Sport

Stórstjarna NFL-deildarinnar handtekin strax eftir Pro Bowl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alvin Kamara sést hér á hliðarlínunni í Pro Bowl leiknum í gær.
Alvin Kamara sést hér á hliðarlínunni í Pro Bowl leiknum í gær. Getty/Christian Petersen

Alvin Kamara, einn besti hlaupari NFL-deildarinnar og lykilmaður New Orleans Saints, var handtekinn í gær.

Kamara er sakaður um árás á næturklúbbi kvöldið fyrir Pro Bowl-leikinn sem fór fram í Las Vegas í gær.

Lögreglan var kölluð út á sjúkrahús þar sem lá maður sem sakaði NFL-stjörnuna um líkamsárás. Lögreglumennirnir komust að því að maðurinn hefði verið laminn af Kamara.

Stjörnuhelgi NFL-deildarinnar fór fram um helgina en þar hittast bestu leikmenn deildarinnar fyrir utan þá sem komast með liðum sínum í Super Bowl.

Kamera fór út á lífið daginn fyrir leikinn og virðist hafa komið sér í vandræði á umræddum klúbbi.

Kamera spilaði Pro Bowl-leikinn eftir atvikið þar sem hann greip fjóra bolta fyrir 23 jördum. Lögreglan beið hans eftir leikinn og handtók hann.

Kamera þurfti að dúsa í fangelsinu yfir nóttina en trygging sakborningsins er fimm þúsund Bandaríkjadalir eða um 626 þúsund krónur íslenskar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×