Segir skelfilega stöðu komna upp Snorri Másson skrifar 13. febrúar 2022 16:04 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er uggandi vegna stöðunnar. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir það skelfilega þróun að skotárásir séu orðnar eins tíðar og raunin hefur verið að undanförnu. Hann telur að bæta þurfi rannsóknarheimildir lögreglu til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Grófum ofbeldisverkum er að fjölga á Íslandi - átök á milli hópa og gengja eru í auknum mæli gerð upp með skotbardögum. Í dag er nákvæmlega ár frá morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði. Síðar á árinu í júní var skotið á mann við kaffistofu Samhjálpar og á Egilsstöðum í ágúst. Þá hefur verið sagt frá ítrekuðum skotum á hús í Kópavogi og skotum á bíl eða skrifstofur stjórnmálamanna. Nú síðast voru tvær skotárásir í sömu viku, önnur þeirra í miðbæ Reykjavíkur í nótt. „Mér er bara brugðið, eins og öðrum, verulega brugðið. Ég mun ræða þetta á næstunni við lögregluna og fara yfir þessa stöðu með þeim. Ég veit að menn eru þar mjög vakandi yfir þessu,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. „Þetta er auðvitað bara alveg skelfileg staða og þróun og verulegt áhyggjuefni.“ Áhyggjur yfirvalda beinast að auknum vopnaburði, hvort sem er í skotvopnum eða eggvopnum. Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 300 útköll á síðasta ári þar sem vopn komu við sögu. Fjallað var um það á Stöð 2 í sumar, að sprenging hefði orðið í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Árið 2016 og 17 voru engin sjálfvirk skotvopn flutt til landsins, 19 árið 2019 og 252 árið 2020. Þá eru 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi - en sjö var stolið á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Vopnin ganga líka kaupum og sölu, meðal annars í forritum eins og Telegram. Á skjáskotum má sjá úrval skotvopna auglýst á íslenskum hópum. „Við sjáum að þetta er vaxandi vandamál og við þessu verðum við að reyna að bregðast og erum að reyna að bregðast við.“ Þar vísar ráðherra til aukinna rannsóknarheimilda, en aðspurður segist hann ekki fylgjandi almennum vopnaburði lögreglu, enda sjái sérsveitin um þann þátt mála. Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Tengdar fréttir „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Grófum ofbeldisverkum er að fjölga á Íslandi - átök á milli hópa og gengja eru í auknum mæli gerð upp með skotbardögum. Í dag er nákvæmlega ár frá morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði. Síðar á árinu í júní var skotið á mann við kaffistofu Samhjálpar og á Egilsstöðum í ágúst. Þá hefur verið sagt frá ítrekuðum skotum á hús í Kópavogi og skotum á bíl eða skrifstofur stjórnmálamanna. Nú síðast voru tvær skotárásir í sömu viku, önnur þeirra í miðbæ Reykjavíkur í nótt. „Mér er bara brugðið, eins og öðrum, verulega brugðið. Ég mun ræða þetta á næstunni við lögregluna og fara yfir þessa stöðu með þeim. Ég veit að menn eru þar mjög vakandi yfir þessu,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. „Þetta er auðvitað bara alveg skelfileg staða og þróun og verulegt áhyggjuefni.“ Áhyggjur yfirvalda beinast að auknum vopnaburði, hvort sem er í skotvopnum eða eggvopnum. Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 300 útköll á síðasta ári þar sem vopn komu við sögu. Fjallað var um það á Stöð 2 í sumar, að sprenging hefði orðið í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Árið 2016 og 17 voru engin sjálfvirk skotvopn flutt til landsins, 19 árið 2019 og 252 árið 2020. Þá eru 180 vélbyssur í einkaeigu á Íslandi og flestar þeirra virkar. Flestar byssur sem notaðar eru í glæpum á Íslandi eru þýfi - en sjö var stolið á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Vopnin ganga líka kaupum og sölu, meðal annars í forritum eins og Telegram. Á skjáskotum má sjá úrval skotvopna auglýst á íslenskum hópum. „Við sjáum að þetta er vaxandi vandamál og við þessu verðum við að reyna að bregðast og erum að reyna að bregðast við.“ Þar vísar ráðherra til aukinna rannsóknarheimilda, en aðspurður segist hann ekki fylgjandi almennum vopnaburði lögreglu, enda sjái sérsveitin um þann þátt mála.
Skotvopn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Tengdar fréttir „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37
Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29
Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. 13. febrúar 2022 09:26