Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Snorri Másson skrifar 7. febrúar 2022 11:50 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samsett Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. Þar sem hitastigið var ívið hærra en spár gerðu ráð fyrir snjóaði öllu minna í nótt en óttast var. Þar með voru áhrif óveðursins á færð á höfuðborgarsvæðinu ekki slík að undir morgun ætti fólk í verulegum vandræðum með að komast leiðar sinnar. Af þessum sökum hefur mikillar gagnrýni orðið vart á samfélagsmiðlum; að loka öllum leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið yfirdrifið. Leikskólar verða opnaðir aftur eftir hádegi og frístundaheimili grunnskóla sömuleiðis nú um miðjan dag. „Ég held að við séum komin í gegnum það versta, þannig að við höldum viðbúnaði en allt er smám saman að opnast,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna í samtali við fréttastofu. Maður hefur lesið á netinu að fólk sé efins um ágæti þeirra að gerða að skella öllu í lás út af þessu. „Ég held að það sé kannski ástæðan fyrir því að þetta gekk allt saman vel. Fólk var bara rólegt og fór ekkert af stað of snemma í morgun, eins og við vorum búin að segja hérna á höfuðborgarsvæðinu. Börnin fengu að njóta vafans,“ segir Víðir. En þú sem hefur verið í almannavörnum um langa hríð, myndirðu segja að við værum eftir heimsfaraldur gjarnari á að skella öllu í lás? „Nei, nei. Þetta er bara það sama og við höfum gert í óveðrum í langan tíma.“ Þannig að þetta er ekki drastískara nú? „Nei. Við skulum ekki gleyma því að það var rauð viðvörun á höfuðborgarsvæðinu sem er mjög sjaldgæft og aðstæður í nótt voru mjög slæmar á tímabili alla vega. En ég skil vel fólk sem býr nálægt sjónum á láglendinu að hafa ekki fundist þetta vera neitt mikið. En það þarf ekki nema að fara í úthverfin, þar sem var allt önnur staða,“ segir Víðir. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir gott að fyllstu varúðar hafi verið gætt í ráðstöfunum, en einnig þurfi að hafa kjark til að endurskoða ákvarðanir eins og gert hafi verið. „En að menn séu gjarnari á að beita stóru sleggjunni núna eftir Covid? Ég get ekki sagt það, af því að við vorum í nákvæmlega sömu aðstæðum fyrir rúmum tveimur árum síðan þegar það var tekin sambærileg ákvörðun,“ segir Helgi. Skólayfirvöld á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að opna leikskóla klukkan eitt. Þessi ákvörðun á einungis við þá leikskóla þar sem ekki voru áður auglýstir skipulagsdagar. Starf grunnskóla fellur niður í dag eins og áður hefur verið tilkynnt. Starf frístundaheimila, íþróttastarf, tónlistarskóla og félagsmiðstöðva hefst á sínum hefðbundnu tímum. Hvaða rugl er þetta? Það er engin ástæða til að fella niður allt skólahald allan daginn. https://t.co/O8aOMgLfAY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) February 6, 2022 Í rauðri viðvörun fyrir 2 árum keyrði ég um borgina á framhjóladrifnum ónegldum bíl í ágætu skyggni og færi.Núna er veðrið að ganga niður og búið að aflýsa skólum í allan dag.https://t.co/0WuzZieqkG— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) February 7, 2022 úff hér í kringlunni eru foreldrar grunnskólabarna að mótmæla lokunum vegna veðurs pic.twitter.com/IR9vkfks1I— Atli Fannar (@atlifannar) February 7, 2022 Veður Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Lögreglumál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Þar sem hitastigið var ívið hærra en spár gerðu ráð fyrir snjóaði öllu minna í nótt en óttast var. Þar með voru áhrif óveðursins á færð á höfuðborgarsvæðinu ekki slík að undir morgun ætti fólk í verulegum vandræðum með að komast leiðar sinnar. Af þessum sökum hefur mikillar gagnrýni orðið vart á samfélagsmiðlum; að loka öllum leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið yfirdrifið. Leikskólar verða opnaðir aftur eftir hádegi og frístundaheimili grunnskóla sömuleiðis nú um miðjan dag. „Ég held að við séum komin í gegnum það versta, þannig að við höldum viðbúnaði en allt er smám saman að opnast,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna í samtali við fréttastofu. Maður hefur lesið á netinu að fólk sé efins um ágæti þeirra að gerða að skella öllu í lás út af þessu. „Ég held að það sé kannski ástæðan fyrir því að þetta gekk allt saman vel. Fólk var bara rólegt og fór ekkert af stað of snemma í morgun, eins og við vorum búin að segja hérna á höfuðborgarsvæðinu. Börnin fengu að njóta vafans,“ segir Víðir. En þú sem hefur verið í almannavörnum um langa hríð, myndirðu segja að við værum eftir heimsfaraldur gjarnari á að skella öllu í lás? „Nei, nei. Þetta er bara það sama og við höfum gert í óveðrum í langan tíma.“ Þannig að þetta er ekki drastískara nú? „Nei. Við skulum ekki gleyma því að það var rauð viðvörun á höfuðborgarsvæðinu sem er mjög sjaldgæft og aðstæður í nótt voru mjög slæmar á tímabili alla vega. En ég skil vel fólk sem býr nálægt sjónum á láglendinu að hafa ekki fundist þetta vera neitt mikið. En það þarf ekki nema að fara í úthverfin, þar sem var allt önnur staða,“ segir Víðir. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir gott að fyllstu varúðar hafi verið gætt í ráðstöfunum, en einnig þurfi að hafa kjark til að endurskoða ákvarðanir eins og gert hafi verið. „En að menn séu gjarnari á að beita stóru sleggjunni núna eftir Covid? Ég get ekki sagt það, af því að við vorum í nákvæmlega sömu aðstæðum fyrir rúmum tveimur árum síðan þegar það var tekin sambærileg ákvörðun,“ segir Helgi. Skólayfirvöld á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að opna leikskóla klukkan eitt. Þessi ákvörðun á einungis við þá leikskóla þar sem ekki voru áður auglýstir skipulagsdagar. Starf grunnskóla fellur niður í dag eins og áður hefur verið tilkynnt. Starf frístundaheimila, íþróttastarf, tónlistarskóla og félagsmiðstöðva hefst á sínum hefðbundnu tímum. Hvaða rugl er þetta? Það er engin ástæða til að fella niður allt skólahald allan daginn. https://t.co/O8aOMgLfAY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) February 6, 2022 Í rauðri viðvörun fyrir 2 árum keyrði ég um borgina á framhjóladrifnum ónegldum bíl í ágætu skyggni og færi.Núna er veðrið að ganga niður og búið að aflýsa skólum í allan dag.https://t.co/0WuzZieqkG— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) February 7, 2022 úff hér í kringlunni eru foreldrar grunnskólabarna að mótmæla lokunum vegna veðurs pic.twitter.com/IR9vkfks1I— Atli Fannar (@atlifannar) February 7, 2022
Veður Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Lögreglumál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira