Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2022 14:21 Utanríkisráðherrarnir tveir, Lavrov (t.v.) og Blinken. Russian Foreign Ministry / Handout/Anadolu Agency via Gett Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. Frá þessu segir Tass, sem er fréttaveita í eigu rússneska ríkisins. Þar segir að ástæða ákvörðunarinnar sé „möguleg ögrun stjórnvalda í Kíev eða annarra ríkja,“ og er það haft eftir Maríu Zakharova, talskonu utanríkisráðuneytis Rússa. Rússneski herinn er með fjölda hermanna við landamæri Rússlands og Úkraínu, sem Bandaríkin og bandamenn þeirra telja til marks um að Rússland hyggi á innrás í Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld segja það af og frá en Bandaríkjastjórn tekur þeim yfirlýsingum með fyrirvara. Þannig hafa bandarísk stjórnvöld byrjað að flytja flest sendiráðsstarfsfólk sitt í Úkraínu aftur heim til Bandaríkjanna og beint því til ríkisborgara sinna að fara frá landinu sem fyrst. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur óskað eftir því að Íslendingar í Úkraínu láti vita af sér og ráðuneytið vinnur nú að því að koma sér í samband við viðkomandi Íslendinga. Samningsvilji sé enn fyrir hendi Financial Times hefur eftir Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að viðræður milli Bandaríkjanna og Rússlands standi nú yfir. Kvaðst hann hafa sagt kollega sínum frá Rússlandi, Sergei Lavrov, að samningsvilji væri fyrir hendi. Ef Rússar vildu hins vegar leysa farsællega úr deilum ríkjanna, þyrftu stjórnvöld að „draga úr viðbragði sínu og taka þátt í viðræðum í góðri trú.“ Þá sagði Blinken að innrás Rússa í Úkraínu myndi leiða til „einbeittra, umfangsmikilla viðbragða af hálfu aðila beggja megin Atlantshafsins,“ og vísaði þar væntanlega til þess að Rússar mættu eiga von á því að Atlantshafsbandalagið myndi bregðast við innrás af fullum þunga, þrátt fyrir að Úkraína sé ekki aðili að bandalaginu. Rússneska utanríkisráðuneytið hefur hins vegar gefið út að Lavrov hafi tjáð Blinken að „áróðursherferð vesturlanda um árásargirni Rússa“ væri ætlað að hvetja Úkraínu til þess að ganga á bak Minsk-samkomulagsins frá 2015. Samkomulaginu var ætlað að binda endi á átök Úkraínu við aðskilnaðarsinna á Donbas-svæðinu í Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Rússland Úkraína Bandaríkin Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ 11. febrúar 2022 20:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Frá þessu segir Tass, sem er fréttaveita í eigu rússneska ríkisins. Þar segir að ástæða ákvörðunarinnar sé „möguleg ögrun stjórnvalda í Kíev eða annarra ríkja,“ og er það haft eftir Maríu Zakharova, talskonu utanríkisráðuneytis Rússa. Rússneski herinn er með fjölda hermanna við landamæri Rússlands og Úkraínu, sem Bandaríkin og bandamenn þeirra telja til marks um að Rússland hyggi á innrás í Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld segja það af og frá en Bandaríkjastjórn tekur þeim yfirlýsingum með fyrirvara. Þannig hafa bandarísk stjórnvöld byrjað að flytja flest sendiráðsstarfsfólk sitt í Úkraínu aftur heim til Bandaríkjanna og beint því til ríkisborgara sinna að fara frá landinu sem fyrst. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur óskað eftir því að Íslendingar í Úkraínu láti vita af sér og ráðuneytið vinnur nú að því að koma sér í samband við viðkomandi Íslendinga. Samningsvilji sé enn fyrir hendi Financial Times hefur eftir Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að viðræður milli Bandaríkjanna og Rússlands standi nú yfir. Kvaðst hann hafa sagt kollega sínum frá Rússlandi, Sergei Lavrov, að samningsvilji væri fyrir hendi. Ef Rússar vildu hins vegar leysa farsællega úr deilum ríkjanna, þyrftu stjórnvöld að „draga úr viðbragði sínu og taka þátt í viðræðum í góðri trú.“ Þá sagði Blinken að innrás Rússa í Úkraínu myndi leiða til „einbeittra, umfangsmikilla viðbragða af hálfu aðila beggja megin Atlantshafsins,“ og vísaði þar væntanlega til þess að Rússar mættu eiga von á því að Atlantshafsbandalagið myndi bregðast við innrás af fullum þunga, þrátt fyrir að Úkraína sé ekki aðili að bandalaginu. Rússneska utanríkisráðuneytið hefur hins vegar gefið út að Lavrov hafi tjáð Blinken að „áróðursherferð vesturlanda um árásargirni Rússa“ væri ætlað að hvetja Úkraínu til þess að ganga á bak Minsk-samkomulagsins frá 2015. Samkomulaginu var ætlað að binda endi á átök Úkraínu við aðskilnaðarsinna á Donbas-svæðinu í Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.
Rússland Úkraína Bandaríkin Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ 11. febrúar 2022 20:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08
Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ 11. febrúar 2022 20:08
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44