Nýtti tímann vel í einangrun: „Datt í hug að búa til heimasíðu fyrir fyrirtæki sem ég og pabbi minn erum að reka“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 18:35 Sturla Snær í stórsvigskeppninni. vísir/epa Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason er meðal þátttakenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hann greindist með kórónuveruna síðastliðinn laugardag og var í kjölfarið sendur á hálfgert „gámasjúkrahús“ þar sem hann nýtti tímann heldur betur fer. Sturla Snær hefur þurft að dúsa í einangrun í Peking frá 5. febrúar. Í stað þess að láta sér leiðast ákvað hann að búa til heimasíðu. Sturla Snær var til tals í Reykjavík síðdegis og fór yfir síðuna og einangrunina sem hann líkir við fangabúðir. „Þetta var ekki það smekklegasta sem ég hef farið í. Ég fékk einhver einkenni, var með hausverk og beinverki svo ég þurfti að fara á þennan Covid-spítala. Fyrstu dagarnir meðan ég var veikur var ég lítið að spá í þetta en þegar einkennin fóru að dvína og maður varð þarna lengur var hausinn orðinn frekar grillaður,“ sagði Sturla Snær í viðtalinu á Bylgjunni. „Það var ekkert kaffi að fá eða neitt svoleiðis. Var ekki hægt að fara á neina samfélagsmiðla sem við þekkjum heima svo fljótlega var maður frekar steiktur og þetta var ekkert eitthvað sem maður hafði gaman af.“ Sturla þarf að sýna fram á neikvætt próf til að mega keppa, svo hann er enn í kapphlaupi við tímann. „Þrekið er orðið frekar lélegt þar sem ég fékk þessa veiru ofan í lungu líka. Þannig hún var frekar hressileg þessi veira,“ sagði skíðakappinn sem er ekki beint í sínu besta standi eftir baráttuna við Covid og veru sína á sjúkrahúsinu. „Það var ekki einu sinni stóll og borð til að sitja við þarna. Maður þurfti að borða upp í rúmi og í raun liggja þar allan daginn. Lítið um afþreyingarefni þannig ég þurfti að búa mér það til.“ „Mér datt í hug að búa til heimasíðu fyrir fyrirtæki sem ég og pabbi minn erum að reka. Vann í henni alveg átta til tíu tíma á dag. Hún er tilbúin en ekki farin á loftið, á eftir að lagfæra hana aðeins,“ sagði Sturla Snær kíminn. Hann rekur Vegamál, vegmerkingafyrirtæki, ásamt föður sínum. Hér að neðan má heyra viðtalið við Sturla Snæ í heild sinni. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Sturla Snær hefur þurft að dúsa í einangrun í Peking frá 5. febrúar. Í stað þess að láta sér leiðast ákvað hann að búa til heimasíðu. Sturla Snær var til tals í Reykjavík síðdegis og fór yfir síðuna og einangrunina sem hann líkir við fangabúðir. „Þetta var ekki það smekklegasta sem ég hef farið í. Ég fékk einhver einkenni, var með hausverk og beinverki svo ég þurfti að fara á þennan Covid-spítala. Fyrstu dagarnir meðan ég var veikur var ég lítið að spá í þetta en þegar einkennin fóru að dvína og maður varð þarna lengur var hausinn orðinn frekar grillaður,“ sagði Sturla Snær í viðtalinu á Bylgjunni. „Það var ekkert kaffi að fá eða neitt svoleiðis. Var ekki hægt að fara á neina samfélagsmiðla sem við þekkjum heima svo fljótlega var maður frekar steiktur og þetta var ekkert eitthvað sem maður hafði gaman af.“ Sturla þarf að sýna fram á neikvætt próf til að mega keppa, svo hann er enn í kapphlaupi við tímann. „Þrekið er orðið frekar lélegt þar sem ég fékk þessa veiru ofan í lungu líka. Þannig hún var frekar hressileg þessi veira,“ sagði skíðakappinn sem er ekki beint í sínu besta standi eftir baráttuna við Covid og veru sína á sjúkrahúsinu. „Það var ekki einu sinni stóll og borð til að sitja við þarna. Maður þurfti að borða upp í rúmi og í raun liggja þar allan daginn. Lítið um afþreyingarefni þannig ég þurfti að búa mér það til.“ „Mér datt í hug að búa til heimasíðu fyrir fyrirtæki sem ég og pabbi minn erum að reka. Vann í henni alveg átta til tíu tíma á dag. Hún er tilbúin en ekki farin á loftið, á eftir að lagfæra hana aðeins,“ sagði Sturla Snær kíminn. Hann rekur Vegamál, vegmerkingafyrirtæki, ásamt föður sínum. Hér að neðan má heyra viðtalið við Sturla Snæ í heild sinni.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira