Rooney skipti um takka til að meiða en Eiður þurfti ekkert að óttast Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2022 13:01 Wayne Rooney og John Terry háðu marga hildi á vellinum en voru líka samherjar í enska landsliðinu. Getty/Tom Purslow Enska knattspyrnusambandið hefur nú sett sig í samband við Wayne Rooney til að fá nánari skýringar á ummælum hans í nýlegu viðtali þar sem hann sagðist hafa reynt að meiða leikmenn Chelsea. Rooney, sem í dag er að gera fína hluti sem knattspyrnustjóri Derby, sagðist hafa notað stáltakka í leik með Manchester United gegn Chelsea árið 2006, því hann „vildi meiða einhvern“. United tapaði leiknum 3-0 og Chelsea varð Englandsmeistari. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea í þessum leik og slapp því við að mæta Rooney í miklum vígahug. Lét Terry fagna titlinum á hækjum „Við vissum að ef að Chelsea myndi vinna þá yrði liðið Englandsmeistari þann dag,“ sagði Rooney í viðtali við Sky Sports. „Alveg fram að síðasta leik ferilsins, með Derby, þá notaði ég alltaf plasttakka með málmenda. En fyrir þennan leik þá skipti ég yfir í stóra, langa málmtakka – eins langa og leyfilegt var, því ég vildi reyna að meiða einhvern,“ sagði Rooney. „Ég vissi að þeir myndu vinna leikinn. Maður fann að þeir voru betra lið á þessum tíma svo ég skipti um takka. Takkarnir voru löglegir en ég vissi að ef ég færi í tæklingu þá vildi ég gera það almennilega. Og það gerði ég líka,“ sagði Rooney sem lét skapið bitna á John Terry, sem gantaðist með málið á Twitter: @WayneRooney is this when you left your stud in my foot? https://t.co/sSJH7AwCTK— John Terry (@JohnTerry26) February 7, 2022 „John Terry yfirgaf leikvanginn á hækjum. Ég skildi eftir holu í fætinum hans og svo skrifaði ég á treyjuna mína til hans eftir leikinn… og nokkrum vikum síðar sendi ég hana til hans og bað um að fá takkann aftur. Ef maður horfir aftur á það þegar þeir voru að fagna þá er JT þarna á hækjum eftir þessa tæklingu,“ sagði Rooney. BBC bendir á að Rooney geti átt yfir höfði sér refsingu og nefnir sem dæmi að Roy Keane hafi fengið bann og sekt frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa sagt frá því í sjálfsævisögu að hann hefði vísvitandi meitt Alf Einge Haaland, miðjumann Manchester City og föður Erlings Haaland, í apríl 2001. Enski boltinn Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira
Rooney, sem í dag er að gera fína hluti sem knattspyrnustjóri Derby, sagðist hafa notað stáltakka í leik með Manchester United gegn Chelsea árið 2006, því hann „vildi meiða einhvern“. United tapaði leiknum 3-0 og Chelsea varð Englandsmeistari. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea í þessum leik og slapp því við að mæta Rooney í miklum vígahug. Lét Terry fagna titlinum á hækjum „Við vissum að ef að Chelsea myndi vinna þá yrði liðið Englandsmeistari þann dag,“ sagði Rooney í viðtali við Sky Sports. „Alveg fram að síðasta leik ferilsins, með Derby, þá notaði ég alltaf plasttakka með málmenda. En fyrir þennan leik þá skipti ég yfir í stóra, langa málmtakka – eins langa og leyfilegt var, því ég vildi reyna að meiða einhvern,“ sagði Rooney. „Ég vissi að þeir myndu vinna leikinn. Maður fann að þeir voru betra lið á þessum tíma svo ég skipti um takka. Takkarnir voru löglegir en ég vissi að ef ég færi í tæklingu þá vildi ég gera það almennilega. Og það gerði ég líka,“ sagði Rooney sem lét skapið bitna á John Terry, sem gantaðist með málið á Twitter: @WayneRooney is this when you left your stud in my foot? https://t.co/sSJH7AwCTK— John Terry (@JohnTerry26) February 7, 2022 „John Terry yfirgaf leikvanginn á hækjum. Ég skildi eftir holu í fætinum hans og svo skrifaði ég á treyjuna mína til hans eftir leikinn… og nokkrum vikum síðar sendi ég hana til hans og bað um að fá takkann aftur. Ef maður horfir aftur á það þegar þeir voru að fagna þá er JT þarna á hækjum eftir þessa tæklingu,“ sagði Rooney. BBC bendir á að Rooney geti átt yfir höfði sér refsingu og nefnir sem dæmi að Roy Keane hafi fengið bann og sekt frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa sagt frá því í sjálfsævisögu að hann hefði vísvitandi meitt Alf Einge Haaland, miðjumann Manchester City og föður Erlings Haaland, í apríl 2001.
Enski boltinn Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira