Um helmingur íbúa lést á innan við mánuði Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. febrúar 2022 14:32 Frá öldrunarheimili á Spáni. Vísir/Getty Saksóknari í Katalóníu á Spáni hefur ákært tvo stjórnendur öldrunarheimilis fyrir manndráp, en á innan við mánuði, létust 64 íbúar heimilisins, nær helmingur íbúa, vegna Covid 19. Lýsingar saksóknara á ástandinu á heimilinu minna á atriði úr hryllingsmynd. Fá ríki Evrópu fóru eins illa út úr fyrstu bylgju Covid19-farsóttarinnar og Spánn. Þúsundir manna týndu lífi, líkin hlóðust upp á sjúkrahúsum og algert útgöngubann var sett á í landinu um rúmlega þriggja mánaða skeið á fyrri hluta ársins 2020. Sérstaklega slæmt var ástandið á öldrunarheimilum landsins, þar sem gamla fólkið dó unnvörpum án þess að nokkuð fengist að gert. Allt gekk að vonum... í byrjun Á öldrunarheimilinu í Tremp, sem er lítið bæjarfélag í norðanverðri Katalóníu, gekk allt hins vegar vonum framar. Ekki einn einasti maður týndi lífi þar í fyrstu bylgjunni. Þegar önnur bylgjan reið yfir, haustið 2020, stóð hins vegar ekki steinn yfir steini í Tremp, og á einum mánuði frá nóvember til desember, týndu 64 af 140 vistmönnum heimilisins lífinu. Saksóknari hefur lokið rannsókn á aðstæðum og aðbúnaði á heimilinu og skýrslan sú er býsna hryllileg lesning. Svo virðist sem forstjóri heimilisins hafi vanrækt með öllu að gera ráðstafanir fyrir aðra bylgju farsóttarinnar eins og stjórnvöld gerðu strangar kröfur um. Hún upplýsti starfsmenn í engu um hvernig skyldi bregðast við ef og þegar næsta bylgja skylli á, hún skipti heimilinu ekki upp í rauð, appelsínugul og græn svæði, eftir smitum og ástandi íbúa, né gerði nokkrar ráðstafanir varðandi matargjafir, fatnað eða sorphirðu. Alger ringulreið Og þegar starfsmaður greindist með Covid19, þann 19. nóvember var fjandinn laus. Fljótlega smituðust stjórnendur heimilisins og við tók alger ringulreið. Mánuði síðar lágu 64 vistmenn í valnum, tæplega helmingur íbúa heimilisins. Vistmenn, jafnt kórónaveirusmitaðir sem heilbrigðir, héldu áfram að umgangast hver annan á göngum heimilisins, sem gerði það að verkum að smitin dreifðust á ógnarhraða. Enginn greinarmunur var gerður á matargjöfum til smitaðra og heilbrigðra og fatnaði allra var blandað saman. Ringulreiðin var slík, segir í skýrslu saksóknara að dæmi voru um að starfsmenn héldu áfram að mæla hitastig heimilismanna, allt að þremur dögum eftir andlát og vistmenn fengu áfram lyfjagjöf eftir að þeir voru látnir. Ættingjar fengu engar upplýsingar Ættingjum íbúa var meinað að heimsækja þá á þessum tíma og þeir fengu litlar sem engar upplýsingar um ástand ástvina sinna. Dæmi voru um að fólki væri sagt að faðir þeirra eða móðir væri við hestaheilsu, þegar viðkomandi var í raun látinn. Dæmi voru um ættingja sem var nóg boðið, þeir réðust inn á heimilið og fundu þá ættingja sína dána í rúmum sínum. Rannsókn saksóknara tók meira en eitt ár og niðurstaða hans var að ákæra tvo æðstu stjórnendur heimilisins fyrir manndráp. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Fá ríki Evrópu fóru eins illa út úr fyrstu bylgju Covid19-farsóttarinnar og Spánn. Þúsundir manna týndu lífi, líkin hlóðust upp á sjúkrahúsum og algert útgöngubann var sett á í landinu um rúmlega þriggja mánaða skeið á fyrri hluta ársins 2020. Sérstaklega slæmt var ástandið á öldrunarheimilum landsins, þar sem gamla fólkið dó unnvörpum án þess að nokkuð fengist að gert. Allt gekk að vonum... í byrjun Á öldrunarheimilinu í Tremp, sem er lítið bæjarfélag í norðanverðri Katalóníu, gekk allt hins vegar vonum framar. Ekki einn einasti maður týndi lífi þar í fyrstu bylgjunni. Þegar önnur bylgjan reið yfir, haustið 2020, stóð hins vegar ekki steinn yfir steini í Tremp, og á einum mánuði frá nóvember til desember, týndu 64 af 140 vistmönnum heimilisins lífinu. Saksóknari hefur lokið rannsókn á aðstæðum og aðbúnaði á heimilinu og skýrslan sú er býsna hryllileg lesning. Svo virðist sem forstjóri heimilisins hafi vanrækt með öllu að gera ráðstafanir fyrir aðra bylgju farsóttarinnar eins og stjórnvöld gerðu strangar kröfur um. Hún upplýsti starfsmenn í engu um hvernig skyldi bregðast við ef og þegar næsta bylgja skylli á, hún skipti heimilinu ekki upp í rauð, appelsínugul og græn svæði, eftir smitum og ástandi íbúa, né gerði nokkrar ráðstafanir varðandi matargjafir, fatnað eða sorphirðu. Alger ringulreið Og þegar starfsmaður greindist með Covid19, þann 19. nóvember var fjandinn laus. Fljótlega smituðust stjórnendur heimilisins og við tók alger ringulreið. Mánuði síðar lágu 64 vistmenn í valnum, tæplega helmingur íbúa heimilisins. Vistmenn, jafnt kórónaveirusmitaðir sem heilbrigðir, héldu áfram að umgangast hver annan á göngum heimilisins, sem gerði það að verkum að smitin dreifðust á ógnarhraða. Enginn greinarmunur var gerður á matargjöfum til smitaðra og heilbrigðra og fatnaði allra var blandað saman. Ringulreiðin var slík, segir í skýrslu saksóknara að dæmi voru um að starfsmenn héldu áfram að mæla hitastig heimilismanna, allt að þremur dögum eftir andlát og vistmenn fengu áfram lyfjagjöf eftir að þeir voru látnir. Ættingjar fengu engar upplýsingar Ættingjum íbúa var meinað að heimsækja þá á þessum tíma og þeir fengu litlar sem engar upplýsingar um ástand ástvina sinna. Dæmi voru um að fólki væri sagt að faðir þeirra eða móðir væri við hestaheilsu, þegar viðkomandi var í raun látinn. Dæmi voru um ættingja sem var nóg boðið, þeir réðust inn á heimilið og fundu þá ættingja sína dána í rúmum sínum. Rannsókn saksóknara tók meira en eitt ár og niðurstaða hans var að ákæra tvo æðstu stjórnendur heimilisins fyrir manndráp.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira