Var kominn á hættulegan stað Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2022 11:31 Vilhelm Neto hefur hreinlega slegið í gegn síðust ár hér á landi. Vísir/vilhelm Vilhelm Neto er einn vinsælasti skemmtikraftur landsins sem hefur meðal annars vakið mikla athygli í síðustu tveimur Áramótaskaupum. Vilhelm er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Villi meðal annars yfir andlega heilsu og mikilvægi þess að huga vel að henni. Hann hefur glímt sjálfur við þunglyndi í töluverðan tíma og hefur sú vinna verið honum erfið á köflum. „Þetta hefur gengið tiltölulega vel. Ég er á lyfjum og hef síðan verið að hitta sálfræðinginn minn núna í janúar aftur. Mér er mjög annt um andlega heilsu fólks og það sé hægt að tala um það opinberlega, sérstaklega hjá ungum karlmönnum því karlar reyna oft því miður að harka hlutina af sér og það hjálpar voðalega lítið,“ segir Vilhelm og heldur áfram. „Ég hef átt mjög erfiða daga í gegnum ævina, ekkert nýlega eftir að ég fór að læra að takast á við þá á heilbrigðan máta. Ég er mjög þakklátur Kvíðameðferðastöðinni og sálfræðingnum mínum fyrir að halda mér á lífi. Stundum getur bara verið mjög erfitt að vera til og sérstaklega með einhverja svona nýfundna frægð. Ég veit að frægð á Íslandi er ekkert eitthvað ruglað dæmi, en þetta er mjög lítið land.“ Klippa: Einkalífið - Vilhelm Neto Hann segir að grínið hafi oft hjálpað honum í gegnum erfiða tíma. „Með gríni kemst maður oft að því að hlutirnir eru ekki allir hræðilegir. Þegar ég var yngri var ég ég stundum kominn á hættulegan stað með þunglyndið en hef alltaf náð að vinna mig út úr því. En árið 2021 var frekar erfitt, ekki hvað varðar velgengni heldur frekar þegar kemur að einkalífinu og þá var maður smá slæmur á köflum. Mamma tekur alltaf eftir þessu. Það var allskonar erfitt í einkalífinu og ekki hjálpar að fara í sóttkví, ekki það að ég sé eitthvað á móti sóttkví, bara maður fær þá allskonar tilfinningar þar. Maður þarf að læra elska sjálfan sig og ég held að ég held að það sé það sem ég þarf að læra að leggja mest vinnu í það af því ég get átt erfitt með það og þá er mikilvægt að byrja læra elska sjálfan sig og það krefst vinnu, en það kemur.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Vilhelm einnig um upphaf hans í skemmtanabransanum, lífið í Portúgal, þátttöku hans í Skaupinu, uppistandið, leiklistina, framhaldið og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
Í þættinum fer Villi meðal annars yfir andlega heilsu og mikilvægi þess að huga vel að henni. Hann hefur glímt sjálfur við þunglyndi í töluverðan tíma og hefur sú vinna verið honum erfið á köflum. „Þetta hefur gengið tiltölulega vel. Ég er á lyfjum og hef síðan verið að hitta sálfræðinginn minn núna í janúar aftur. Mér er mjög annt um andlega heilsu fólks og það sé hægt að tala um það opinberlega, sérstaklega hjá ungum karlmönnum því karlar reyna oft því miður að harka hlutina af sér og það hjálpar voðalega lítið,“ segir Vilhelm og heldur áfram. „Ég hef átt mjög erfiða daga í gegnum ævina, ekkert nýlega eftir að ég fór að læra að takast á við þá á heilbrigðan máta. Ég er mjög þakklátur Kvíðameðferðastöðinni og sálfræðingnum mínum fyrir að halda mér á lífi. Stundum getur bara verið mjög erfitt að vera til og sérstaklega með einhverja svona nýfundna frægð. Ég veit að frægð á Íslandi er ekkert eitthvað ruglað dæmi, en þetta er mjög lítið land.“ Klippa: Einkalífið - Vilhelm Neto Hann segir að grínið hafi oft hjálpað honum í gegnum erfiða tíma. „Með gríni kemst maður oft að því að hlutirnir eru ekki allir hræðilegir. Þegar ég var yngri var ég ég stundum kominn á hættulegan stað með þunglyndið en hef alltaf náð að vinna mig út úr því. En árið 2021 var frekar erfitt, ekki hvað varðar velgengni heldur frekar þegar kemur að einkalífinu og þá var maður smá slæmur á köflum. Mamma tekur alltaf eftir þessu. Það var allskonar erfitt í einkalífinu og ekki hjálpar að fara í sóttkví, ekki það að ég sé eitthvað á móti sóttkví, bara maður fær þá allskonar tilfinningar þar. Maður þarf að læra elska sjálfan sig og ég held að ég held að það sé það sem ég þarf að læra að leggja mest vinnu í það af því ég get átt erfitt með það og þá er mikilvægt að byrja læra elska sjálfan sig og það krefst vinnu, en það kemur.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Vilhelm einnig um upphaf hans í skemmtanabransanum, lífið í Portúgal, þátttöku hans í Skaupinu, uppistandið, leiklistina, framhaldið og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira