Ríkið bregst þolendum ofbeldisglæpa Indriði Ingi Stefánsson skrifar 16. febrúar 2022 07:00 Þegar fólk verður fyrir ofbeldi getur verið nokkuð löng þrautarganga að fá einhvers konar réttlæti. Verður málið rannsakað? Verði það rannsakað, verður það tekið fyrir? Verði það tekið fyrir, verður þá ákært? Verði ákært, næst sakfelling? Göngum nú út frá því að allt þetta gerist og sakfelling náist, þá er þolenda mögulega dæmdar bætur. Þá er síðasta spurningin, tryggir ríkið bæturnar? Ríkið tryggir bara sumar bætur Til að ríkið tryggi bæturnar þarf upphæðin að uppfylla ákveðin skilyrði. Séu bætur hærri en 400 þúsund tryggir ríkið bæturnar upp að 5 milljónum. Þetta varð til þess að ég sendi fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem ég óskaði eftir árlegum fjölda þolenda sem eru dæmdar bætur undir 400 þúsund og áætluðum kostnaði við að tryggja greiðslur til þessara þolenda. Svar sem ekki svarar fyrirspurninni Nýlega barst mér svar við þessari fyrirspurn, sem þó svaraði ekki spurningunni efnislega heldur eingöngu að á síðustu 10 árum hefði í 900 málum verið dæmdar bætur en tilgreindi ekki hversu oft bæturnar hefðu verið undir 400 þúsund krónum. Í raun eru fyrir hvert mál tveir möguleikar að bæturnar hafi verið yfir 400 þúsund krónum eða ekki. Í þeim tilfellum sem bæturnar eru hærri er ríkið þegar að greiða kostnaðinn og því aðeins um að ræða þau mál sem bæturnar eru lægri en 400 þúsund, fyrir hvert þeirra mála er svo aðeins um þann hluta bótana sem ríkið nær ekki að innheimta af geranda. Metum samt umfangið Við getum samt út frá þessum upplýsingum gróflega áætlað þennan kostnað, því skulum við þá framkvæma þá einföldu útreikninga sem þarf til að umfangsmeta þetta. Meðalfjöldi mála á ári hverju eru 900/10 = 90, gefum okkur einfaldlega að í öllum málunum séu dæmdar bætur 399.999 og því ekki tryggðar af ríkinu og að ríkið nái ekki að innheimta eina krónu af gerendum. Í þessu allra versta tilfelli væri kostnaðaraukning ríkisins á ári hverju tæpar 36 milljónir. En nokkuð augljóslega verður kostnaðaraukningin ekki svona mikil. Þessu átti fyrirspurnin að svara en gerir ekki. Óháð öllu er tilfellið er að þessi kostnaður er smánarlega lítill sem og sparnaðurinn, sem er á kostnað þolenda ofbeldisglæpa. Hvað er á bak við tölurnar? Tölur eru ekki mannlegar, en á bak við hverja einustu tölu er þolandi sem brotið var á. Með því að tryggja þolendum ekki bæturnar þýðir fyrir þolanda að málinu er ekki lokið, þarna er óuppgerð skuld sem þolandi hefur litla möguleika á að innheimta og í mörgum tilfellum hefur þolandi ekki þrek til þess. Það er skömm að því að ekki fáist þetta einfalda svar, að það kosti ríkið að hámarki 36 milljónir á ári að tryggja þessum þolendum þessar bætur. Sem geta aldrei bætt þann skaða sem þolandi varð fyrir en væru fyrst og fremst viðurkenning og merki um að málinu væri lokið. Það er óskiljanlegt að þessu hafi ekki verið breytt fyrir löngu. Verandi varaþingmaður er óvíst hvort eða hvenær ég fæ tækifæri, en það mun verða mitt fyrsta verk komi til þess, að mæla fyrir þessari breytingu, nema annar þingmaður verði fyrri til - sem ég sannarlega vona. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Kynferðisofbeldi Indriði Stefánsson Kópavogur Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk verður fyrir ofbeldi getur verið nokkuð löng þrautarganga að fá einhvers konar réttlæti. Verður málið rannsakað? Verði það rannsakað, verður það tekið fyrir? Verði það tekið fyrir, verður þá ákært? Verði ákært, næst sakfelling? Göngum nú út frá því að allt þetta gerist og sakfelling náist, þá er þolenda mögulega dæmdar bætur. Þá er síðasta spurningin, tryggir ríkið bæturnar? Ríkið tryggir bara sumar bætur Til að ríkið tryggi bæturnar þarf upphæðin að uppfylla ákveðin skilyrði. Séu bætur hærri en 400 þúsund tryggir ríkið bæturnar upp að 5 milljónum. Þetta varð til þess að ég sendi fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem ég óskaði eftir árlegum fjölda þolenda sem eru dæmdar bætur undir 400 þúsund og áætluðum kostnaði við að tryggja greiðslur til þessara þolenda. Svar sem ekki svarar fyrirspurninni Nýlega barst mér svar við þessari fyrirspurn, sem þó svaraði ekki spurningunni efnislega heldur eingöngu að á síðustu 10 árum hefði í 900 málum verið dæmdar bætur en tilgreindi ekki hversu oft bæturnar hefðu verið undir 400 þúsund krónum. Í raun eru fyrir hvert mál tveir möguleikar að bæturnar hafi verið yfir 400 þúsund krónum eða ekki. Í þeim tilfellum sem bæturnar eru hærri er ríkið þegar að greiða kostnaðinn og því aðeins um að ræða þau mál sem bæturnar eru lægri en 400 þúsund, fyrir hvert þeirra mála er svo aðeins um þann hluta bótana sem ríkið nær ekki að innheimta af geranda. Metum samt umfangið Við getum samt út frá þessum upplýsingum gróflega áætlað þennan kostnað, því skulum við þá framkvæma þá einföldu útreikninga sem þarf til að umfangsmeta þetta. Meðalfjöldi mála á ári hverju eru 900/10 = 90, gefum okkur einfaldlega að í öllum málunum séu dæmdar bætur 399.999 og því ekki tryggðar af ríkinu og að ríkið nái ekki að innheimta eina krónu af gerendum. Í þessu allra versta tilfelli væri kostnaðaraukning ríkisins á ári hverju tæpar 36 milljónir. En nokkuð augljóslega verður kostnaðaraukningin ekki svona mikil. Þessu átti fyrirspurnin að svara en gerir ekki. Óháð öllu er tilfellið er að þessi kostnaður er smánarlega lítill sem og sparnaðurinn, sem er á kostnað þolenda ofbeldisglæpa. Hvað er á bak við tölurnar? Tölur eru ekki mannlegar, en á bak við hverja einustu tölu er þolandi sem brotið var á. Með því að tryggja þolendum ekki bæturnar þýðir fyrir þolanda að málinu er ekki lokið, þarna er óuppgerð skuld sem þolandi hefur litla möguleika á að innheimta og í mörgum tilfellum hefur þolandi ekki þrek til þess. Það er skömm að því að ekki fáist þetta einfalda svar, að það kosti ríkið að hámarki 36 milljónir á ári að tryggja þessum þolendum þessar bætur. Sem geta aldrei bætt þann skaða sem þolandi varð fyrir en væru fyrst og fremst viðurkenning og merki um að málinu væri lokið. Það er óskiljanlegt að þessu hafi ekki verið breytt fyrir löngu. Verandi varaþingmaður er óvíst hvort eða hvenær ég fæ tækifæri, en það mun verða mitt fyrsta verk komi til þess, að mæla fyrir þessari breytingu, nema annar þingmaður verði fyrri til - sem ég sannarlega vona. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar