Djokovic hótar því að keppa ekki á Wimbledon eða Opna franska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2022 10:30 Novak Djokovic er frábær tennisspilari en andstaða hans við að láta bólusetja sig gæti haft mikil áhrif á framhald ferilsins. Getty/Daniel Pockett Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic hefur veitt fyrsta viðtalið sitt eftir að hafa verið rekinn úr landi af Áströlum í síðasta mánuði. Djokovic er harður á andstöðu sinni við að fara sjálfur í bólusetningu en segist samt ekki vera á móti bólusetningum heilt yfir. „Ég hef aldrei sagt að ég væri hluti af þeirri hreyfingu,“ sagði Novak Djokovic í viðtali við breska ríkisútvarpið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Hann vill fá að taka sína eigin ákvörðun. „Grundvallaratriði ákvörðunartöku minnar í sambandi við minn líkama skipta meira máli en að vinna titla eða nokkuð annað,“ sagði Djokovic. „Ég er að reyna að vera í tengslum við minn líkama eins mikið og ég mögulega get. Miðað við allar þær upplýsingar sem ég var með í höndunum þá tók ég þá ákvörðun að láta ekki bólusetja mig,“ sagði Djokovic en útilokaði þó ekki að það gæti breyst. Það sem breytist ekki er að hann mun ekki fórna þessum hugsjónum sínum fyrir möguleikann á því að verða sá sigursælasti í sögunni. Djokovic sagðist nefnilega í viðtalinu að hann myndi fórna risamótum í framtíðinni þar sem skylda væri að vera bólusettur. „Já það er fórnarkostnaður sem ég er tilbúinn að greiða,“ sagði Djokovic. Hann hefur titil að verja bæði á Wimbledon mótinu sem og á opna franska meistaramótinu. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Djokovic var sigurstranglegur á Opna ástralska mótinu í janúar og hefði orðið sá sigursælasti í sögunni með því að vinna það mót þriðja árið í röð. Þess í stað var hann rekinn úr landi og Spánverjinn Rafael Nadal nýtti sér það og varð sá fyrsti til að vinna 21 risatitil. Fyrir mótið voru Djokovic, Nadal og Roger Federer allir jafnir með tuttugu risatitla. Djokovic er yngstur af þeim þremur og var líka á mikilli siglingu þegar bólusetningarmálið fór að trufla hans þátttöku á tennismótum. Tennis Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
Djokovic er harður á andstöðu sinni við að fara sjálfur í bólusetningu en segist samt ekki vera á móti bólusetningum heilt yfir. „Ég hef aldrei sagt að ég væri hluti af þeirri hreyfingu,“ sagði Novak Djokovic í viðtali við breska ríkisútvarpið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Hann vill fá að taka sína eigin ákvörðun. „Grundvallaratriði ákvörðunartöku minnar í sambandi við minn líkama skipta meira máli en að vinna titla eða nokkuð annað,“ sagði Djokovic. „Ég er að reyna að vera í tengslum við minn líkama eins mikið og ég mögulega get. Miðað við allar þær upplýsingar sem ég var með í höndunum þá tók ég þá ákvörðun að láta ekki bólusetja mig,“ sagði Djokovic en útilokaði þó ekki að það gæti breyst. Það sem breytist ekki er að hann mun ekki fórna þessum hugsjónum sínum fyrir möguleikann á því að verða sá sigursælasti í sögunni. Djokovic sagðist nefnilega í viðtalinu að hann myndi fórna risamótum í framtíðinni þar sem skylda væri að vera bólusettur. „Já það er fórnarkostnaður sem ég er tilbúinn að greiða,“ sagði Djokovic. Hann hefur titil að verja bæði á Wimbledon mótinu sem og á opna franska meistaramótinu. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Djokovic var sigurstranglegur á Opna ástralska mótinu í janúar og hefði orðið sá sigursælasti í sögunni með því að vinna það mót þriðja árið í röð. Þess í stað var hann rekinn úr landi og Spánverjinn Rafael Nadal nýtti sér það og varð sá fyrsti til að vinna 21 risatitil. Fyrir mótið voru Djokovic, Nadal og Roger Federer allir jafnir með tuttugu risatitla. Djokovic er yngstur af þeim þremur og var líka á mikilli siglingu þegar bólusetningarmálið fór að trufla hans þátttöku á tennismótum.
Tennis Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ Sjá meira