Prestur ánægður með að strákarnir okkar séu duglegir að tala um tilfinningar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2022 09:31 Handboltalandsliðið fagnar hér sigri á EM og séra Guðni Már Haraldsson á bæn. Samsett/Getty&S2 Sport Guðjón Guðmundsson var aftur mættur með innslag í Seinni bylgjuna í fyrsta þætti eftir Evrópumótið í handbolta. Það þessu sinni hitti hann prest í Kópavogi sem er mikill handboltaáhugamaður. „Handboltinn er án nokkurs vafa þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Stuðningsmennirnir margir hverjir eru algjörlega forfallnir. Sumir hverjir á guðs vegum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Séra Guðni Már Haraldsson í Lindarkirkju í Kópavogi er forfallinn stuðningsmaður handboltans og hefur verið um árabil en hvers vegna,“ spurði Gaupi. „Ég byrjaði að horfa átta ára á ÓL í Seoul og svo kom B-keppnin árið eftir 1989. Svo hefur þetta vara fylgt okkur. Það er ekkert sem gleður okkur jafnmikið í janúar eins og handboltalandsliðið,“ sagði séra Guðni Már Haraldsson. „Það eru svo góðar fyrirmyndir í liðinu, duglegir að tala um tilfinningar og eru því bæði fyrirmyndir á andlegan og líkamlegan hátt,“ sagði séra Guðni. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi og handboltapresturinn „Ég reyndi að æfa sjálfur en ég var að æfa með Róberti Gunarssyni meðal annars og átti að reyna að fara inn á línuna á eftir honum. Það var einhverjar sendingar sem var ekki hægt að ná, hann var bara á einhverju öðru kaliberi. Ég hætti því fljótlega og lét honum þetta eftir,“ sagði séra Guðni hlæjandi. „Þetta er bara yndislegt sport. Það er svo auðvelt þegar maður á börn sjálfur því þótt að þú sért bara fimm ára þá fylgist þú með því það er svo mikið að gerast í handbolta,“ sagði séra Guðni. En er hann að ræða við himnaföðurinn um gang mála í leikjunum? „Bænin er góð til að róa taugarnar og senda góða strauma og blessunaróskir. Ég er samt búinn að það út að sérstaklega í vítum, þegar maður vill að strákarnir skori og Bjöggi verji, þá er útsendingin tuttugu sekúndum á eftir. Um leið og dómararnir flauta þá byrja ég að biðja,“ sagði séra Guðni. Það má finna allt innslagið frá Gaupa hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Subway-deild karla EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira
„Handboltinn er án nokkurs vafa þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Stuðningsmennirnir margir hverjir eru algjörlega forfallnir. Sumir hverjir á guðs vegum,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Séra Guðni Már Haraldsson í Lindarkirkju í Kópavogi er forfallinn stuðningsmaður handboltans og hefur verið um árabil en hvers vegna,“ spurði Gaupi. „Ég byrjaði að horfa átta ára á ÓL í Seoul og svo kom B-keppnin árið eftir 1989. Svo hefur þetta vara fylgt okkur. Það er ekkert sem gleður okkur jafnmikið í janúar eins og handboltalandsliðið,“ sagði séra Guðni Már Haraldsson. „Það eru svo góðar fyrirmyndir í liðinu, duglegir að tala um tilfinningar og eru því bæði fyrirmyndir á andlegan og líkamlegan hátt,“ sagði séra Guðni. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi og handboltapresturinn „Ég reyndi að æfa sjálfur en ég var að æfa með Róberti Gunarssyni meðal annars og átti að reyna að fara inn á línuna á eftir honum. Það var einhverjar sendingar sem var ekki hægt að ná, hann var bara á einhverju öðru kaliberi. Ég hætti því fljótlega og lét honum þetta eftir,“ sagði séra Guðni hlæjandi. „Þetta er bara yndislegt sport. Það er svo auðvelt þegar maður á börn sjálfur því þótt að þú sért bara fimm ára þá fylgist þú með því það er svo mikið að gerast í handbolta,“ sagði séra Guðni. En er hann að ræða við himnaföðurinn um gang mála í leikjunum? „Bænin er góð til að róa taugarnar og senda góða strauma og blessunaróskir. Ég er samt búinn að það út að sérstaklega í vítum, þegar maður vill að strákarnir skori og Bjöggi verji, þá er útsendingin tuttugu sekúndum á eftir. Um leið og dómararnir flauta þá byrja ég að biðja,“ sagði séra Guðni. Það má finna allt innslagið frá Gaupa hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Subway-deild karla EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira