Hnoðaði föður sinn til lífsins: „Ég ætlaði ekkert bara að horfa á pabba fara þarna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. febrúar 2022 20:50 Elsa Albertsdóttir, Skyndihjálpamaður ársins 2021, og Albert Eðvaldsson, faðir hennar. Vísir/Egill Ung kona sem bjargaði lífi föður síns með því að beita skyndihjálp þegar hann fór í hjartastopp er Skyndihjálparmaður ársins 2021. Hún segir skyndihjálparnámskeið sem hún sótti hafa skipt sköpum en þökk sé snöggum viðbrögðum hennar er faðir hennar við fulla heilsu í dag. Skyndihjálpamaður ársins 2021 var útnefndur af Rauða krossinum í dag en það var 22 ára háskólaneminn Elsa Albertsdóttir sem varð fyrir valinu þar sem hún bjargaði föður sínum, Alberti Eðvaldssyni, þegar hann fór í hjartastopp síðastliðið sumar. Elsa minnist þess að þau hafi verið stödd heima hjá afa hennar ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum að horfa á fótboltaleik þann 22. ágúst þegar hún tók eftir því að faðir hennar lognaðist út af. „Við förum bara í það að spyrja hvort það sé í lagi og hann svarar engu,“ segir Elsa og minnist þess að hann hafi gefið skrýtin hljóð frá sér en þá hringdi fjölskyldan í neyðarlínuna. Því næst byrjuðu þau að færa Albert úr stólnum en þá tók Elsa eftir því að öndunarvegur hans væri lokaður. „Þannig ég bara byrja að hnoða hann, það var eitthvað sem sagði mér bara að gera það. Síðan skipaði ég afa að blása á móti mér og mági pabba að halda höfðinu hans til að opna öndunarveginn,“ segir Elsa. Þau héldu þessu áfram í um sex til sjö mínútur þar til sjúkraflutningarmenn mættu á vettvang en þeir notuðu hjartastuðtæki á Albert og var hann endurlífgaður á staðnum. Hann var því næst fluttur á spítala og dvaldi á hjartadeild í þrjár nætur. „Ég var þarna bara í góðum málum að spjalla við mína ástvini og fjölskyldu og við vorum held ég bara að ræða veiði, ég og mágur minn,“ minnist Albert um daginn . „Ég var með símann minn og ætlaði að gera eitthvað en svo kom bara svima tilfinning yfir mig og ég man ekkert meira eftir það nema á gólfinu þegar ég rankaði við mér.“ Fyrstu mínúturnar mikilvægastar Hann hafði farið í hjartastopp sem orsakaðist af því sem kallast kransæðarof en hann segir að engin merki hafi verið um að neitt væri að áður en hann fór í hjartastopp. Hann kveðst nú fullfrískur og kann heilbrigðisstarfsmönnum á Suðurnesjum miklar þakkir. Þá segir hann snör viðbrögð dóttur sinnar hafa skipt sköpum, enda eru fyrstu mínúturnar lang mikilvægastar, og finnst honum vel við hæfi að dóttir hans sé skyndihjálparmaður ársins. Albert mætti með Elsu þegar hún hlaut verðlaunin. Mynd/Rauði krossinn „Hún hefur gert lítið úr þessu. Hún hefur alltaf sagt; „þetta er bara eitthvað sem ég varð að gera,“ en það er náttúrulega bara magnað að geta brugðist við, gert þetta og líka við ástvin sinn. Þannig að þetta er einstakt,“ segir Albert en Elsa segir það hafa hjálpað að um væri að ræða föður hennar. „Ég ætlaði ekkert bara að horfa á pabba fara þarna, það hjálpaði mér að halda áfram og fá þennan styrk til að geta gert þetta og brugðist svona við,“ segir Elsa. Sjálf hafði Elsa sótt skyndihjálparnámskeið þrjú ár í röð og segir það þeim að þakka að hún hafi náð að halda föður sínum á lífi. Bjóstu einhvern tímann við að þurfa að nota það sem þú lærðir á þessum námskeiðum? Aldrei, mér hefði aldrei dottið það í hug. En svo bara veit maður ekki, eins og með pabba, það var enginn fyrirboði þannig maður veit aldrei hvenær maður lendir í þessum aðstæðum og bara um að gera að fara á þessi námskeið, þá veistu alla vega hvað þú átt að gera,“ segir Elsa og tekur Albert undir. Frá athöfn 112 dagsins. Mynd/Rauði krossinn „Alveg sama hvar þú ert þá þarftu mögulega að beita skyndihjálp af einhverju tagi. Það er ekkert endilega hjartahnoð eða endurlífgun, það getur verið að aðstoða við yfirlið eða koma fólki í betri stöðu, stöðva blæðingu eða bruna, það er svo margt sem að þú lærir líka á þessum námskeiðum,“ segir Albert. „Ég held að það skipti máli, líka bara í lífinu, að vera tilbúinn og óhræddur við að taka af skarið,“ segir hann enn fremur. Elsa segist mjög þakklát fyrir að hafa verið valin sem skyndihjálparmaður ársins og stefnir á að nýta sína reynslu til að hjálpa öðrum. Hún vísar til þess að í Slóvakíu, þar sem vinkona hennar er í læknanámi, sé það skylda þegar fólk fær aldur til að taka bílpróf sé það skyldað í skyndihjálparnámskeið. „Okkur langar að fara með þetta áfram, koma þessu kannski til ráðuneytanna eða koma þessu bara inn í lög, því að þú veist aldrei hvenær þú lendir í þessu og mér grunaði aldrei að ég myndi lenda í þessu.“ Heilbrigðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir „Hann gæti dáið og þið þurfið að undirbúa ykkur“ Karenína Elsudóttir er einstæð móðir tveggja barna, Alexanders og Rebekku. Fjölskyldan býr í Grafarholtinu í Reykjavík en óhætt er að segja að lífið hafi tekið snúning í apríl á síðasta ári þegar Alexander veiktist illa og það á afmælisdaginn sinn. 10. janúar 2022 10:30 Hjarta Geirs hætti að slá í hjólaferð í Hrunamannahreppi Ótrúleg elja Ingunnar Sigurbjörnsdóttur, eiginkonu Geirs Óskarssonar, og skyndihjálparnámskeið frá 1986 sem hún tók þátt í skiptu sköpum þegar hjarta Geirs hætti að slá á annars fallegum sumardegi í Hrunamannahreppi í sumar. Þau eru uppfull af þakklæti til allra þeirra sem komu að því að bjarga lífi hans. 25. desember 2021 15:01 Hneig niður í hjartastoppi þar sem þær sátu og spjölluðu Sólveig Ásgeirsdóttir bjargaði lífi bestu vinkonu sinnar, Súsönnu Helgadóttur, í júlí síðastliðnum þegar Súsanna fór í skyndilegt hjartastopp á heimili sínu. Tveggja ára sonur Súsönnu lá sofandi í herbergi sínu þegar atvikið varð. Sólveig var í dag útnefnd skyndihjálparmaður ársins 2020. 11. febrúar 2021 14:04 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Skyndihjálpamaður ársins 2021 var útnefndur af Rauða krossinum í dag en það var 22 ára háskólaneminn Elsa Albertsdóttir sem varð fyrir valinu þar sem hún bjargaði föður sínum, Alberti Eðvaldssyni, þegar hann fór í hjartastopp síðastliðið sumar. Elsa minnist þess að þau hafi verið stödd heima hjá afa hennar ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum að horfa á fótboltaleik þann 22. ágúst þegar hún tók eftir því að faðir hennar lognaðist út af. „Við förum bara í það að spyrja hvort það sé í lagi og hann svarar engu,“ segir Elsa og minnist þess að hann hafi gefið skrýtin hljóð frá sér en þá hringdi fjölskyldan í neyðarlínuna. Því næst byrjuðu þau að færa Albert úr stólnum en þá tók Elsa eftir því að öndunarvegur hans væri lokaður. „Þannig ég bara byrja að hnoða hann, það var eitthvað sem sagði mér bara að gera það. Síðan skipaði ég afa að blása á móti mér og mági pabba að halda höfðinu hans til að opna öndunarveginn,“ segir Elsa. Þau héldu þessu áfram í um sex til sjö mínútur þar til sjúkraflutningarmenn mættu á vettvang en þeir notuðu hjartastuðtæki á Albert og var hann endurlífgaður á staðnum. Hann var því næst fluttur á spítala og dvaldi á hjartadeild í þrjár nætur. „Ég var þarna bara í góðum málum að spjalla við mína ástvini og fjölskyldu og við vorum held ég bara að ræða veiði, ég og mágur minn,“ minnist Albert um daginn . „Ég var með símann minn og ætlaði að gera eitthvað en svo kom bara svima tilfinning yfir mig og ég man ekkert meira eftir það nema á gólfinu þegar ég rankaði við mér.“ Fyrstu mínúturnar mikilvægastar Hann hafði farið í hjartastopp sem orsakaðist af því sem kallast kransæðarof en hann segir að engin merki hafi verið um að neitt væri að áður en hann fór í hjartastopp. Hann kveðst nú fullfrískur og kann heilbrigðisstarfsmönnum á Suðurnesjum miklar þakkir. Þá segir hann snör viðbrögð dóttur sinnar hafa skipt sköpum, enda eru fyrstu mínúturnar lang mikilvægastar, og finnst honum vel við hæfi að dóttir hans sé skyndihjálparmaður ársins. Albert mætti með Elsu þegar hún hlaut verðlaunin. Mynd/Rauði krossinn „Hún hefur gert lítið úr þessu. Hún hefur alltaf sagt; „þetta er bara eitthvað sem ég varð að gera,“ en það er náttúrulega bara magnað að geta brugðist við, gert þetta og líka við ástvin sinn. Þannig að þetta er einstakt,“ segir Albert en Elsa segir það hafa hjálpað að um væri að ræða föður hennar. „Ég ætlaði ekkert bara að horfa á pabba fara þarna, það hjálpaði mér að halda áfram og fá þennan styrk til að geta gert þetta og brugðist svona við,“ segir Elsa. Sjálf hafði Elsa sótt skyndihjálparnámskeið þrjú ár í röð og segir það þeim að þakka að hún hafi náð að halda föður sínum á lífi. Bjóstu einhvern tímann við að þurfa að nota það sem þú lærðir á þessum námskeiðum? Aldrei, mér hefði aldrei dottið það í hug. En svo bara veit maður ekki, eins og með pabba, það var enginn fyrirboði þannig maður veit aldrei hvenær maður lendir í þessum aðstæðum og bara um að gera að fara á þessi námskeið, þá veistu alla vega hvað þú átt að gera,“ segir Elsa og tekur Albert undir. Frá athöfn 112 dagsins. Mynd/Rauði krossinn „Alveg sama hvar þú ert þá þarftu mögulega að beita skyndihjálp af einhverju tagi. Það er ekkert endilega hjartahnoð eða endurlífgun, það getur verið að aðstoða við yfirlið eða koma fólki í betri stöðu, stöðva blæðingu eða bruna, það er svo margt sem að þú lærir líka á þessum námskeiðum,“ segir Albert. „Ég held að það skipti máli, líka bara í lífinu, að vera tilbúinn og óhræddur við að taka af skarið,“ segir hann enn fremur. Elsa segist mjög þakklát fyrir að hafa verið valin sem skyndihjálparmaður ársins og stefnir á að nýta sína reynslu til að hjálpa öðrum. Hún vísar til þess að í Slóvakíu, þar sem vinkona hennar er í læknanámi, sé það skylda þegar fólk fær aldur til að taka bílpróf sé það skyldað í skyndihjálparnámskeið. „Okkur langar að fara með þetta áfram, koma þessu kannski til ráðuneytanna eða koma þessu bara inn í lög, því að þú veist aldrei hvenær þú lendir í þessu og mér grunaði aldrei að ég myndi lenda í þessu.“
Heilbrigðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir „Hann gæti dáið og þið þurfið að undirbúa ykkur“ Karenína Elsudóttir er einstæð móðir tveggja barna, Alexanders og Rebekku. Fjölskyldan býr í Grafarholtinu í Reykjavík en óhætt er að segja að lífið hafi tekið snúning í apríl á síðasta ári þegar Alexander veiktist illa og það á afmælisdaginn sinn. 10. janúar 2022 10:30 Hjarta Geirs hætti að slá í hjólaferð í Hrunamannahreppi Ótrúleg elja Ingunnar Sigurbjörnsdóttur, eiginkonu Geirs Óskarssonar, og skyndihjálparnámskeið frá 1986 sem hún tók þátt í skiptu sköpum þegar hjarta Geirs hætti að slá á annars fallegum sumardegi í Hrunamannahreppi í sumar. Þau eru uppfull af þakklæti til allra þeirra sem komu að því að bjarga lífi hans. 25. desember 2021 15:01 Hneig niður í hjartastoppi þar sem þær sátu og spjölluðu Sólveig Ásgeirsdóttir bjargaði lífi bestu vinkonu sinnar, Súsönnu Helgadóttur, í júlí síðastliðnum þegar Súsanna fór í skyndilegt hjartastopp á heimili sínu. Tveggja ára sonur Súsönnu lá sofandi í herbergi sínu þegar atvikið varð. Sólveig var í dag útnefnd skyndihjálparmaður ársins 2020. 11. febrúar 2021 14:04 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Hann gæti dáið og þið þurfið að undirbúa ykkur“ Karenína Elsudóttir er einstæð móðir tveggja barna, Alexanders og Rebekku. Fjölskyldan býr í Grafarholtinu í Reykjavík en óhætt er að segja að lífið hafi tekið snúning í apríl á síðasta ári þegar Alexander veiktist illa og það á afmælisdaginn sinn. 10. janúar 2022 10:30
Hjarta Geirs hætti að slá í hjólaferð í Hrunamannahreppi Ótrúleg elja Ingunnar Sigurbjörnsdóttur, eiginkonu Geirs Óskarssonar, og skyndihjálparnámskeið frá 1986 sem hún tók þátt í skiptu sköpum þegar hjarta Geirs hætti að slá á annars fallegum sumardegi í Hrunamannahreppi í sumar. Þau eru uppfull af þakklæti til allra þeirra sem komu að því að bjarga lífi hans. 25. desember 2021 15:01
Hneig niður í hjartastoppi þar sem þær sátu og spjölluðu Sólveig Ásgeirsdóttir bjargaði lífi bestu vinkonu sinnar, Súsönnu Helgadóttur, í júlí síðastliðnum þegar Súsanna fór í skyndilegt hjartastopp á heimili sínu. Tveggja ára sonur Súsönnu lá sofandi í herbergi sínu þegar atvikið varð. Sólveig var í dag útnefnd skyndihjálparmaður ársins 2020. 11. febrúar 2021 14:04