Rooney skipti um takka til að meiða en Eiður þurfti ekkert að óttast Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2022 13:01 Wayne Rooney og John Terry háðu marga hildi á vellinum en voru líka samherjar í enska landsliðinu. Getty/Tom Purslow Enska knattspyrnusambandið hefur nú sett sig í samband við Wayne Rooney til að fá nánari skýringar á ummælum hans í nýlegu viðtali þar sem hann sagðist hafa reynt að meiða leikmenn Chelsea. Rooney, sem í dag er að gera fína hluti sem knattspyrnustjóri Derby, sagðist hafa notað stáltakka í leik með Manchester United gegn Chelsea árið 2006, því hann „vildi meiða einhvern“. United tapaði leiknum 3-0 og Chelsea varð Englandsmeistari. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea í þessum leik og slapp því við að mæta Rooney í miklum vígahug. Lét Terry fagna titlinum á hækjum „Við vissum að ef að Chelsea myndi vinna þá yrði liðið Englandsmeistari þann dag,“ sagði Rooney í viðtali við Sky Sports. „Alveg fram að síðasta leik ferilsins, með Derby, þá notaði ég alltaf plasttakka með málmenda. En fyrir þennan leik þá skipti ég yfir í stóra, langa málmtakka – eins langa og leyfilegt var, því ég vildi reyna að meiða einhvern,“ sagði Rooney. „Ég vissi að þeir myndu vinna leikinn. Maður fann að þeir voru betra lið á þessum tíma svo ég skipti um takka. Takkarnir voru löglegir en ég vissi að ef ég færi í tæklingu þá vildi ég gera það almennilega. Og það gerði ég líka,“ sagði Rooney sem lét skapið bitna á John Terry, sem gantaðist með málið á Twitter: @WayneRooney is this when you left your stud in my foot? https://t.co/sSJH7AwCTK— John Terry (@JohnTerry26) February 7, 2022 „John Terry yfirgaf leikvanginn á hækjum. Ég skildi eftir holu í fætinum hans og svo skrifaði ég á treyjuna mína til hans eftir leikinn… og nokkrum vikum síðar sendi ég hana til hans og bað um að fá takkann aftur. Ef maður horfir aftur á það þegar þeir voru að fagna þá er JT þarna á hækjum eftir þessa tæklingu,“ sagði Rooney. BBC bendir á að Rooney geti átt yfir höfði sér refsingu og nefnir sem dæmi að Roy Keane hafi fengið bann og sekt frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa sagt frá því í sjálfsævisögu að hann hefði vísvitandi meitt Alf Einge Haaland, miðjumann Manchester City og föður Erlings Haaland, í apríl 2001. Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ Sjá meira
Rooney, sem í dag er að gera fína hluti sem knattspyrnustjóri Derby, sagðist hafa notað stáltakka í leik með Manchester United gegn Chelsea árið 2006, því hann „vildi meiða einhvern“. United tapaði leiknum 3-0 og Chelsea varð Englandsmeistari. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea í þessum leik og slapp því við að mæta Rooney í miklum vígahug. Lét Terry fagna titlinum á hækjum „Við vissum að ef að Chelsea myndi vinna þá yrði liðið Englandsmeistari þann dag,“ sagði Rooney í viðtali við Sky Sports. „Alveg fram að síðasta leik ferilsins, með Derby, þá notaði ég alltaf plasttakka með málmenda. En fyrir þennan leik þá skipti ég yfir í stóra, langa málmtakka – eins langa og leyfilegt var, því ég vildi reyna að meiða einhvern,“ sagði Rooney. „Ég vissi að þeir myndu vinna leikinn. Maður fann að þeir voru betra lið á þessum tíma svo ég skipti um takka. Takkarnir voru löglegir en ég vissi að ef ég færi í tæklingu þá vildi ég gera það almennilega. Og það gerði ég líka,“ sagði Rooney sem lét skapið bitna á John Terry, sem gantaðist með málið á Twitter: @WayneRooney is this when you left your stud in my foot? https://t.co/sSJH7AwCTK— John Terry (@JohnTerry26) February 7, 2022 „John Terry yfirgaf leikvanginn á hækjum. Ég skildi eftir holu í fætinum hans og svo skrifaði ég á treyjuna mína til hans eftir leikinn… og nokkrum vikum síðar sendi ég hana til hans og bað um að fá takkann aftur. Ef maður horfir aftur á það þegar þeir voru að fagna þá er JT þarna á hækjum eftir þessa tæklingu,“ sagði Rooney. BBC bendir á að Rooney geti átt yfir höfði sér refsingu og nefnir sem dæmi að Roy Keane hafi fengið bann og sekt frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa sagt frá því í sjálfsævisögu að hann hefði vísvitandi meitt Alf Einge Haaland, miðjumann Manchester City og föður Erlings Haaland, í apríl 2001.
Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ Sjá meira