Konan alvarlega slösuð eftir skammbyssuskot í kviðinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 18:30 Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill Ung kona liggur alvarlega særð á Landspítalanum eftir að hafa verið skotin í kviðinn í Grafarholti í nótt. Annar maður særðist einnig illa í árásinni eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Lögregla lítur málið alvarlegum augum, ekki síst í ljósi þess að þetta er í annað sinn á innan við ári sem manneskja hér á landi er skotin. Árásin átti sér stað í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt en maðurinn var handtekinn við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi notað skammbyssu til þess að skjóta á fyrrverandi kærustu sína og kærasta hennar. Aðgerðir lögreglu í nótt voru gríðarlega umfangsmiklar og þegar mest lét tóku hátt í áttatíu lögreglumenn þátt í að leita að árásarmanninum. Fljótlega eftir að hann fannst við Miklubraut var annar maður, grunaður vitorðsmaður, handtekinn. „Við erum bara með málið í rannsókn en sem stendur eru tveir aðilar grunaðir sem gerendur í þessu máli og við erum bara að skoða það,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. Teljið þið að þetta hafi verið skipulagt? „Það er bara eitt af því sem við verðum bara að skoða og sjá hvað rannsókn leiðir okkur.“ Ótengdur aðili á svæðinu tilkynnti árásina til lögreglu Báðir hinna grunuðu eru á þrítugsaldri og eiga sér sögu hjá lögreglu, þar af hefur annar þeirra varið hluta fullorðinsára sinna á bak við lás og slá. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. „Við teljum að almenningi hafi ekki stafað hætta af þessum mönnum, það er vegna þess að við teljum að þetta sé innan ákveðins hóps og þetta hafi beinst að ákveðnu fólki, þessu fólki sem varð fyrir árásinni þó svo að aðrir hafi verið í hættu sem voru líka á svæðinu,“ segir Margeir. Einn ótengdur aðili var á svæðinu en það var hann sem tilkynnti lögreglu um árásina. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fólkið skotið af færi, konan í kviðinn og maðurinn í lærið. Konan særðist alvarlega. Teljið þið að ásetningurinn hafi verið að drepa? „Það á bara eftir að koma í ljós.“ Nánast slétt ár er síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði, eða þann 13. febrúar í fyrra og þá var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í ágúst. Lögreglan lítur þessa þróun alvarlegum augum. „Þetta er mjög alvarlegt og það er kannski alltof stutt síðan svipað gerðist eða svipuð árás, atlaga, en við lítum þetta mjög alvarlegum augum og erum ekki spenntir fyrir þróun sem þessari.“ Lögreglumál Reykjavík Skotárás í Grafarholti Tengdar fréttir Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. 10. febrúar 2022 16:23 Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Árásin átti sér stað í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt en maðurinn var handtekinn við Miklubraut um klukkan níu í morgun. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi notað skammbyssu til þess að skjóta á fyrrverandi kærustu sína og kærasta hennar. Aðgerðir lögreglu í nótt voru gríðarlega umfangsmiklar og þegar mest lét tóku hátt í áttatíu lögreglumenn þátt í að leita að árásarmanninum. Fljótlega eftir að hann fannst við Miklubraut var annar maður, grunaður vitorðsmaður, handtekinn. „Við erum bara með málið í rannsókn en sem stendur eru tveir aðilar grunaðir sem gerendur í þessu máli og við erum bara að skoða það,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. Teljið þið að þetta hafi verið skipulagt? „Það er bara eitt af því sem við verðum bara að skoða og sjá hvað rannsókn leiðir okkur.“ Ótengdur aðili á svæðinu tilkynnti árásina til lögreglu Báðir hinna grunuðu eru á þrítugsaldri og eiga sér sögu hjá lögreglu, þar af hefur annar þeirra varið hluta fullorðinsára sinna á bak við lás og slá. Lögregla mun fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. „Við teljum að almenningi hafi ekki stafað hætta af þessum mönnum, það er vegna þess að við teljum að þetta sé innan ákveðins hóps og þetta hafi beinst að ákveðnu fólki, þessu fólki sem varð fyrir árásinni þó svo að aðrir hafi verið í hættu sem voru líka á svæðinu,“ segir Margeir. Einn ótengdur aðili var á svæðinu en það var hann sem tilkynnti lögreglu um árásina. Samkvæmt heimildum fréttastofu var fólkið skotið af færi, konan í kviðinn og maðurinn í lærið. Konan særðist alvarlega. Teljið þið að ásetningurinn hafi verið að drepa? „Það á bara eftir að koma í ljós.“ Nánast slétt ár er síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði, eða þann 13. febrúar í fyrra og þá var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í ágúst. Lögreglan lítur þessa þróun alvarlegum augum. „Þetta er mjög alvarlegt og það er kannski alltof stutt síðan svipað gerðist eða svipuð árás, atlaga, en við lítum þetta mjög alvarlegum augum og erum ekki spenntir fyrir þróun sem þessari.“
Lögreglumál Reykjavík Skotárás í Grafarholti Tengdar fréttir Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. 10. febrúar 2022 16:23 Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. 10. febrúar 2022 16:23
Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10. febrúar 2022 11:16