Rúmlega tuttugu kafarar eru á svæðinu en ís á vatninu hefur hamlað aðgerðum það sem af er morgni.
Þá fjöllum við um skotárás sem gerð var í nótt en tvennt var flutt á sjúkrahús með áverka eftir árás í Grafarholti í nótt. Nú fyrir hádegið var maður handtekinn í miðborginni grunaður um verknaðinn.
Einnig fjöllum við um hugmyndir viðskiptaráðherra þess efnis að bankarnir leyfi almenningi að njóta hagnaðar síðasta árs, sem hleypur á milljarða tugum.
Síðast en ekki síst verður rætt við sóttvarnalækni um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum.