Vill nýjan skóla mitt á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2022 20:03 Formaður Skipulags- og byggingarnefndar í Árborg og bæjarfulltrúa í meirihlutanum í bæjarstjórn Árborgar, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, sem vill að nýr skóli og íþróttamannvirki verði byggð mitt á milli þorpanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vandræðaástand hefur skapast í skólamálum á Eyrarbakka og Stokkseyri eftir að mygla fannst í báðum skólunum. Bæjarfulltrúi meirihlutans í Árborg vill að nýr skóli og íþróttamannvirki verði byggð mitt á milli þorpanna. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er elsti samfellt starfandi grunnskóli á Íslandi. Hann hefur starfað óslitið frá 25. október árið 1852 þegar skólastarf hófst á Eyrarbakka og fagnar því 170 ára afmæli næsta haust. Nú er hins vegar komið babb í bátinn því mygla greindist í skólanum á Eyrarbakka fyrir nokkrum vikum og er hann því ónothæfur. Og á mánudaginn var staðfest mygla í elsta hluta skólans á Stokkseyri. Um 150 nemendur eru í skólanum. Nemendur í á elsta stigi á Eyrarbakka fá nú sína kennslu í Samkomuhúsinu Stað og veitingahúsinu Rauða húsinu en á Stokkseyri er ástandi ekki jafn slæmt því þar er nýlegur skóli þar sem yngsta stigið sækir skóla. Barnaskólinn á Eyrarbakka en engin starfsemi fer nú fram í húsinu eftir að mygla greindist þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Skipulags- og byggingarnefndar í Árborg og bæjarfulltrúi í meirihlutanum veit hvað gera skal. „Já, ég er búin að leggja til nýja gamla hugmynd að það verði byggður skóli á milli þorpanna, nýr skóli og íþróttaaðstaða í samræmi við kröfur nútímans þannig að það sé hægt að kenna þar bæði íþróttir og sund,“ segir Sigurjón Vídalín Guðmundsson. Heldur þú að það sé hljómgrunnur fyrir þessu ? „Já, ég tel að svo sé.“ Kennsla fer líka fram í veitingahúsinu Rauða húsinu á Eyrarbakka. Skipaður verður starfshópur á vegum Árborgar um framtíð skólamála á ströndinni. Sigurjón segir að nýr skóli yrði byggður upp í áföngum en kostnaður við hann gæti orðið um einn milljarður. Skóflustunga yrði tekin af nýja skólanum eftir ár ef allt gengur upp. Kennsla fer nú m.a. fram í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með að flytja starfsemina á Selfoss? „Nei, það kemur ekki til greina, það er bæði ekkert pláss fyrir nemendur á Selfossi en þar að auki er það gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið hér niður frá og bæði fyrir þorpin Eyrarbakka og Stokkseyri að hér sé öflugt skólastarf og öflugur skóli,“ segir Sigurjón Vídalín. Mygla hefur líka greinst í elsta húsnæði skólans á Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá nýju staðsetninguna mitt á milli þorpanna eins og Sigurjón sér hana fyrir sér.Aðsend Árborg Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er elsti samfellt starfandi grunnskóli á Íslandi. Hann hefur starfað óslitið frá 25. október árið 1852 þegar skólastarf hófst á Eyrarbakka og fagnar því 170 ára afmæli næsta haust. Nú er hins vegar komið babb í bátinn því mygla greindist í skólanum á Eyrarbakka fyrir nokkrum vikum og er hann því ónothæfur. Og á mánudaginn var staðfest mygla í elsta hluta skólans á Stokkseyri. Um 150 nemendur eru í skólanum. Nemendur í á elsta stigi á Eyrarbakka fá nú sína kennslu í Samkomuhúsinu Stað og veitingahúsinu Rauða húsinu en á Stokkseyri er ástandi ekki jafn slæmt því þar er nýlegur skóli þar sem yngsta stigið sækir skóla. Barnaskólinn á Eyrarbakka en engin starfsemi fer nú fram í húsinu eftir að mygla greindist þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Skipulags- og byggingarnefndar í Árborg og bæjarfulltrúi í meirihlutanum veit hvað gera skal. „Já, ég er búin að leggja til nýja gamla hugmynd að það verði byggður skóli á milli þorpanna, nýr skóli og íþróttaaðstaða í samræmi við kröfur nútímans þannig að það sé hægt að kenna þar bæði íþróttir og sund,“ segir Sigurjón Vídalín Guðmundsson. Heldur þú að það sé hljómgrunnur fyrir þessu ? „Já, ég tel að svo sé.“ Kennsla fer líka fram í veitingahúsinu Rauða húsinu á Eyrarbakka. Skipaður verður starfshópur á vegum Árborgar um framtíð skólamála á ströndinni. Sigurjón segir að nýr skóli yrði byggður upp í áföngum en kostnaður við hann gæti orðið um einn milljarður. Skóflustunga yrði tekin af nýja skólanum eftir ár ef allt gengur upp. Kennsla fer nú m.a. fram í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með að flytja starfsemina á Selfoss? „Nei, það kemur ekki til greina, það er bæði ekkert pláss fyrir nemendur á Selfossi en þar að auki er það gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið hér niður frá og bæði fyrir þorpin Eyrarbakka og Stokkseyri að hér sé öflugt skólastarf og öflugur skóli,“ segir Sigurjón Vídalín. Mygla hefur líka greinst í elsta húsnæði skólans á Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá nýju staðsetninguna mitt á milli þorpanna eins og Sigurjón sér hana fyrir sér.Aðsend
Árborg Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira