mér fannst við leysa það á köflum vel en frammistaðan eftir því. Við þurfum að nýta þetta hlé vel, safna saman vopnum og reyna að ákveða hvernig við ætlum að gera þetta út mótið. Við erum bara spenntir og glaðir að fá smá helgarfrí núna og fara svo bara að gera það sem öll lið þurfa að gera og það er að æfa,“ sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, að lokum.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 80-83 | Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum Valur vann nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti ÍR-inga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-83. 17. febrúar 2022 20:04 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Valur 80-83 | Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum Valur vann nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti ÍR-inga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-83. 17. febrúar 2022 20:04
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum