Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2022 15:54 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Jessica Tayolor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. Þetta sagði samskiptastjórinn nýji, Guto Harri, í viðtali við velskan fjölmiðil á dögunum. BBC fjallar um viðtalið. Þar segir að Harri hafi verið ráðinn eftir að nokkur fjöldi ráðgjafa Johnson og starfsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu upp störfum eftir að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. „Hann er ekki algjör trúður, hann er ágætis eintak,“ sagði Harri við velska fjölmiðilinn. Svo virðist sem að Harri og Johnson hafi skemmt sér vel í aðdraganda ráðningarinnar. Greindi Harri frá því að Johnson hefði sungið fyrir hann nokkrar línur úr slagararnum vinsæla „I Will Survive“. Var það vísun í þá erfiðu stöðu sem Johnson stendur frammi fyrir þessi misserin. Hefur hann mátt þola harða gagnrýni vegna partíhalds í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana. „Við settumst niður og áttum góðar samræður um hvernig við gætum komist aftur á beinu brautina og hver næstu skref verða,“ sagði Harri um samskipti þeirra eftir að Johnson söng línurnar frægu úr lagi Gloriu Gaynor. Fréttir af fundi Harri og Johnson hafa farið misvel ofan í þá sem fylgjast með stjórnmálum þar í landi. Þannig sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, að samskipti Harri og Johnson á fundinum væri til marks um það að þeir tækju stöðuna ekki alvarlega. So many people still struggling with the impacts and trauma of Covid, or worrying about the spiraling costs of living…but for Boris & Co it’s all just a bit of a laugh. This isn’t funny - in the current circumstances, it is offensive. https://t.co/dGi6Fvm4VX— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) February 7, 2022 Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Johnson miklum vandræðum. Bretland Tengdar fréttir Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Þetta sagði samskiptastjórinn nýji, Guto Harri, í viðtali við velskan fjölmiðil á dögunum. BBC fjallar um viðtalið. Þar segir að Harri hafi verið ráðinn eftir að nokkur fjöldi ráðgjafa Johnson og starfsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu upp störfum eftir að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. „Hann er ekki algjör trúður, hann er ágætis eintak,“ sagði Harri við velska fjölmiðilinn. Svo virðist sem að Harri og Johnson hafi skemmt sér vel í aðdraganda ráðningarinnar. Greindi Harri frá því að Johnson hefði sungið fyrir hann nokkrar línur úr slagararnum vinsæla „I Will Survive“. Var það vísun í þá erfiðu stöðu sem Johnson stendur frammi fyrir þessi misserin. Hefur hann mátt þola harða gagnrýni vegna partíhalds í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana. „Við settumst niður og áttum góðar samræður um hvernig við gætum komist aftur á beinu brautina og hver næstu skref verða,“ sagði Harri um samskipti þeirra eftir að Johnson söng línurnar frægu úr lagi Gloriu Gaynor. Fréttir af fundi Harri og Johnson hafa farið misvel ofan í þá sem fylgjast með stjórnmálum þar í landi. Þannig sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, að samskipti Harri og Johnson á fundinum væri til marks um það að þeir tækju stöðuna ekki alvarlega. So many people still struggling with the impacts and trauma of Covid, or worrying about the spiraling costs of living…but for Boris & Co it’s all just a bit of a laugh. This isn’t funny - in the current circumstances, it is offensive. https://t.co/dGi6Fvm4VX— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) February 7, 2022 Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Johnson miklum vandræðum.
Bretland Tengdar fréttir Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54
Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17