Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 17:53 Ef allt gengur eftir verður einangrun og sóttkví afnumin á föstudag. Getty Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði í gær að hann gerði ráð fyrir að stórt skref verði stigið í afléttingum sóttvarnaaðgerða á föstudaginn. Þá verða tvær viknur liðnar frá því að stjórnvöld kynntu afléttingaráætlun sína, en stefnan er að búið verði að aflétta öllu um miðjan mars og það verði gert í þremur skrefum. Áætlað að sóttkví og einangrun fari á föstudag Samkvæmt áætlun Willums verður þetta næst skref tekið á föstudag, tíu dögum fyrr en áætlað var upprunalega. Afléttingaáætlunin gerir ráð fyrir að í þessu öðru skrefi megi tvö hundruð koma saman, fjöldatakmarkanir á sitjandi viðburðum verði eitt þúsund manns. Skemmtistaðir og veitingastaðir megi hafa opið til eitt en síðustu gestir komi inn fyrir miðnætti, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er áætlað að einangrun og sóttkví verði afnumin í þessu næsta skrefi, þó Willum hafi sagt í gær að fullsnemmt væri að tjá sig nákvæmlega um hvaða skref yrðu tekin. Þá hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ekki skilað inn minnisblaði til ráðherra með tillögum sínum að afléttingum samkvæmt heimildum fréttastofu og enn er ekki útilokað að tillögur hans verði aðrar en áætlunin gerir ráð fyrir. „Öll mega mæta veik í vinnuna eins og í gamla daga“ Þetta hefur vakið furðu meðal netverja, þar á meðal hjá athafnamanninum Steinþóri Helga Arnsteinssyni, sem rekur meðal annars barinn Röntgen. „Bíddu bíddu bíddu. Á að afnema einangrun og sóttkví núna á fös en ekki grímuskyldu? Og barir mega bara hafa opið til 00/01? Er það ekki, uh... ógeðslega skrýtið?“ skrifar Steinþór á Twitter. Bíddu bíddu bíddu. Á að afnema einangrun og sóttkví núna á fös en ekki grímuskyldu? Og barir mega bara hafa opið til 00/01? Er það ekki, uh… ógeðslega skrýtið? https://t.co/T8YeWBeAIO— Steinþór Helgi (@StationHelgi) February 9, 2022 Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, segir þessa áætlun vægast sagt hafa farið öfugt ofan í menntaskólanemann á heimilinu og bendir á að samkvæmt þessu þurfi fólk ekki að fara í einangrun en menntaskólanemar geti enn ekki farið á böll. Þetta fór vægast sagt öfugt ofaní menntaskólanemann á heimilinu. Engin böll, en engin sóttkví/einangrun.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) February 9, 2022 Og fleiri taka í sama streng. Jón Bjarni segir þessa áætlun hreint út andstyggilega. HVER ER TILGANGURINN Á AÐ FELLA NIÐUR EINANGRUN OG SÓTTKVÍ EN EKKI FJÖLDATAKMARKANIR???LÍKA BARA HÆKKA SITJANDI VIÐBURÐI Í 1000 MANNS???? EN EKKI FOKKING MENNTASKÓLAVIÐBURÐI?????— Jón Bjarni (@jonbjarni14) February 9, 2022 Þessar nýju reglur eru eiginlega bara ógeðslega andstyggilegar. 200 einstaklingar undir 15 mega koma saman, einangrun og sóttkví feld niður, opnunartímar veitingastaða framlengdir og 1000 manns mega koma sér saman á leikrit.En menntskælingar fá í alvöru ekki neinar undanþágur.— Jón Bjarni (@jonbjarni14) February 9, 2022 Halldór Auðar Svansson segir að sér hafi þótt grímuskyldan minnst íþyngjandi af þeim aðgerðum sem hafa verið í gildi. Grímuskylda finnst mér reyndar minnst íþyngjandi af þessu öllu saman. Þetta er kannski sýnilegasta atriðið en miðað við sóttkví, einangrun og samkomutakmarkanir finnst mér það lítið. Sérstaklega þegar grímuskyldan er komin niður í að gilda bara í návígi.— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) February 9, 2022 Okei grímu skylda verður enþá en sóttkví og einangrun verða ekki???Nennir eih plis að útskýra hvernig þetta á að virka— hekla (@hjekla) February 9, 2022 Óskar Steinn segir loksins komið að því að Íslendingar geti mætt aftur veikir í vinnuna, eins og í gamla daga. eftir helgi fellur einangrun niður sem þýðir að öll mega mæta veik í vinnuna eins og í gamla daga 🙌— óskar steinn (@oskasteinn) February 9, 2022 Sem Auður Kjerúlf er síður en svo sátt með. Ef þú beilar á einangrun og mætir smitaður í tíma með mér mun ég ekki hika við að troða kaktusi upp í rassaholuna þína 🙂— Audi (@audurkjerulf) February 9, 2022 2254 smit í gær á sama tíma og það er verið að tala um að afnema einangrun og sóttkví á næstu dögum 🙃 hahahahaha ég er skíthrætt 🥲— Reyn Alpha (@haframjolk) February 9, 2022 Frá og með föstudeginum má semsagt fara á djammið með virkt Covid smit enda fellur einangrun niður, en það má samt bara djamma til miðnættis. https://t.co/cR5P7iqFBe— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) February 9, 2022 Sko er ekki last step að hætta með einangrun? Er ekki hægt að afletta fyrst? Er það svo hræðilegt? Er svo hræðilegt að sja unga folkið að hafa gaman?