„Þetta er einfaldlega orkustigið sem þarf ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 14. febrúar 2022 21:20 Jóhann Þór stýrði Grindavík í kvöld. Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, var við stjórnvölin í kvöld þar sem Daníel Guðni tók út leikbann. Hann tók undir þá greiningu mína að það hefði verið engu líkara en tvö mismunandi Grindavíkurlið hefðu mætt til leiks í fyrri og seinni hálfleik, en frammistaðan var eins og svart og hvítt hjá þeim gulklæddu í kvöld. „Já það er alveg rétt hjá þér. Við vorum mjög flatir í fyrri hálfleik og varnarleikurinn mjög langt frá því sem við ætluðum okkur. Við vorum með ákveðna hluti í „scouting“ fyrir leik sem við ætluðum að nýta okkur sem var bara alls ekki að ganga í fyrri hálfleik. Við breyttum aðeins til í hálfleik og komum þá loksins orkustiginu upp hjá okkur sem þarf einfaldlega bara að vera til staðar ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild. Við erum bara mjög sáttir við seinni hálfleikinn.“ Talandi um orkustigið þá tók Grindavík 16-0 áhlaup á Val og utanfrá séð hefði ekki komið neinum á óvart þó svo að orkan hefði klárast eftir þriðja leikhluta. Sú varð þó heldur betur ekki raunin. „Við náttúrulega fengum svakalegt framlag frá EC í þriðja leikhluta, og raunar í fjórða líka þó hann hafi ekki verið að skora þá. Við gerðum líka vel í að skipta og rótera og þær breytingar sem við vorum að gera komu þokkalega vel út. Ég verð bara að senda mikið hrós á drengina fyrir það hvernig þeir spiluðu hér í seinni hálfleik.“ Jói vildi lítið spá um framhaldið enda deildin æði óútreiknanleg og staðan í töflunni þétt. „Eins og ég sagði fyrir leik, það er bara „on to the next one“. Við erum að fara að spila við Njarðvík á föstudaginn og svo kemur landsleikjahlé. Það er bara sá leikur næst. Við vorum flottir í kvöld og náum vonandi að byggja ofan á þessa frammistöðu í næsta leik.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
„Já það er alveg rétt hjá þér. Við vorum mjög flatir í fyrri hálfleik og varnarleikurinn mjög langt frá því sem við ætluðum okkur. Við vorum með ákveðna hluti í „scouting“ fyrir leik sem við ætluðum að nýta okkur sem var bara alls ekki að ganga í fyrri hálfleik. Við breyttum aðeins til í hálfleik og komum þá loksins orkustiginu upp hjá okkur sem þarf einfaldlega bara að vera til staðar ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild. Við erum bara mjög sáttir við seinni hálfleikinn.“ Talandi um orkustigið þá tók Grindavík 16-0 áhlaup á Val og utanfrá séð hefði ekki komið neinum á óvart þó svo að orkan hefði klárast eftir þriðja leikhluta. Sú varð þó heldur betur ekki raunin. „Við náttúrulega fengum svakalegt framlag frá EC í þriðja leikhluta, og raunar í fjórða líka þó hann hafi ekki verið að skora þá. Við gerðum líka vel í að skipta og rótera og þær breytingar sem við vorum að gera komu þokkalega vel út. Ég verð bara að senda mikið hrós á drengina fyrir það hvernig þeir spiluðu hér í seinni hálfleik.“ Jói vildi lítið spá um framhaldið enda deildin æði óútreiknanleg og staðan í töflunni þétt. „Eins og ég sagði fyrir leik, það er bara „on to the next one“. Við erum að fara að spila við Njarðvík á föstudaginn og svo kemur landsleikjahlé. Það er bara sá leikur næst. Við vorum flottir í kvöld og náum vonandi að byggja ofan á þessa frammistöðu í næsta leik.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum