Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 09:39 Reiknað er með að um 30 þúsund rússneskir hermenn taki þátt í heræfingunni í Hvíta-Rússlandi. AP Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. Sagt er frá heræfingunni í frétt BBC, en Hvíta-Rússland er náið bandaríki Rússlands og á Hvíta-Rússland rúmlega þúsund kílómetra landamæri að Úkraínu. Rússar hafa á síðustu vikum safnað saman um 100 þúsund hermönnum nærri landamærum Úkraínu, en rússnesk stjórnvöld hafna því að herinn hyggi á innrás. Bandaríkjastjórn segir að með æfingunum séu Rússar að auka á spennu vegna ástandsins í heimshlutanum og segja Úkraínumenn að Rússar séu með æfingunni að beita „sálfræðilegum þrýstingi“. Reiknað er með að um 30 þúsund rússneskir hermenn taki þátt í heræfingunni í Hvíta-Rússlandi. Bandaríkin og fleiri ríki hafa varað við að Rússar gætu ráðist inn í Úkraínu á hverri stundu. Rússnesk stjórnvöld hafa talað fyrir því að þau geti ekki sætt sig við að Úkraína geti á einhverjum tímapunkti gerst aðili að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar sagt að Úkraína sé fullvalda ríki og að ekki sé hægt að útiloka að Úkraína gerist NATO-aðili í framtíðinni. Rússland Úkraína Hvíta-Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47 Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58 Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Sagt er frá heræfingunni í frétt BBC, en Hvíta-Rússland er náið bandaríki Rússlands og á Hvíta-Rússland rúmlega þúsund kílómetra landamæri að Úkraínu. Rússar hafa á síðustu vikum safnað saman um 100 þúsund hermönnum nærri landamærum Úkraínu, en rússnesk stjórnvöld hafna því að herinn hyggi á innrás. Bandaríkjastjórn segir að með æfingunum séu Rússar að auka á spennu vegna ástandsins í heimshlutanum og segja Úkraínumenn að Rússar séu með æfingunni að beita „sálfræðilegum þrýstingi“. Reiknað er með að um 30 þúsund rússneskir hermenn taki þátt í heræfingunni í Hvíta-Rússlandi. Bandaríkin og fleiri ríki hafa varað við að Rússar gætu ráðist inn í Úkraínu á hverri stundu. Rússnesk stjórnvöld hafa talað fyrir því að þau geti ekki sætt sig við að Úkraína geti á einhverjum tímapunkti gerst aðili að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar sagt að Úkraína sé fullvalda ríki og að ekki sé hægt að útiloka að Úkraína gerist NATO-aðili í framtíðinni.
Rússland Úkraína Hvíta-Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47 Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58 Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47
Varaði við kjarnorkustríði í Evrópu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ætla að gera sitt besta til að finna málamiðlun á deilum Rússa við Atlantshafsbandalagið og Úkraínu. Hann varaði þó við því að ef Úkraína eða Atlantshafsbandalagið myndi reyna að frelsa Krímskaga myndi það leiða til kjarnorkustríðs sem enginn myndi vinna. 7. febrúar 2022 23:58
Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6. febrúar 2022 08:37