Halldór eftir tap fyrir Njarðvík: Við vorum hér í kvöld með 7-8 einstaklinga á meðan þær voru með eitt grjóthart lið Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 13. febrúar 2022 21:32 Halldór segir Njarðvík hafa verið miklu betra lið í leiknum. Vísir/Vilhelm Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var ómyrkur í máli eftir stórt tap hans stúlkna gegn Njarðvík á útivelli í kvöld. Hann vildi meina að í kvöld hefðu mætt einstaklingar til leiks hjá Fjölni, sem kann ekki góðri lukki að stýra þegar andstæðingarnir eru „grjóthart lið“ eins og hann komst sjálfur að orði: „Njarðvík var bara mikið betra lið hér í dag og eru búnar að vera það í vetur þegar við höfum mætt þeim. Við erum bara ekki nógu góðar, það er bara svoleiðis. Við þurfum bara að gera miklu betur. Við vorum hér í kvöld með 7-8 einstaklinga meðan þær voru með eitt grjóthart lið.“ Þrátt fyrir að hafa unnið sex leiki í röð fyrir þessa tvo tapleiki sem nú eru komnir í hús, vildi Halldór ekki taka undir að það hefði verið góður gangur á liðinu hans fram til þessa. Árið 2022 væri í raun alveg ómögulegt og hann óskaði þess heitast að eiga tímavél og fara eins og tvo mánuði aftur í tímann. „Það hefur náttúrulega ekki verið að ganga vel. Við töpuðum seinasta, þetta var þriðji leikurinn okkar á árinu 2022 og við höfum bara ekki mætt í þessa leiki. Ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska þess að árið væri aftur 2021 og gætum verið að spila þann körfubolta sem við vorum að spila. Þetta er hreinlega ekki sama lið og ég var með í höndunum hér fyrir stuttu. Við þurfum bara að fara í alvöru naflaskoðun um hvað við ætlum að gera ef við ætlum að reyna að gera atlögu að þessum efstu sætum. Við höfðum smá vald á því að geta náð 1. sætinu en það er bara algjörlega farið og lið fara bara að sjá það að við séum „up for grabs“. Það er eitthvað sem við sem einstaklingar í liðinu þurfum bara að taka alvöru umræðu um, tala um það hvað við ætlum að gera.“ Þrátt fyrir ákveðið vonleysi eftir þessa frammistöðu viðurkenndi Halldór þó að Fjölnir væri ennþá í bullandi séns í toppbaráttunni. „Sem betur fer eigum við leik á miðvikudaginn til að koma til baka. Við erum ennþá í jöfnum sætum með Val og Njarðvík, öll með 5 töp en við hefðum geta verið að setja okkur í góða stöðu á toppnum með því að mæta í þennan leik en það eru bara allir hausarnir einhversstaðar annarsstaðar, ég veit ekki hvar. En ég get bara ekki beðið eftir að komast inná æfingar, þar er greinilega vandamálið. Við komum inn í þennan leik og ætlum að tuða í hvert einasta skipti sem þar sem við fáum ekki akkúrat það sem við viljum. Við höldum að við séum með eitthvað í áskrift hjá dómurunum. Það er bara margt sem við þurfum að laga og vonandi gerist það í næsta leik.“ Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert lát á sigurgöngu Tryggva og félaga Paul George dæmdur í 25 leikja bann Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Sjá meira
„Njarðvík var bara mikið betra lið hér í dag og eru búnar að vera það í vetur þegar við höfum mætt þeim. Við erum bara ekki nógu góðar, það er bara svoleiðis. Við þurfum bara að gera miklu betur. Við vorum hér í kvöld með 7-8 einstaklinga meðan þær voru með eitt grjóthart lið.“ Þrátt fyrir að hafa unnið sex leiki í röð fyrir þessa tvo tapleiki sem nú eru komnir í hús, vildi Halldór ekki taka undir að það hefði verið góður gangur á liðinu hans fram til þessa. Árið 2022 væri í raun alveg ómögulegt og hann óskaði þess heitast að eiga tímavél og fara eins og tvo mánuði aftur í tímann. „Það hefur náttúrulega ekki verið að ganga vel. Við töpuðum seinasta, þetta var þriðji leikurinn okkar á árinu 2022 og við höfum bara ekki mætt í þessa leiki. Ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska þess að árið væri aftur 2021 og gætum verið að spila þann körfubolta sem við vorum að spila. Þetta er hreinlega ekki sama lið og ég var með í höndunum hér fyrir stuttu. Við þurfum bara að fara í alvöru naflaskoðun um hvað við ætlum að gera ef við ætlum að reyna að gera atlögu að þessum efstu sætum. Við höfðum smá vald á því að geta náð 1. sætinu en það er bara algjörlega farið og lið fara bara að sjá það að við séum „up for grabs“. Það er eitthvað sem við sem einstaklingar í liðinu þurfum bara að taka alvöru umræðu um, tala um það hvað við ætlum að gera.“ Þrátt fyrir ákveðið vonleysi eftir þessa frammistöðu viðurkenndi Halldór þó að Fjölnir væri ennþá í bullandi séns í toppbaráttunni. „Sem betur fer eigum við leik á miðvikudaginn til að koma til baka. Við erum ennþá í jöfnum sætum með Val og Njarðvík, öll með 5 töp en við hefðum geta verið að setja okkur í góða stöðu á toppnum með því að mæta í þennan leik en það eru bara allir hausarnir einhversstaðar annarsstaðar, ég veit ekki hvar. En ég get bara ekki beðið eftir að komast inná æfingar, þar er greinilega vandamálið. Við komum inn í þennan leik og ætlum að tuða í hvert einasta skipti sem þar sem við fáum ekki akkúrat það sem við viljum. Við höldum að við séum með eitthvað í áskrift hjá dómurunum. Það er bara margt sem við þurfum að laga og vonandi gerist það í næsta leik.“
Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert lát á sigurgöngu Tryggva og félaga Paul George dæmdur í 25 leikja bann Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Sjá meira