Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2022 00:18 Þróttarastelpurnar stilltu sér upp ásamt þjálfurum sínum. Enginn bikar fór þó á loft og verðlaunapeningarnir bíða annars tíma, varla betri tíma. Einar Jónsson Þróttur í Reykjavík vann sögulegan sigur á Reykjavíkurmótinu í fótbolta með því að leggja Fjölni að velli 6-1 í Egilshöll í kvöld. Ólíkt Reykjavíkurmeisturunum í karlaflokki var enginn mættur til að afhenda Þrótturum bikar að leik loknum. Fyrir leikinn í kvöld lá fyrir að með sigri gæti Þróttur tryggt sér sigur í mótinu. Þann fyrsta í sögu félagsins. Gengi þeirra rauðu og hvítu hefur verið upp og ofan undanfarin ár. Karlaliðið féll niður í 2. deild sumarið 2021 en mikil uppbygging hefur verið í kvennastarfi félagsins þar sem uppaldar stelpur eru mættar á stóra sviðið í meistaraflokk. Augnablikið eyðilagt „Það er búið að leggja ógeðslega mikla vinnu í kvennastarfið og uppbygginguna hjá Þrótti. Eftir leik stóðu bara allir og horfðu hver á annan. Hvað? Engin verðlaunaafhending? Enginn bikar?“ segir Egill Atlason, sjúkraþjálfari liðsins. Hann segir að þarna hafi það sem hefði átt að verða stórkostleg og söguleg stund orðið að engu. Augnablikið hafi verið eyðilagt. „Þetta var bara eins og eftir einhvern æfingaleik. Liðið stillti sér upp og það voru einhverjir Þróttarar sem tóku einhverjar myndir,“ segir Egill. Honum hafi ekki verið skemmt en augnablikið hafi í raun verið kómískt. „Engir verðlaunapeningar, enginn bikar. Enginn einu sinni til að segja til hamingju!“ Bikarinn á sínum stað hjá Valsmönnum Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) stendur fyrir Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu og hefur gert í yfir hundrað ár. Valur tryggði sér sigur í karlaflokki á sunnudaginn með sigri á KR í úrslitaleik í karlaflokki. Þar voru fulltrúar KRR mættir eftir leik til að afhenda bikara, já tvo því annar er til eignar og hinn farandbikar. Leikmenn fengu venju samkvæmt verðlaunapening um hálsinn. Töluvert hátíðlegri stemmning en í Egilshöll í kvöld. Annað fyrirkomulag er í kvennaflokki þar sem allir leikirnir eru spilaðir í riðli, þar sem liðin mæta hvert öðru. „Ég man ekki eftir að hafa séð þetta áður,“ segir Egill. Grímur hafi runnið á fólk þegar leið á leikinn og enginn virtist mættur. Mörg símtöl hafi verið tekin á meðan leikurinn var í gangi. Yfirburður Þróttar voru miklir og augljóst að Reykjavíkurmeistaratitillinn væri í höfn. Símtölin héldu áfram að leik loknum. Loks fékk einhver skýringu frá Knattspyrnuráði Reykjavíkur sem barst manna á milli. „Þeirri afsökun var víst kastað fram, þar sem mér þótti verið að grípa botninn á tunnunni, að þau veiti ekki verðlaunin fyrr en síðustu leikir hafa verið spilaðir.“ Hylltar í hálfleik eins og yngri flokkar? Tveir leikir eru eftir í mótinu en breyta engu um niðurstöðuna. Því má velta fyrir sér hvernig Knattspyrnuráð Reykjavíkur ætli að haga verðlaunaafhendingunni. Eiga Þróttarastelpurnar að mæta á leik annarra liða og veita verðlaununum móttöku? „Ég veit ekki hvort þær eigi að mæta í hálfleik á morgun á Valsleiknum eins og einhver 2. flokkur,“ segir Egill. Hann vísar til þess að yngri flokkar félaga eru oft klappaðir upp í hálfleik á heimaleik meistaraflokksliðs sama félags og hylltir af stuðningsmönnum félagsins. „Þetta var algjört móment fyrir þennan klúbb sem var að vinna í fyrsta skipti og ágætis stemmning fyrir nokkra Þróttara sem mættu. En þetta var blaut tuska í andlitið á stelpunum.“ Þróttaraliðið er ungt að árum. Útileikmenn á aldrinum 14-22 ára og aðeins markvörðurinn sem sé skriðinn yfir þrítugt. „Þetta eru kveðjurnar sem þær fá.“ „Ég hélt við værum komin lengra en þetta“ Fjölmörg dæmi hafa komið upp undanfarin ár þar sem verðlaun karla- eða drengjaliða hafa verið áberandi veglegri en þau sem kvenna- eða stúlknaliðin vinna. Eitt slíkt dæmi kom upp í Eyjum árið 2015 en brugðist var við ábendingum og bætt úr. Bætt hefur verið úr í fleiri tilfellum en sumir vilja meina að enn sé langt í land að jafnrétti náist í íþróttum. Ríkharður Daðason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og faðir leikmanns kvennaliðs Þróttar, var í Egilshöll í kvöld og lýsir uppákomunni sem sorglegri á Facebook-síðu sinni. „Ég hélt við værum komin lengra en þetta,“ segir Ríkharður. Uppfært 11. febrúar klukkan 14:00 KRR hefur sent frá sér yfirlýsingu og beðist afsökunar. Jafnréttismál Íslenski boltinn Reykjavík Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Þróttarar Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn eftir stórsigur Þróttur Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins með 6-1 stórsigri gegn Fjölni í kvöld. 10. febrúar 2022 23:02 Valsmenn unnu Reykjavíkurmótið annað árið í röð | Pedersen skoraði þrennu Valsmenn fögnuðu sigri er liðið tók á móti KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta á Origo-vellinum í dag. KR-ingar komust yfir snemma leiks, en þrenna frá Patrick Pedersen í síðari hálfleik tryggði Valsmönnum 4-1 sigur. 6. febrúar 2022 15:54 KRR viðurkennir mistök og biður Þróttara afsökunar Forráðamenn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, KRR, hafa sent frá sér yfirlýsingu og viðurkennt að mistök voru gerð þegar Þrótturum voru ekki afhent verðlaun í gærkvöld eftir að hafa orðið Reykjavíkurmeistarar kvenna í fótbolta. 11. febrúar 2022 13:13 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Fyrir leikinn í kvöld lá fyrir að með sigri gæti Þróttur tryggt sér sigur í mótinu. Þann fyrsta í sögu félagsins. Gengi þeirra rauðu og hvítu hefur verið upp og ofan undanfarin ár. Karlaliðið féll niður í 2. deild sumarið 2021 en mikil uppbygging hefur verið í kvennastarfi félagsins þar sem uppaldar stelpur eru mættar á stóra sviðið í meistaraflokk. Augnablikið eyðilagt „Það er búið að leggja ógeðslega mikla vinnu í kvennastarfið og uppbygginguna hjá Þrótti. Eftir leik stóðu bara allir og horfðu hver á annan. Hvað? Engin verðlaunaafhending? Enginn bikar?“ segir Egill Atlason, sjúkraþjálfari liðsins. Hann segir að þarna hafi það sem hefði átt að verða stórkostleg og söguleg stund orðið að engu. Augnablikið hafi verið eyðilagt. „Þetta var bara eins og eftir einhvern æfingaleik. Liðið stillti sér upp og það voru einhverjir Þróttarar sem tóku einhverjar myndir,“ segir Egill. Honum hafi ekki verið skemmt en augnablikið hafi í raun verið kómískt. „Engir verðlaunapeningar, enginn bikar. Enginn einu sinni til að segja til hamingju!“ Bikarinn á sínum stað hjá Valsmönnum Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) stendur fyrir Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu og hefur gert í yfir hundrað ár. Valur tryggði sér sigur í karlaflokki á sunnudaginn með sigri á KR í úrslitaleik í karlaflokki. Þar voru fulltrúar KRR mættir eftir leik til að afhenda bikara, já tvo því annar er til eignar og hinn farandbikar. Leikmenn fengu venju samkvæmt verðlaunapening um hálsinn. Töluvert hátíðlegri stemmning en í Egilshöll í kvöld. Annað fyrirkomulag er í kvennaflokki þar sem allir leikirnir eru spilaðir í riðli, þar sem liðin mæta hvert öðru. „Ég man ekki eftir að hafa séð þetta áður,“ segir Egill. Grímur hafi runnið á fólk þegar leið á leikinn og enginn virtist mættur. Mörg símtöl hafi verið tekin á meðan leikurinn var í gangi. Yfirburður Þróttar voru miklir og augljóst að Reykjavíkurmeistaratitillinn væri í höfn. Símtölin héldu áfram að leik loknum. Loks fékk einhver skýringu frá Knattspyrnuráði Reykjavíkur sem barst manna á milli. „Þeirri afsökun var víst kastað fram, þar sem mér þótti verið að grípa botninn á tunnunni, að þau veiti ekki verðlaunin fyrr en síðustu leikir hafa verið spilaðir.“ Hylltar í hálfleik eins og yngri flokkar? Tveir leikir eru eftir í mótinu en breyta engu um niðurstöðuna. Því má velta fyrir sér hvernig Knattspyrnuráð Reykjavíkur ætli að haga verðlaunaafhendingunni. Eiga Þróttarastelpurnar að mæta á leik annarra liða og veita verðlaununum móttöku? „Ég veit ekki hvort þær eigi að mæta í hálfleik á morgun á Valsleiknum eins og einhver 2. flokkur,“ segir Egill. Hann vísar til þess að yngri flokkar félaga eru oft klappaðir upp í hálfleik á heimaleik meistaraflokksliðs sama félags og hylltir af stuðningsmönnum félagsins. „Þetta var algjört móment fyrir þennan klúbb sem var að vinna í fyrsta skipti og ágætis stemmning fyrir nokkra Þróttara sem mættu. En þetta var blaut tuska í andlitið á stelpunum.“ Þróttaraliðið er ungt að árum. Útileikmenn á aldrinum 14-22 ára og aðeins markvörðurinn sem sé skriðinn yfir þrítugt. „Þetta eru kveðjurnar sem þær fá.“ „Ég hélt við værum komin lengra en þetta“ Fjölmörg dæmi hafa komið upp undanfarin ár þar sem verðlaun karla- eða drengjaliða hafa verið áberandi veglegri en þau sem kvenna- eða stúlknaliðin vinna. Eitt slíkt dæmi kom upp í Eyjum árið 2015 en brugðist var við ábendingum og bætt úr. Bætt hefur verið úr í fleiri tilfellum en sumir vilja meina að enn sé langt í land að jafnrétti náist í íþróttum. Ríkharður Daðason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og faðir leikmanns kvennaliðs Þróttar, var í Egilshöll í kvöld og lýsir uppákomunni sem sorglegri á Facebook-síðu sinni. „Ég hélt við værum komin lengra en þetta,“ segir Ríkharður. Uppfært 11. febrúar klukkan 14:00 KRR hefur sent frá sér yfirlýsingu og beðist afsökunar.
Jafnréttismál Íslenski boltinn Reykjavík Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Þróttarar Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn eftir stórsigur Þróttur Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins með 6-1 stórsigri gegn Fjölni í kvöld. 10. febrúar 2022 23:02 Valsmenn unnu Reykjavíkurmótið annað árið í röð | Pedersen skoraði þrennu Valsmenn fögnuðu sigri er liðið tók á móti KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta á Origo-vellinum í dag. KR-ingar komust yfir snemma leiks, en þrenna frá Patrick Pedersen í síðari hálfleik tryggði Valsmönnum 4-1 sigur. 6. febrúar 2022 15:54 KRR viðurkennir mistök og biður Þróttara afsökunar Forráðamenn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, KRR, hafa sent frá sér yfirlýsingu og viðurkennt að mistök voru gerð þegar Þrótturum voru ekki afhent verðlaun í gærkvöld eftir að hafa orðið Reykjavíkurmeistarar kvenna í fótbolta. 11. febrúar 2022 13:13 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Þróttarar Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn eftir stórsigur Þróttur Reykjavík varð Reykjavíkurmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins með 6-1 stórsigri gegn Fjölni í kvöld. 10. febrúar 2022 23:02
Valsmenn unnu Reykjavíkurmótið annað árið í röð | Pedersen skoraði þrennu Valsmenn fögnuðu sigri er liðið tók á móti KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta á Origo-vellinum í dag. KR-ingar komust yfir snemma leiks, en þrenna frá Patrick Pedersen í síðari hálfleik tryggði Valsmönnum 4-1 sigur. 6. febrúar 2022 15:54
KRR viðurkennir mistök og biður Þróttara afsökunar Forráðamenn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, KRR, hafa sent frá sér yfirlýsingu og viðurkennt að mistök voru gerð þegar Þrótturum voru ekki afhent verðlaun í gærkvöld eftir að hafa orðið Reykjavíkurmeistarar kvenna í fótbolta. 11. febrúar 2022 13:13