Þurfa að hlaupa 76 kílómetra á dag til að vera „frábær“ í starfi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. febrúar 2022 20:00 Óraunhæfar kröfur eru gerðar til ræstingafólks sem brjóta í bága við vinnuverndarlöggjöf að mati Vinnueftirlitsins. Til að ná því sem er skilgreint sem „frábær árangur“ í starfi heilan vinnudag er ætlast til vinnuálags sem samræmist því að hlaupa næstum tvö maraþon. Þessi viðmið má finna í kjarasamningi ræstingarfólks við atvinnurekendur. Í þeim er fylgiskjal þar sem tekin eru dæmi um mismunandi vinnuhraða eftir flóknum mælikvörðum og starfsmenn skilgreindir út frá þeim á hátt sem Starfsgreinasambandinu þykir óviðeigandi. Það hefur áhrif á laun ræstingarfólks í hvaða flokki það er skilgreint. Frábær starfsmaður endist ekki lengi Tökum dæmi um lýsingu á starfsmanni sem vinnur eftir hraða á lægsta mælikvarða: „Starfsmaður er mjög hægfara og klaufalegur og hefur fálmkenndar hreyfingar, virðist hálfsofandi og áhugalaus um starfið,“ segir þar. Þessi vinnuhraði er sambærilegur því álagi á líkamann sem verður við að ganga á rúmlega þriggja hraða kílómetra á klukkustund. Og starfsmanni á besta mælikvarða er lýst svona: „Vinnur einstaklega hratt og af ákafa og einbeitni sem ekki er líklegt að endist lengi. Frábær árangur í starfi sem aðeins örfáir starfsmenn ná.“ Það álag jafngildir því að vera á 9,6 kílómetra hraða á klukkustund. Þessa mælikvarða má finna í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. Þessir kvarðar eru einn af fjölmörgum þáttum sem hafa áhrif á laun ræstingafólks.skjáskot/Kjarasamningar SA og SGS Álag fyrir atvinnuíþróttamenn Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ljóst að þetta séu gjörsamlega óraunhæfir mælikvarðar: „Ef þú ert á hámarksvinnukvarðanum þá er eins og þú labbir 9,6 kílómetra á klukkustund. Ef þú ert að labbar 9,6 kílómetra á klukkustund í átta tíma á dag þá átt þú að vera að gera eitthvað annað. Þú átt að vera að keppa í einhverri íþrótt,“ segir Flosi. Og þarna ýkir hann ekki. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Vísir/Sigurjón Ef gengið eða öllu heldur hlaupið er á þessum hraða í um átta tíma á dag jafngildir það því að fara næstum tvö maraþon, eða um 76 kílómetra. Það er lengri vegalend en þegar gengið er frá Reykjavík til Borgarness. 76 kílómetrar eru næstum því tvö maraþon og rúmlega leiðin frá Reykjavík að Borgarnesi.vísir/ragnar Það gerir það ekki nokkur maður er það? „Jú, starfsfólk í ræstingu gerir það,“ segir Flosi. Þó auðvitað sé ljóst að það séu ekki margir í þeim bransa sem vinni eftir þessum mesta vinnuhraða allan daginn alla daga. Hversu margir heldurðu að geri það? „Það er ómögulegt um að segja og það er enginn sem heldur það út lengi,“ segir Flosi. Svona vinnuálagi fylgi gjarnan mikil stoðkerfisvandamál. Starfsgreinasambandið hefur reynt að fá þessa mælikvarða út úr kjarasamningum án árangurs. Stangast á við vinnuverndarlög Sambandið sendi því fyrirspurn á Vinnueftirlit ríkisins og bað það um að meta hvort þessir mælikvarðar séu eðlilegir. Og svarið er skýrt. Þar segir orðrétt að mælikvarðinn „sé ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaganna og góða vinnuvernd. Mælt er með því að þegar mat er lagt á álag starfsfólks í vinnu verði verkefi og vinnuaðstæður starfsfólks tekið til sérstakar skoðunar.“ Þar segir Vinnueftirlið að þessir mælikvarðar í kjarasamningum ræstingarfólks séu ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaga og góða vinnuvernd. „Það er mjög alvarlegt. Og hvað það þýðir kemur í ljós á næstu vikum og í kjarasamningunum í haust,“ segir Flosi. Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Þessi viðmið má finna í kjarasamningi ræstingarfólks við atvinnurekendur. Í þeim er fylgiskjal þar sem tekin eru dæmi um mismunandi vinnuhraða eftir flóknum mælikvörðum og starfsmenn skilgreindir út frá þeim á hátt sem Starfsgreinasambandinu þykir óviðeigandi. Það hefur áhrif á laun ræstingarfólks í hvaða flokki það er skilgreint. Frábær starfsmaður endist ekki lengi Tökum dæmi um lýsingu á starfsmanni sem vinnur eftir hraða á lægsta mælikvarða: „Starfsmaður er mjög hægfara og klaufalegur og hefur fálmkenndar hreyfingar, virðist hálfsofandi og áhugalaus um starfið,“ segir þar. Þessi vinnuhraði er sambærilegur því álagi á líkamann sem verður við að ganga á rúmlega þriggja hraða kílómetra á klukkustund. Og starfsmanni á besta mælikvarða er lýst svona: „Vinnur einstaklega hratt og af ákafa og einbeitni sem ekki er líklegt að endist lengi. Frábær árangur í starfi sem aðeins örfáir starfsmenn ná.“ Það álag jafngildir því að vera á 9,6 kílómetra hraða á klukkustund. Þessa mælikvarða má finna í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. Þessir kvarðar eru einn af fjölmörgum þáttum sem hafa áhrif á laun ræstingafólks.skjáskot/Kjarasamningar SA og SGS Álag fyrir atvinnuíþróttamenn Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ljóst að þetta séu gjörsamlega óraunhæfir mælikvarðar: „Ef þú ert á hámarksvinnukvarðanum þá er eins og þú labbir 9,6 kílómetra á klukkustund. Ef þú ert að labbar 9,6 kílómetra á klukkustund í átta tíma á dag þá átt þú að vera að gera eitthvað annað. Þú átt að vera að keppa í einhverri íþrótt,“ segir Flosi. Og þarna ýkir hann ekki. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Vísir/Sigurjón Ef gengið eða öllu heldur hlaupið er á þessum hraða í um átta tíma á dag jafngildir það því að fara næstum tvö maraþon, eða um 76 kílómetra. Það er lengri vegalend en þegar gengið er frá Reykjavík til Borgarness. 76 kílómetrar eru næstum því tvö maraþon og rúmlega leiðin frá Reykjavík að Borgarnesi.vísir/ragnar Það gerir það ekki nokkur maður er það? „Jú, starfsfólk í ræstingu gerir það,“ segir Flosi. Þó auðvitað sé ljóst að það séu ekki margir í þeim bransa sem vinni eftir þessum mesta vinnuhraða allan daginn alla daga. Hversu margir heldurðu að geri það? „Það er ómögulegt um að segja og það er enginn sem heldur það út lengi,“ segir Flosi. Svona vinnuálagi fylgi gjarnan mikil stoðkerfisvandamál. Starfsgreinasambandið hefur reynt að fá þessa mælikvarða út úr kjarasamningum án árangurs. Stangast á við vinnuverndarlög Sambandið sendi því fyrirspurn á Vinnueftirlit ríkisins og bað það um að meta hvort þessir mælikvarðar séu eðlilegir. Og svarið er skýrt. Þar segir orðrétt að mælikvarðinn „sé ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaganna og góða vinnuvernd. Mælt er með því að þegar mat er lagt á álag starfsfólks í vinnu verði verkefi og vinnuaðstæður starfsfólks tekið til sérstakar skoðunar.“ Þar segir Vinnueftirlið að þessir mælikvarðar í kjarasamningum ræstingarfólks séu ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaga og góða vinnuvernd. „Það er mjög alvarlegt. Og hvað það þýðir kemur í ljós á næstu vikum og í kjarasamningunum í haust,“ segir Flosi.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent