Covid-greiningum fjölgað um 100 milljónir á aðeins mánuði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2022 10:38 Allar líkur eru á að mun fleiri hafi smitast af kórónuveirunni en opinberar tölur benda til, meðal annars vegna þess að fólk hefur haft mjög misgreiðan aðgang að skimunum. epa/Evert Elzinga Í gær höfðu 400 milljónir einstaklinga greinst með Covid-19 í heiminum. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að aðeins mánuður er síðan 300 milljónir höfðu greinst. Leiða má líkur að því að ástæða hinnar hröðu útbreiðslu sé annars vegar hið bráðsmitandi ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar og hins vegar, og því tengt, aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við breyttum faraldri. Kórónuveirufaraldurinn hafði staðið yfir í meira en ár þegar þekkt smit á heimsvísu náðu 100 milljónum en fyrstu einstaklingarnir greindust seint á árinu 2019 og 100 milljónasta manneskjan í janúar 2021. Fjöldi greininga náði 200 milljónum sjö mánuðum seinna og nú, sex mánuðum eftir að fjöldinn stóð í 200 milljónum, hefur hann tvöfaldast. Samkvæmt frétt New York Times hafa um fimm milljarðar manna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. Fjöldi bólusettra og hið ívið mildara ómíkron-afbrigði hafa gert það að verkum að fjöldi greindra en ekki lengur notað sem helsta viðmiðið við ákvörðun sóttvarnaaðgerða, heldur fjöldi þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús og gjörgæslu eða látast af völdum sjúkdómsins. Í New York hafa til að mynda 541 prósent fleiri greinst með Covid-19 í vetur en síðasta vetur en dauðsföllum fjölgað um 44 prósent. Stjórnvöld í fjölda ríkja, meðal annars á Íslandi, hafa vegna þess ákveðið að stíga tiltölulega hröð skref í átt að afléttingum en vísindamenn vara en við því að ónæmi gegn Covid-19 minnki með tímanum og þá sé alltaf hætta á að enn eitt afbrigðið skjóti upp kollinum sem er illvígara en það sem nú er allsráðandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Leiða má líkur að því að ástæða hinnar hröðu útbreiðslu sé annars vegar hið bráðsmitandi ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar og hins vegar, og því tengt, aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við breyttum faraldri. Kórónuveirufaraldurinn hafði staðið yfir í meira en ár þegar þekkt smit á heimsvísu náðu 100 milljónum en fyrstu einstaklingarnir greindust seint á árinu 2019 og 100 milljónasta manneskjan í janúar 2021. Fjöldi greininga náði 200 milljónum sjö mánuðum seinna og nú, sex mánuðum eftir að fjöldinn stóð í 200 milljónum, hefur hann tvöfaldast. Samkvæmt frétt New York Times hafa um fimm milljarðar manna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. Fjöldi bólusettra og hið ívið mildara ómíkron-afbrigði hafa gert það að verkum að fjöldi greindra en ekki lengur notað sem helsta viðmiðið við ákvörðun sóttvarnaaðgerða, heldur fjöldi þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús og gjörgæslu eða látast af völdum sjúkdómsins. Í New York hafa til að mynda 541 prósent fleiri greinst með Covid-19 í vetur en síðasta vetur en dauðsföllum fjölgað um 44 prósent. Stjórnvöld í fjölda ríkja, meðal annars á Íslandi, hafa vegna þess ákveðið að stíga tiltölulega hröð skref í átt að afléttingum en vísindamenn vara en við því að ónæmi gegn Covid-19 minnki með tímanum og þá sé alltaf hætta á að enn eitt afbrigðið skjóti upp kollinum sem er illvígara en það sem nú er allsráðandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira