Böllin verða víruð, rosaleg, geggjuð Snorri Másson skrifar 11. febrúar 2022 23:01 MS-ingarnir Baldvin Þór Hannesson og Breki Freyr Gíslason eru skemmtanafrelsinu fegnir. Vísir/Einar Á meðan segja má að enginn hópur hafi þurft að að súpa seyðið af sóttvarnatakmörkunum svo mjög sem ungmenni undanfarin misseri, er líka hægt að segja að enginn hópur hafi nú endurheimt frelsið með eins ótvíræðum hætti. Á vef Stjórnarráðsins segir ósköp einfaldlega: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Hvað er svona það fyrsta sem þið hugsið þegar þið heyrið að öllu verði aflétt hérna hjá ykkur? „Skemmtun, held ég að sé það fyrsta sem kemur í höfuðið á öllum. Það er ekki búið að vera mikið af skemmtunum í menntaskólum,“ segir Baldvin Þór Hannesson, ármaður Menntaskólans við Sund. Breytingarnar gera MS-ingum kleift að halda Landbúnaðarviku með tilheyrandi balli og svo árshátíð, nokkuð sem meiri hluti nemenda í skólanum hefur aldrei kynnst. „Við nýtum okkur þetta en ég held að við séum ekki að fara að gera allt sem var planað,“ segir Breki Freyr Gíslason, nemi við Menntaskólann við Sund. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur eitthvað borið á því að svonefnd bjórkvöld hafi verið haldin hjá menntaskólanemum undanfarið en því vísa viðmælendur alfarið á bug, enda ekki á vegum skólanna. Það eru böllin þó. Eftir öll þessi ár, hvernig verður fyrsta ballið? „Vírað, held ég. Rosalegt. Vírað, rosalegt, það er ein leið til að orða það. Já, það verður geggjað sko.“ En að sjálfsögðu ógildir ölvun miðann, allir eru mjög þægir er það ekki? „Jú.“ MS er þekktur fyrir það? „Jú, allir þægir og með bros á vör. Já, alla vega við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Næturlíf Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Á vef Stjórnarráðsins segir ósköp einfaldlega: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Hvað er svona það fyrsta sem þið hugsið þegar þið heyrið að öllu verði aflétt hérna hjá ykkur? „Skemmtun, held ég að sé það fyrsta sem kemur í höfuðið á öllum. Það er ekki búið að vera mikið af skemmtunum í menntaskólum,“ segir Baldvin Þór Hannesson, ármaður Menntaskólans við Sund. Breytingarnar gera MS-ingum kleift að halda Landbúnaðarviku með tilheyrandi balli og svo árshátíð, nokkuð sem meiri hluti nemenda í skólanum hefur aldrei kynnst. „Við nýtum okkur þetta en ég held að við séum ekki að fara að gera allt sem var planað,“ segir Breki Freyr Gíslason, nemi við Menntaskólann við Sund. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur eitthvað borið á því að svonefnd bjórkvöld hafi verið haldin hjá menntaskólanemum undanfarið en því vísa viðmælendur alfarið á bug, enda ekki á vegum skólanna. Það eru böllin þó. Eftir öll þessi ár, hvernig verður fyrsta ballið? „Vírað, held ég. Rosalegt. Vírað, rosalegt, það er ein leið til að orða það. Já, það verður geggjað sko.“ En að sjálfsögðu ógildir ölvun miðann, allir eru mjög þægir er það ekki? „Jú.“ MS er þekktur fyrir það? „Jú, allir þægir og með bros á vör. Já, alla vega við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Næturlíf Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira