Þurfa að hlaupa 76 kílómetra á dag til að vera „frábær“ í starfi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. febrúar 2022 20:00 Óraunhæfar kröfur eru gerðar til ræstingafólks sem brjóta í bága við vinnuverndarlöggjöf að mati Vinnueftirlitsins. Til að ná því sem er skilgreint sem „frábær árangur“ í starfi heilan vinnudag er ætlast til vinnuálags sem samræmist því að hlaupa næstum tvö maraþon. Þessi viðmið má finna í kjarasamningi ræstingarfólks við atvinnurekendur. Í þeim er fylgiskjal þar sem tekin eru dæmi um mismunandi vinnuhraða eftir flóknum mælikvörðum og starfsmenn skilgreindir út frá þeim á hátt sem Starfsgreinasambandinu þykir óviðeigandi. Það hefur áhrif á laun ræstingarfólks í hvaða flokki það er skilgreint. Frábær starfsmaður endist ekki lengi Tökum dæmi um lýsingu á starfsmanni sem vinnur eftir hraða á lægsta mælikvarða: „Starfsmaður er mjög hægfara og klaufalegur og hefur fálmkenndar hreyfingar, virðist hálfsofandi og áhugalaus um starfið,“ segir þar. Þessi vinnuhraði er sambærilegur því álagi á líkamann sem verður við að ganga á rúmlega þriggja hraða kílómetra á klukkustund. Og starfsmanni á besta mælikvarða er lýst svona: „Vinnur einstaklega hratt og af ákafa og einbeitni sem ekki er líklegt að endist lengi. Frábær árangur í starfi sem aðeins örfáir starfsmenn ná.“ Það álag jafngildir því að vera á 9,6 kílómetra hraða á klukkustund. Þessa mælikvarða má finna í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. Þessir kvarðar eru einn af fjölmörgum þáttum sem hafa áhrif á laun ræstingafólks.skjáskot/Kjarasamningar SA og SGS Álag fyrir atvinnuíþróttamenn Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ljóst að þetta séu gjörsamlega óraunhæfir mælikvarðar: „Ef þú ert á hámarksvinnukvarðanum þá er eins og þú labbir 9,6 kílómetra á klukkustund. Ef þú ert að labbar 9,6 kílómetra á klukkustund í átta tíma á dag þá átt þú að vera að gera eitthvað annað. Þú átt að vera að keppa í einhverri íþrótt,“ segir Flosi. Og þarna ýkir hann ekki. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Vísir/Sigurjón Ef gengið eða öllu heldur hlaupið er á þessum hraða í um átta tíma á dag jafngildir það því að fara næstum tvö maraþon, eða um 76 kílómetra. Það er lengri vegalend en þegar gengið er frá Reykjavík til Borgarness. 76 kílómetrar eru næstum því tvö maraþon og rúmlega leiðin frá Reykjavík að Borgarnesi.vísir/ragnar Það gerir það ekki nokkur maður er það? „Jú, starfsfólk í ræstingu gerir það,“ segir Flosi. Þó auðvitað sé ljóst að það séu ekki margir í þeim bransa sem vinni eftir þessum mesta vinnuhraða allan daginn alla daga. Hversu margir heldurðu að geri það? „Það er ómögulegt um að segja og það er enginn sem heldur það út lengi,“ segir Flosi. Svona vinnuálagi fylgi gjarnan mikil stoðkerfisvandamál. Starfsgreinasambandið hefur reynt að fá þessa mælikvarða út úr kjarasamningum án árangurs. Stangast á við vinnuverndarlög Sambandið sendi því fyrirspurn á Vinnueftirlit ríkisins og bað það um að meta hvort þessir mælikvarðar séu eðlilegir. Og svarið er skýrt. Þar segir orðrétt að mælikvarðinn „sé ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaganna og góða vinnuvernd. Mælt er með því að þegar mat er lagt á álag starfsfólks í vinnu verði verkefi og vinnuaðstæður starfsfólks tekið til sérstakar skoðunar.“ Þar segir Vinnueftirlið að þessir mælikvarðar í kjarasamningum ræstingarfólks séu ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaga og góða vinnuvernd. „Það er mjög alvarlegt. Og hvað það þýðir kemur í ljós á næstu vikum og í kjarasamningunum í haust,“ segir Flosi. Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira
Þessi viðmið má finna í kjarasamningi ræstingarfólks við atvinnurekendur. Í þeim er fylgiskjal þar sem tekin eru dæmi um mismunandi vinnuhraða eftir flóknum mælikvörðum og starfsmenn skilgreindir út frá þeim á hátt sem Starfsgreinasambandinu þykir óviðeigandi. Það hefur áhrif á laun ræstingarfólks í hvaða flokki það er skilgreint. Frábær starfsmaður endist ekki lengi Tökum dæmi um lýsingu á starfsmanni sem vinnur eftir hraða á lægsta mælikvarða: „Starfsmaður er mjög hægfara og klaufalegur og hefur fálmkenndar hreyfingar, virðist hálfsofandi og áhugalaus um starfið,“ segir þar. Þessi vinnuhraði er sambærilegur því álagi á líkamann sem verður við að ganga á rúmlega þriggja hraða kílómetra á klukkustund. Og starfsmanni á besta mælikvarða er lýst svona: „Vinnur einstaklega hratt og af ákafa og einbeitni sem ekki er líklegt að endist lengi. Frábær árangur í starfi sem aðeins örfáir starfsmenn ná.“ Það álag jafngildir því að vera á 9,6 kílómetra hraða á klukkustund. Þessa mælikvarða má finna í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. Þessir kvarðar eru einn af fjölmörgum þáttum sem hafa áhrif á laun ræstingafólks.skjáskot/Kjarasamningar SA og SGS Álag fyrir atvinnuíþróttamenn Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ljóst að þetta séu gjörsamlega óraunhæfir mælikvarðar: „Ef þú ert á hámarksvinnukvarðanum þá er eins og þú labbir 9,6 kílómetra á klukkustund. Ef þú ert að labbar 9,6 kílómetra á klukkustund í átta tíma á dag þá átt þú að vera að gera eitthvað annað. Þú átt að vera að keppa í einhverri íþrótt,“ segir Flosi. Og þarna ýkir hann ekki. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Vísir/Sigurjón Ef gengið eða öllu heldur hlaupið er á þessum hraða í um átta tíma á dag jafngildir það því að fara næstum tvö maraþon, eða um 76 kílómetra. Það er lengri vegalend en þegar gengið er frá Reykjavík til Borgarness. 76 kílómetrar eru næstum því tvö maraþon og rúmlega leiðin frá Reykjavík að Borgarnesi.vísir/ragnar Það gerir það ekki nokkur maður er það? „Jú, starfsfólk í ræstingu gerir það,“ segir Flosi. Þó auðvitað sé ljóst að það séu ekki margir í þeim bransa sem vinni eftir þessum mesta vinnuhraða allan daginn alla daga. Hversu margir heldurðu að geri það? „Það er ómögulegt um að segja og það er enginn sem heldur það út lengi,“ segir Flosi. Svona vinnuálagi fylgi gjarnan mikil stoðkerfisvandamál. Starfsgreinasambandið hefur reynt að fá þessa mælikvarða út úr kjarasamningum án árangurs. Stangast á við vinnuverndarlög Sambandið sendi því fyrirspurn á Vinnueftirlit ríkisins og bað það um að meta hvort þessir mælikvarðar séu eðlilegir. Og svarið er skýrt. Þar segir orðrétt að mælikvarðinn „sé ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaganna og góða vinnuvernd. Mælt er með því að þegar mat er lagt á álag starfsfólks í vinnu verði verkefi og vinnuaðstæður starfsfólks tekið til sérstakar skoðunar.“ Þar segir Vinnueftirlið að þessir mælikvarðar í kjarasamningum ræstingarfólks séu ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaga og góða vinnuvernd. „Það er mjög alvarlegt. Og hvað það þýðir kemur í ljós á næstu vikum og í kjarasamningunum í haust,“ segir Flosi.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fleiri fréttir Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Sjá meira