Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 11:30 Íslensku strákarnir fagna sigri á Frökkum á Evrópumótinu. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. Guðmundur nýtti sér Olís-deildar leikmenn á EM en hann kallaði sex leikmenn úr deildinni út til Búdapest. Leikmennirnir voru Björgvin Páll Gústavsson, Magnús Óli Magnússon, Þráinn Orri Jónsson, Darri Aronsson, Vignir Stefánsson og Dagur Gautason auk þeirra leikmanna í hópnum sem eru nýkomnir út í atvinnumennsku eftir góða frammistöðu í deildinni. Seinni bylgjan rifjaði upp það sem Guðmundur sagði fyrir mótið um hvort hann ætlaði að nota leikmenn úr Olís deildinni. Það sagði hann ætla að gera og stóð við það. Klippa: Seinni bylgjan: Olís deildin sem gluggi fyrir íslenska handboltamenn Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, spurði landsliðsþjálfarann hvort það væri ekki gott fyrir hann að vera með Olís deildina svona sterka. „Að sjálfstöðu. Það er algjörlega frábært og það eru líka margir ungir leikmenn að koma upp. Þeir eiga eftir að stíga sín skref hvort sem það verður eftir eitt eða þrjú ár. Það virðist alltaf vera þannig að það eru að koma upp ungir og efnilegir leikmenn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. „Ef við tökum sem dæmi Einar Ólafsson úr Val. Þetta er gríðarlegt efni. Ég tók hann á æfingar í nóvember og það er til þess að gefa honum ákveðin skilaboð hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir hann ef hann heldur rétt á spilunum. Það eru efnilegir leikmenn víða. Tryggvi, línumaður á Selfossi svo ég nefni einhverja,“ sagði Guðmundur. „Það er fullt af góðum leikmönnum í þessari deild. Ég fylgist mjög vel með þessu og svo sjáum við bara til,“ sagði Guðmundur en er Olís deildin stór gluggi fyrir handboltamenn til að komast lengra. „Já, ég myndi hiklaust segja það. Auðvitað eru leikirnir mismunandi enda er styrkleiki liðanna mismunandi líka,“ sagði Guðmundur. „Kosturinn fyrir leikmennina sem eru hér á Íslandi er að þeir fá rosalega góðan skóla. Þeir þroskast fljótt sem handboltamenn. Það er oft vandamálið erlendis, til dæmist í Þýskalandi og víðar. Meira að segja í Danmörku ,“ sagði Guðmundur. „Þessir leikmenn þar fá ekki tækifæri. Þeir fá ekki svona stór tækifæri eins og þeir fá á Íslandi. Hér eru þeir að spila lykilhlutverk með sínum félagsliðum og þroskast mjög hratt þess vegna,“ sagði Guðmundur. Subway-deild karla Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira
Guðmundur nýtti sér Olís-deildar leikmenn á EM en hann kallaði sex leikmenn úr deildinni út til Búdapest. Leikmennirnir voru Björgvin Páll Gústavsson, Magnús Óli Magnússon, Þráinn Orri Jónsson, Darri Aronsson, Vignir Stefánsson og Dagur Gautason auk þeirra leikmanna í hópnum sem eru nýkomnir út í atvinnumennsku eftir góða frammistöðu í deildinni. Seinni bylgjan rifjaði upp það sem Guðmundur sagði fyrir mótið um hvort hann ætlaði að nota leikmenn úr Olís deildinni. Það sagði hann ætla að gera og stóð við það. Klippa: Seinni bylgjan: Olís deildin sem gluggi fyrir íslenska handboltamenn Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, spurði landsliðsþjálfarann hvort það væri ekki gott fyrir hann að vera með Olís deildina svona sterka. „Að sjálfstöðu. Það er algjörlega frábært og það eru líka margir ungir leikmenn að koma upp. Þeir eiga eftir að stíga sín skref hvort sem það verður eftir eitt eða þrjú ár. Það virðist alltaf vera þannig að það eru að koma upp ungir og efnilegir leikmenn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. „Ef við tökum sem dæmi Einar Ólafsson úr Val. Þetta er gríðarlegt efni. Ég tók hann á æfingar í nóvember og það er til þess að gefa honum ákveðin skilaboð hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir hann ef hann heldur rétt á spilunum. Það eru efnilegir leikmenn víða. Tryggvi, línumaður á Selfossi svo ég nefni einhverja,“ sagði Guðmundur. „Það er fullt af góðum leikmönnum í þessari deild. Ég fylgist mjög vel með þessu og svo sjáum við bara til,“ sagði Guðmundur en er Olís deildin stór gluggi fyrir handboltamenn til að komast lengra. „Já, ég myndi hiklaust segja það. Auðvitað eru leikirnir mismunandi enda er styrkleiki liðanna mismunandi líka,“ sagði Guðmundur. „Kosturinn fyrir leikmennina sem eru hér á Íslandi er að þeir fá rosalega góðan skóla. Þeir þroskast fljótt sem handboltamenn. Það er oft vandamálið erlendis, til dæmist í Þýskalandi og víðar. Meira að segja í Danmörku ,“ sagði Guðmundur. „Þessir leikmenn þar fá ekki tækifæri. Þeir fá ekki svona stór tækifæri eins og þeir fá á Íslandi. Hér eru þeir að spila lykilhlutverk með sínum félagsliðum og þroskast mjög hratt þess vegna,“ sagði Guðmundur.
Subway-deild karla Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira