Breskum manni banað af hákarli í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2022 12:59 Simon Nellist var 35 ára gamall Breti sem bjó í Ástralíu. Facebook Maðurinn sem dó í hákarlaárás í Sydney í Ástralíu í gær var 35 ára Breti. Hann hét Simon Nellist og bjó í Ástralíu þar sem hann starfaði við að kenna köfun. Breskir miðlar segir Nellist hafa verið að æfa sig fyrir góðgerðasund þegar hákarl réðst á hann. Þetta var í fyrsta sinn sem hákarl banaði manni undan ströndum borgarinnar í um sextíu ár. Í frétt Sky News segir að sérfræðingar telji minnst þriggja metra langan hvítháf hafa ráðist á Nellist. Árásin átti sér stað skammt frá landi og voru nokkrir stangveiðimenn vitni að henni. Eitt vitni sagði hákarlinn hafa ráðist á Nellist neðan frá. Annað vitni sagðist hafa heyrt öskur, litið við og séð hákarlinn skella aftur í sjónum. „Þetta var hræðilegt,“ sagði eitt vitni til viðbótar. Hann sagðist hafa kastað ítrekað upp í kjölfarið og hætti ekki að skjálfa. Fleiri stangveiðimenn urðu vitni að árásinni. Sjá einnig: Hákarl banaði manni fyrir framan stangveiðimenn Yfirvöld í Sydney hafa lokað baðströndum í borginni en til stendur að opna þær að nýju á morgun. Hákarlinn hefur ekki fundist og er hans meðal annars leitað úr lofti. Þá segir í frétt Reuters að net hafi verið sett upp nærri árásarstaðnum. Yfirvöld hafa samkvæmt frétt BBC ekki sagt hvort hákarlinn verði aflífaður ef hann finnst, eða hvort hann verði merktur og færður frá landi, eins og gert er þegar hákarlar lenda í netum við baðstrendur. Ástralía Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem hákarl banaði manni undan ströndum borgarinnar í um sextíu ár. Í frétt Sky News segir að sérfræðingar telji minnst þriggja metra langan hvítháf hafa ráðist á Nellist. Árásin átti sér stað skammt frá landi og voru nokkrir stangveiðimenn vitni að henni. Eitt vitni sagði hákarlinn hafa ráðist á Nellist neðan frá. Annað vitni sagðist hafa heyrt öskur, litið við og séð hákarlinn skella aftur í sjónum. „Þetta var hræðilegt,“ sagði eitt vitni til viðbótar. Hann sagðist hafa kastað ítrekað upp í kjölfarið og hætti ekki að skjálfa. Fleiri stangveiðimenn urðu vitni að árásinni. Sjá einnig: Hákarl banaði manni fyrir framan stangveiðimenn Yfirvöld í Sydney hafa lokað baðströndum í borginni en til stendur að opna þær að nýju á morgun. Hákarlinn hefur ekki fundist og er hans meðal annars leitað úr lofti. Þá segir í frétt Reuters að net hafi verið sett upp nærri árásarstaðnum. Yfirvöld hafa samkvæmt frétt BBC ekki sagt hvort hákarlinn verði aflífaður ef hann finnst, eða hvort hann verði merktur og færður frá landi, eins og gert er þegar hákarlar lenda í netum við baðstrendur.
Ástralía Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira