Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Berdreymi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2022 10:15 Stilla úr kvikmyndinni Berdreymi, sem er kynnt sem Beautiful Beings á erlendri grundu. Join Motion Pictures/Sturla Brandth Grovlen Lífið frumsýnir í dag stikluna fyrir kvikmyndina Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Myndin verður heimsfrumsýnd á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín í dag. Hún verður svo frumsýnd hér á landi 22. apríl næstkomandi. Myndin er önnur kvikmynd Guðmundar Arnars í fullri lengd á eftir hinni margverðlaunuðu Hjartasteinn sem vakti mikla lukku meðal landsmanna og fór sigurför um kvikmyndahátíðir heims í kjölfar heimsfrumsýningar í Feneyjum 2016. Guðmundur Arnar skrifaði handritið og með helstu hlutverk fara ungstirnin Birgir Dagur Bjarkason, Áskell Einar Pálmason, Viktor Benóný Benediktsson, og Snorri Rafn Frímannsson, ásamt þeim þaulreyndu Anítu Briem, Ólaf Darra Ólafssyni og Ísgerði Gunnarsdóttur. Stiklu fyrir myndina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Berdreymi - Sýnishorn Berdreymi segir frá Adda, unglingsstrák í Reykjavík sem alinn er upp af móður með skyggnigáfu. Einn daginn ákveður Addi að taka eineltisfórnarlamb undir sinn verndarvæng og inn í vinahóp slagsmálahunda. Án eftirlits, leika strákarnir sér að valdbeitingu og ofbeldi en kynnast einnig djúpri vináttu. Þegar hegðun strákana stigmagnast yfir í lífshættulega atburði, fer Addi að upplifa eigin skynjanir. Mun innsæi hans beina vinunum á öruggari braut eða munu strákarnir sökkva lengra inn í heim ofbeldis? Framleiðandi myndarinnar er Anton Máni Svansson fyrir hönd Join Motion Pictures, en myndin er samstarfsverkefni fimm landa með meðframleiðendur frá Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Tékklandi. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Myndin verður heimsfrumsýnd á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín í dag. Hún verður svo frumsýnd hér á landi 22. apríl næstkomandi. Myndin er önnur kvikmynd Guðmundar Arnars í fullri lengd á eftir hinni margverðlaunuðu Hjartasteinn sem vakti mikla lukku meðal landsmanna og fór sigurför um kvikmyndahátíðir heims í kjölfar heimsfrumsýningar í Feneyjum 2016. Guðmundur Arnar skrifaði handritið og með helstu hlutverk fara ungstirnin Birgir Dagur Bjarkason, Áskell Einar Pálmason, Viktor Benóný Benediktsson, og Snorri Rafn Frímannsson, ásamt þeim þaulreyndu Anítu Briem, Ólaf Darra Ólafssyni og Ísgerði Gunnarsdóttur. Stiklu fyrir myndina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Berdreymi - Sýnishorn Berdreymi segir frá Adda, unglingsstrák í Reykjavík sem alinn er upp af móður með skyggnigáfu. Einn daginn ákveður Addi að taka eineltisfórnarlamb undir sinn verndarvæng og inn í vinahóp slagsmálahunda. Án eftirlits, leika strákarnir sér að valdbeitingu og ofbeldi en kynnast einnig djúpri vináttu. Þegar hegðun strákana stigmagnast yfir í lífshættulega atburði, fer Addi að upplifa eigin skynjanir. Mun innsæi hans beina vinunum á öruggari braut eða munu strákarnir sökkva lengra inn í heim ofbeldis? Framleiðandi myndarinnar er Anton Máni Svansson fyrir hönd Join Motion Pictures, en myndin er samstarfsverkefni fimm landa með meðframleiðendur frá Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Tékklandi.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. 18. janúar 2022 14:42