💅🏼— Dóra💅🏼 (@doratomm) February 9, 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði í gær að hann gerði ráð fyrir að stórt skref verði stigið í afléttingum sóttvarnaaðgerða á föstudaginn. Þá verða tvær viknur liðnar frá því að stjórnvöld kynntu afléttingaráætlun sína, en stefnan er að búið verði að aflétta öllu um miðjan mars og það verði gert í þremur skrefum. Áætlað að sóttkví og einangrun fari á föstudag Samkvæmt áætlun Willums verður þetta næst skref tekið á föstudag, tíu dögum fyrr en áætlað var upprunalega. Afléttingaáætlunin gerir ráð fyrir að í þessu öðru skrefi megi tvö hundruð koma saman, fjöldatakmarkanir á sitjandi viðburðum verði eitt þúsund manns. Skemmtistaðir og veitingastaðir megi hafa opið til eitt en síðustu gestir komi inn fyrir miðnætti, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er áætlað að einangrun og sóttkví verði afnumin í þessu næsta skrefi, þó Willum hafi sagt í gær að fullsnemmt væri að tjá sig nákvæmlega um hvaða skref yrðu tekin. Þá hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ekki skilað inn minnisblaði til ráðherra með tillögum sínum að afléttingum samkvæmt heimildum fréttastofu og enn er ekki útilokað að tillögur hans verði aðrar en áætlunin gerir ráð fyrir. „Öll mega mæta veik í vinnuna eins og í gamla daga“ Þetta hefur vakið furðu meðal netverja, þar á meðal hjá athafnamanninum Steinþóri Helga Arnsteinssyni, sem rekur meðal annars barinn Röntgen. „Bíddu bíddu bíddu. Á að afnema einangrun og sóttkví núna á fös en ekki grímuskyldu? Og barir mega bara hafa opið til 00/01? Er það ekki, uh... ógeðslega skrýtið?“ skrifar Steinþór á Twitter. Bíddu bíddu bíddu. Á að afnema einangrun og sóttkví núna á fös en ekki grímuskyldu? Og barir mega bara hafa opið til 00/01? Er það ekki, uh… ógeðslega skrýtið? https://t.co/T8YeWBeAIO— Steinþór Helgi (@StationHelgi) February 9, 2022 Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, segir þessa áætlun vægast sagt hafa farið öfugt ofan í menntaskólanemann á heimilinu og bendir á að samkvæmt þessu þurfi fólk ekki að fara í einangrun en menntaskólanemar geti enn ekki farið á böll. Þetta fór vægast sagt öfugt ofaní menntaskólanemann á heimilinu. Engin böll, en engin sóttkví/einangrun.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) February 9, 2022 Og fleiri taka í sama streng. Jón Bjarni segir þessa áætlun hreint út andstyggilega. HVER ER TILGANGURINN Á AÐ FELLA NIÐUR EINANGRUN OG SÓTTKVÍ EN EKKI FJÖLDATAKMARKANIR???LÍKA BARA HÆKKA SITJANDI VIÐBURÐI Í 1000 MANNS???? EN EKKI FOKKING MENNTASKÓLAVIÐBURÐI?????— Jón Bjarni (@jonbjarni14) February 9, 2022 Þessar nýju reglur eru eiginlega bara ógeðslega andstyggilegar. 200 einstaklingar undir 15 mega koma saman, einangrun og sóttkví feld niður, opnunartímar veitingastaða framlengdir og 1000 manns mega koma sér saman á leikrit.En menntskælingar fá í alvöru ekki neinar undanþágur.— Jón Bjarni (@jonbjarni14) February 9, 2022 Halldór Auðar Svansson segir að sér hafi þótt grímuskyldan minnst íþyngjandi af þeim aðgerðum sem hafa verið í gildi. Grímuskylda finnst mér reyndar minnst íþyngjandi af þessu öllu saman. Þetta er kannski sýnilegasta atriðið en miðað við sóttkví, einangrun og samkomutakmarkanir finnst mér það lítið. Sérstaklega þegar grímuskyldan er komin niður í að gilda bara í návígi.— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) February 9, 2022 Okei grímu skylda verður enþá en sóttkví og einangrun verða ekki???Nennir eih plis að útskýra hvernig þetta á að virka— hekla (@hjekla) February 9, 2022 Óskar Steinn segir loksins komið að því að Íslendingar geti mætt aftur veikir í vinnuna, eins og í gamla daga. eftir helgi fellur einangrun niður sem þýðir að öll mega mæta veik í vinnuna eins og í gamla daga 🙌— óskar steinn (@oskasteinn) February 9, 2022 Sem Auður Kjerúlf er síður en svo sátt með. Ef þú beilar á einangrun og mætir smitaður í tíma með mér mun ég ekki hika við að troða kaktusi upp í rassaholuna þína 🙂— Audi (@audurkjerulf) February 9, 2022 2254 smit í gær á sama tíma og það er verið að tala um að afnema einangrun og sóttkví á næstu dögum 🙃 hahahahaha ég er skíthrætt 🥲— Reyn Alpha (@haframjolk) February 9, 2022 Frá og með föstudeginum má semsagt fara á djammið með virkt Covid smit enda fellur einangrun niður, en það má samt bara djamma til miðnættis. https://t.co/cR5P7iqFBe— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) February 9, 2022 Sko er ekki last step að hætta með einangrun? Er ekki hægt að afletta fyrst? Er það svo hræðilegt? Er svo hræðilegt að sja unga folkið að hafa gaman?💅🏼— Dóra💅🏼 (@doratomm) February 9, 2022
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira